Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Heimir Már Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 13. nóvember 2019 13:31 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. Frá fundi hans var greint í Kveik í gær, þar sem fjallað var um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Fari svo að sjávarútvegsráðherra þurfi að taka ákvarðanir er lúta að því sem fram kom í umfjölluninni segist hann ætla að segja sig frá þeim. Í samtali við fréttastofu undirstrikar Kristján að heimsókn sín á skrifstofurnar hafi verið „fimm mínútna kurteisishjal og meira veit ég ekki um málið. Ég hef ekkert að fela í þeim efnum,“ segir Kristján. Þannig segist hann ekki hafa vitað að um namibíska áhrifamenn hafi verið að ræða. „Svo er það þannig í þessu blessaða lífi stjórnmálamanna að við hittumst og tökum í hendur á fólki af ólíklegasta toga og þetta er eitt af þeim tilvikum í lífinu,“ segir Kristján.Sjá einnig: „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Hann neitar að hafa verið boðaður sérstaklega til fundar þennan dag. Hans fundur hafi verið persónulegs eðlis og hann ekkert vitað af viðskiptunum sem fjallað var um í Kveiki í gær fyrr en í síðustu viku þegar Stundin spurðist fyrir um málið. Hann segir það Samherja að svara fyrir ásakanirnar og minnir á að hann hafi ekki haft afskipti af fyrirtækinu í nítján ár þegar hann hætti í stjórn fyrirtækisins.Niðurstaða nauðsynleg Engu að síður muni hann gera það sem hann hafi boðað, þegar hann tók við embætti sjávarútvegsráðherra árið 2017. Komi upp mál sem tengist Samherja muni hann meta hæfi sitt - „og það er enginn efi í mínum huga að ef einhver ákvörðun kemur inn á borð sjávarútvegsráðherra í þessum efnum þá mun ég ekki taka ákvörðun í því máli heldur segja mig frá því.“ Hann segir samskipti sín við Samherja í dag vera takmörkuð. „Það er nú þannig að ég hef ekki haft nein einustu afskipti af rekstri eða starfsemi Samherja frá því að ég sat þar í stjórn fyrir 19 árum.“ Hann minnir á að mál Samherja er nú komið á borð héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra og telur Kristján Þór mikilvægt að niðurstaða fáist í málið sem fyrst. Komi á daginn að lög hafi verið brotin muni íslenskt regluverk taka á því. Einstaklingsbundnar skoðanir hans eða annarra á innihaldi Kveiksþáttarins skipti litlu máli í þeim efnum. Kristján segir að sér þyki málið „eðlilega sorglegt.“ Þátturinn hafi verið sláandi og óumdeilt að umfjöllunin muni skaða orðspor íslensk sjávarútvegs. „Þetta er staða sem við glímum við og þurfum að greiða úr með einhverjum hætti. Fyrst af öllu er að niðurstaða rannsókna okkar opinberu eftirlitsstofnana beri ávöxt og komist til einhverrar niðurstöðu.“ Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. Frá fundi hans var greint í Kveik í gær, þar sem fjallað var um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Fari svo að sjávarútvegsráðherra þurfi að taka ákvarðanir er lúta að því sem fram kom í umfjölluninni segist hann ætla að segja sig frá þeim. Í samtali við fréttastofu undirstrikar Kristján að heimsókn sín á skrifstofurnar hafi verið „fimm mínútna kurteisishjal og meira veit ég ekki um málið. Ég hef ekkert að fela í þeim efnum,“ segir Kristján. Þannig segist hann ekki hafa vitað að um namibíska áhrifamenn hafi verið að ræða. „Svo er það þannig í þessu blessaða lífi stjórnmálamanna að við hittumst og tökum í hendur á fólki af ólíklegasta toga og þetta er eitt af þeim tilvikum í lífinu,“ segir Kristján.Sjá einnig: „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Hann neitar að hafa verið boðaður sérstaklega til fundar þennan dag. Hans fundur hafi verið persónulegs eðlis og hann ekkert vitað af viðskiptunum sem fjallað var um í Kveiki í gær fyrr en í síðustu viku þegar Stundin spurðist fyrir um málið. Hann segir það Samherja að svara fyrir ásakanirnar og minnir á að hann hafi ekki haft afskipti af fyrirtækinu í nítján ár þegar hann hætti í stjórn fyrirtækisins.Niðurstaða nauðsynleg Engu að síður muni hann gera það sem hann hafi boðað, þegar hann tók við embætti sjávarútvegsráðherra árið 2017. Komi upp mál sem tengist Samherja muni hann meta hæfi sitt - „og það er enginn efi í mínum huga að ef einhver ákvörðun kemur inn á borð sjávarútvegsráðherra í þessum efnum þá mun ég ekki taka ákvörðun í því máli heldur segja mig frá því.“ Hann segir samskipti sín við Samherja í dag vera takmörkuð. „Það er nú þannig að ég hef ekki haft nein einustu afskipti af rekstri eða starfsemi Samherja frá því að ég sat þar í stjórn fyrir 19 árum.“ Hann minnir á að mál Samherja er nú komið á borð héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra og telur Kristján Þór mikilvægt að niðurstaða fáist í málið sem fyrst. Komi á daginn að lög hafi verið brotin muni íslenskt regluverk taka á því. Einstaklingsbundnar skoðanir hans eða annarra á innihaldi Kveiksþáttarins skipti litlu máli í þeim efnum. Kristján segir að sér þyki málið „eðlilega sorglegt.“ Þátturinn hafi verið sláandi og óumdeilt að umfjöllunin muni skaða orðspor íslensk sjávarútvegs. „Þetta er staða sem við glímum við og þurfum að greiða úr með einhverjum hætti. Fyrst af öllu er að niðurstaða rannsókna okkar opinberu eftirlitsstofnana beri ávöxt og komist til einhverrar niðurstöðu.“
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47
Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21