Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2019 12:12 Eldflaugum skotið frá Gasa. AP/Hatem Moussa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. Átökin hófust í gærmorgun þegar herinn réð Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad (PIJ), af dögum í loftárás. PIJ eru studd af Íran en embættismenn í Ísrael segja umræddan leiðtoga hafa verið „tifandi tímasprengju“ og hann hafi staðið að baki fjölda árása á Ísrael. Annar leiðtogi samtakanna var felldur í árás í morgun.Leiðtogar PIJ og annarra samtaka á Gassa segja að einungis tíu af þeim sem hafa verið felldir í loftárásum tilheyri samtökunum. Hinir séu almennir borgarar. Her Ísrael segir töluna þó hærri. PIJ sagði í morgun að ekki kæmi til greina að semja um vopnahlé.Ekki verði hægt að ræða um frið fyrr en þeir hafi lokið viðbrögðum sínum vegna árása Ísrael. Embættismenn í Egyptalandi og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru sagðir reyna að miðla á milli Ísrael og PIJ.AP fréttaveitan segir að þó skólum og vinnustöðum hafi verið lokað víða í Ísrael sé útlit fyrir að almenningur styðji aðgerðirnar gegn PIJ. Þrátt fyrir það segja einhverjir innan stjórnarandstöðunnar að aðgerðirnar angi af pólitík. Helstu andstæðingar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, séu að vinna í því að mynda ríkisstjórn í kjölfar kosninga þar í landi þar sem enginn flokkur náði afgerandi forystu.Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem rekið er af Hamas-samtökunum, sagði fyrr í morgun að tala látinna væri komin í 22. Það var þó dregið til baka og lækkað í 21, þar sem einn aðili væri í mjög alvarlegu ástandi en ekki dáinn. Ráðuneytið segir þrjú börn vera meðal hinna látnu. Hamas hefur enn sem komið er ekki tekið þátt í átökunum en forsvarsmenn segja að Ísrael verði refsað fyrir dauða Abu al-Ata. Ísrael Palestína Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. Átökin hófust í gærmorgun þegar herinn réð Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad (PIJ), af dögum í loftárás. PIJ eru studd af Íran en embættismenn í Ísrael segja umræddan leiðtoga hafa verið „tifandi tímasprengju“ og hann hafi staðið að baki fjölda árása á Ísrael. Annar leiðtogi samtakanna var felldur í árás í morgun.Leiðtogar PIJ og annarra samtaka á Gassa segja að einungis tíu af þeim sem hafa verið felldir í loftárásum tilheyri samtökunum. Hinir séu almennir borgarar. Her Ísrael segir töluna þó hærri. PIJ sagði í morgun að ekki kæmi til greina að semja um vopnahlé.Ekki verði hægt að ræða um frið fyrr en þeir hafi lokið viðbrögðum sínum vegna árása Ísrael. Embættismenn í Egyptalandi og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru sagðir reyna að miðla á milli Ísrael og PIJ.AP fréttaveitan segir að þó skólum og vinnustöðum hafi verið lokað víða í Ísrael sé útlit fyrir að almenningur styðji aðgerðirnar gegn PIJ. Þrátt fyrir það segja einhverjir innan stjórnarandstöðunnar að aðgerðirnar angi af pólitík. Helstu andstæðingar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, séu að vinna í því að mynda ríkisstjórn í kjölfar kosninga þar í landi þar sem enginn flokkur náði afgerandi forystu.Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem rekið er af Hamas-samtökunum, sagði fyrr í morgun að tala látinna væri komin í 22. Það var þó dregið til baka og lækkað í 21, þar sem einn aðili væri í mjög alvarlegu ástandi en ekki dáinn. Ráðuneytið segir þrjú börn vera meðal hinna látnu. Hamas hefur enn sem komið er ekki tekið þátt í átökunum en forsvarsmenn segja að Ísrael verði refsað fyrir dauða Abu al-Ata.
Ísrael Palestína Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira