Suðurkóresk á rennur rauð vegna blóðmengunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 17:42 Áin Imjin rennur rauð eftir að blóð rann út í ánna. YEONCHEON IMJIN RIVER CIVIC NETWORK Imjin áin nærri landamærum Norður- og Suður-Kóreu rennur rauð eftir að hún mengaðist af blóði úr svínahræjum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Suðurkóresk yfirvöld lóguðu 47.000 svín í von um að hægja á útbreiðslu afríkusvínapestar (ASF) en vegna mikilla rigninga rann blóð úr svínunum í Imjin ánna. Afríkusvínapest breiðist hratt út og enn er engin lækning við henni og eru engin þekkt dæmi af því að sýkt svín lifi veikina af. Pestin er ekki hættuleg mönnum. Stjórnvöld á svæðinu segja enga hættu á því að blóðmengunin geti valdið útbreiðslu sjúkdómsins til annarra dýrategunda og sögðu þau að búið hafi verið að sótthreinsa svínin áður en þeim var slátrað. Þá segja stjórnvöld að gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari mengun.Villisvín skotin á færi Svínin voru aflífuð um helgina og voru hræin skilin eftir inn í nokkrum gámum á grafreiti nærri kóresku landamærunum. Seinkun varð á framleiðslu plasthylkja sem átti að nota til að grafa hræin og varð því ekki af því að grafa þau strax eftir aflífun. ASF fannst nýlega í Suður-Kóreu og talið er að pestin hafi borist til landsins með svínum sem komu yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Fyrsta tilfelli ASF í Norður-Kóreu fannst í maí og réðust yfirvöld í Suður-Kóreu í miklar aðgerðir til að halda pestinni úr landinu, þar á meðal með því að setja upp girðingar við landamærin. Suðurkóreski herinn fékk þar að auki leifi til að aflífa öll villisvín sem sáust fara yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Þrátt fyrir tilraunir til að halda sjúkdómnum úti kom fyrsta tilfelli sjúkdómsins upp í Suður-Kóreu þann 17. september en síðan þá hafa komið upp tólf önnur tilfelli. Í landinu eru um 6.700 svínabýli. Stór hluti Asíu hefur orðið fyrir faraldrinum, þar á meðal Kína, Víetnam og Filippseyjar. Meira en 1,2 milljónir svína hafa verið aflífuð í Kína. Dýr Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Sjá meira
Imjin áin nærri landamærum Norður- og Suður-Kóreu rennur rauð eftir að hún mengaðist af blóði úr svínahræjum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Suðurkóresk yfirvöld lóguðu 47.000 svín í von um að hægja á útbreiðslu afríkusvínapestar (ASF) en vegna mikilla rigninga rann blóð úr svínunum í Imjin ánna. Afríkusvínapest breiðist hratt út og enn er engin lækning við henni og eru engin þekkt dæmi af því að sýkt svín lifi veikina af. Pestin er ekki hættuleg mönnum. Stjórnvöld á svæðinu segja enga hættu á því að blóðmengunin geti valdið útbreiðslu sjúkdómsins til annarra dýrategunda og sögðu þau að búið hafi verið að sótthreinsa svínin áður en þeim var slátrað. Þá segja stjórnvöld að gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari mengun.Villisvín skotin á færi Svínin voru aflífuð um helgina og voru hræin skilin eftir inn í nokkrum gámum á grafreiti nærri kóresku landamærunum. Seinkun varð á framleiðslu plasthylkja sem átti að nota til að grafa hræin og varð því ekki af því að grafa þau strax eftir aflífun. ASF fannst nýlega í Suður-Kóreu og talið er að pestin hafi borist til landsins með svínum sem komu yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Fyrsta tilfelli ASF í Norður-Kóreu fannst í maí og réðust yfirvöld í Suður-Kóreu í miklar aðgerðir til að halda pestinni úr landinu, þar á meðal með því að setja upp girðingar við landamærin. Suðurkóreski herinn fékk þar að auki leifi til að aflífa öll villisvín sem sáust fara yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Þrátt fyrir tilraunir til að halda sjúkdómnum úti kom fyrsta tilfelli sjúkdómsins upp í Suður-Kóreu þann 17. september en síðan þá hafa komið upp tólf önnur tilfelli. Í landinu eru um 6.700 svínabýli. Stór hluti Asíu hefur orðið fyrir faraldrinum, þar á meðal Kína, Víetnam og Filippseyjar. Meira en 1,2 milljónir svína hafa verið aflífuð í Kína.
Dýr Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Sjá meira