Novator fjárfesti í Stripe Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. nóvember 2019 07:30 Björgólfur Thor Björgólfsson. Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fjárfesti í bandaríska fjártæknifyrirtækinu Stripe í september. Fyrirtækið var metið á 35 milljarða dollara, jafnvirði um 4.373 milljarða króna í 250 milljóna dollara hlutafjáraukningu sem Novator tók þátt í. Hlutur Novators er trúnaðarmál. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Ragnhildi Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa fjárfestingafélagsins. Stripe hefur um árabil verið þekkt fyrir hugbúnað sem auðveldar viðskipti og greiðslumiðlun á netinu, hvort sem sett er upp áskriftarþjónusta, sölusíða á netinu, hópfjármögnun eða annað af svipuðum toga. Í september hóf Stripe að bjóða kreditkort fyrir fyrirtæki. „Novator telur Stripe frábært dæmi um fyrirtæki, sem nýtir sér nýjustu tækni til að taka yfir ýmsa þætti, sem áður hafa tilheyrt hefðbundinni bankastarfsemi. Greiðslumiðlun fyrirtækisins á netinu lækkar kostnað fyrir neytendur og bæði auðveldar og einfaldar starfsemi fyrirtækja, sem nýta sér hana,“ segir Ragnhildur. Upplýst var í maí að Valitor, dótturfélag Arion banka, hafi aftur samið við Stripe til tveggja ára. Stripe, sem var einn stærsti viðskiptavinur Valitors, hætti viðskiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018. Í eignasafni Novators eru 16 fyrirtæki, samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Markaðurinn upplýsti í haust að félagið hefði fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing sem framleiðir snjallsímaleikinn Avakin Life. Við upphaf árs sagði Markaðurinn frá því að Novator hefði fjárfest í tæknifyrirtækinu Rebag sem rekur verslanir þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar lúxushandtöskur fyrir konur. Á meðal annarra tæknifyrirtækja í eignasafninu má nefna deliveroo, Zwift og Klang. Novator á einnig í fjarskiptafyrirtækjunum Play í Póllandi, Wom í Chile og Nova á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira
Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fjárfesti í bandaríska fjártæknifyrirtækinu Stripe í september. Fyrirtækið var metið á 35 milljarða dollara, jafnvirði um 4.373 milljarða króna í 250 milljóna dollara hlutafjáraukningu sem Novator tók þátt í. Hlutur Novators er trúnaðarmál. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Ragnhildi Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa fjárfestingafélagsins. Stripe hefur um árabil verið þekkt fyrir hugbúnað sem auðveldar viðskipti og greiðslumiðlun á netinu, hvort sem sett er upp áskriftarþjónusta, sölusíða á netinu, hópfjármögnun eða annað af svipuðum toga. Í september hóf Stripe að bjóða kreditkort fyrir fyrirtæki. „Novator telur Stripe frábært dæmi um fyrirtæki, sem nýtir sér nýjustu tækni til að taka yfir ýmsa þætti, sem áður hafa tilheyrt hefðbundinni bankastarfsemi. Greiðslumiðlun fyrirtækisins á netinu lækkar kostnað fyrir neytendur og bæði auðveldar og einfaldar starfsemi fyrirtækja, sem nýta sér hana,“ segir Ragnhildur. Upplýst var í maí að Valitor, dótturfélag Arion banka, hafi aftur samið við Stripe til tveggja ára. Stripe, sem var einn stærsti viðskiptavinur Valitors, hætti viðskiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018. Í eignasafni Novators eru 16 fyrirtæki, samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Markaðurinn upplýsti í haust að félagið hefði fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing sem framleiðir snjallsímaleikinn Avakin Life. Við upphaf árs sagði Markaðurinn frá því að Novator hefði fjárfest í tæknifyrirtækinu Rebag sem rekur verslanir þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar lúxushandtöskur fyrir konur. Á meðal annarra tæknifyrirtækja í eignasafninu má nefna deliveroo, Zwift og Klang. Novator á einnig í fjarskiptafyrirtækjunum Play í Póllandi, Wom í Chile og Nova á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira