Amma hennar kom til Íslands - sem hárkolla Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2019 22:53 Lene Zachariassen, sútari á Hjalteyri. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hún nýtir hundinn sinn, köttinn, meira að segja hárið af ömmu sinni - listakonan sem búin er að hreiðra um sig í gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri. Þar gerir hún verðmæt skinn úr dýrahræjum sem aðrir henda og spinnur þráð úr nánast hverju sem er. Þessu mátti kynnast í fréttum Stöðvar 2. Það er sannarlega í anda hugmyndafræði hinnar norsku Lene Zachariassen að nýta aflagða síldarverksmiðju við Eyjafjörð.Gamla síldarverksmiðjan á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hér er skinnaheimurinn minn,“ segir Lene og leiðir okkur inn í sýningarrými sitt í síldarbræðslunni. „Hér er ég í raun og veru að vinna mest úr hlutum sem aðrir henda,“ segir Lene, sem titlar sig sútara. Hún hirðir til dæmis og nýtir seli sem drepist hafa í grásleppunetum. Hún segir slíkt leiðinlegt atvik en skinnið sé fallegt. „Og virðing fyrir dýrin að segja þessa sögu.“ Hún gat líka nýtt langt með gengið selsfóstur og gert úr því fallegt skinn.Skinn af fóstri útsels, sem drapst í grásleppuneti.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún spinnur þráð úr ólíkustu efnum og mátti sjá band úr æðardúni, sauðnauti og ísbirni. „Þetta er amma mín. Í alvöru. Þetta er hárkolla sem var gerð úr hári hennar ömmu minnar þegar hún var ung. Og svo átti bara að henda þessu. En ég sagði nei. Amma ætlar að koma til Íslands,“ segir hún um leið og hún sýnir okkur hárkolluna. Lene sagði frá vinnu sinni í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, sem fjallaði um Hjalteyri. Einnig heyrðum við meðal annars Erlend Bogason kafara segja frá vini sínum, steinbítnum, sem vill láta strjúka sér á hökunni og maganum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Um land allt Tengdar fréttir Ætla að sjá síldarbræðslu en ramba þá inn í listaverkasali Verksmiðjusalir gömlu síldarbræðslunnar á Hjalteyri gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, 15. júlí 2019 21:29 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira
Hún nýtir hundinn sinn, köttinn, meira að segja hárið af ömmu sinni - listakonan sem búin er að hreiðra um sig í gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri. Þar gerir hún verðmæt skinn úr dýrahræjum sem aðrir henda og spinnur þráð úr nánast hverju sem er. Þessu mátti kynnast í fréttum Stöðvar 2. Það er sannarlega í anda hugmyndafræði hinnar norsku Lene Zachariassen að nýta aflagða síldarverksmiðju við Eyjafjörð.Gamla síldarverksmiðjan á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hér er skinnaheimurinn minn,“ segir Lene og leiðir okkur inn í sýningarrými sitt í síldarbræðslunni. „Hér er ég í raun og veru að vinna mest úr hlutum sem aðrir henda,“ segir Lene, sem titlar sig sútara. Hún hirðir til dæmis og nýtir seli sem drepist hafa í grásleppunetum. Hún segir slíkt leiðinlegt atvik en skinnið sé fallegt. „Og virðing fyrir dýrin að segja þessa sögu.“ Hún gat líka nýtt langt með gengið selsfóstur og gert úr því fallegt skinn.Skinn af fóstri útsels, sem drapst í grásleppuneti.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún spinnur þráð úr ólíkustu efnum og mátti sjá band úr æðardúni, sauðnauti og ísbirni. „Þetta er amma mín. Í alvöru. Þetta er hárkolla sem var gerð úr hári hennar ömmu minnar þegar hún var ung. Og svo átti bara að henda þessu. En ég sagði nei. Amma ætlar að koma til Íslands,“ segir hún um leið og hún sýnir okkur hárkolluna. Lene sagði frá vinnu sinni í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, sem fjallaði um Hjalteyri. Einnig heyrðum við meðal annars Erlend Bogason kafara segja frá vini sínum, steinbítnum, sem vill láta strjúka sér á hökunni og maganum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Um land allt Tengdar fréttir Ætla að sjá síldarbræðslu en ramba þá inn í listaverkasali Verksmiðjusalir gömlu síldarbræðslunnar á Hjalteyri gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, 15. júlí 2019 21:29 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira
Ætla að sjá síldarbræðslu en ramba þá inn í listaverkasali Verksmiðjusalir gömlu síldarbræðslunnar á Hjalteyri gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, 15. júlí 2019 21:29
Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33