„Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. nóvember 2019 14:45 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. Sérstaklega þurfi að kafa ofan í meintar mútugreiðslur Samherja til namibískra embættismanna að sögn ráðherra, sem hann efast þó um að tíðkist hér á landi. Í samtali við fréttastofu í dag undirstrikaði Sigurður Ingi mikilvægi þess að komið yrði til botns í málefnum Samherja og úr því fengist skorið hvort fyrirtækið hafi farið á svig við lög. Tekur hann þar í sama streng og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sem hafa sagt í dag að það sé hagur allra að rannsókn á framgöngu Samherja í Namibíu skili niðurstöðu sem fyrst. Héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri eru þegar farnir að kanna málið. Gögnin sem kynnt voru í Kveiksþætti gærkvöldsins báru með sér að Samherji hafi greitt namibískum áhrifamönnum hundruð milljóna króna í mútur til að komast yfir kvóta undan ströndum Namibíu. Aðspurður segist Sigurður Ingi efast um að Samherji stundi viðlíka mútugreiðslur á Íslandi, „ég held að það sé nú fjarstæðukennd tilhugsun,“ segir Sigurður.Engin ákvörðun tekin um Samherjastyrk Framsóknarflokkur Sigurðar Inga hefur þegið fjárhagsstuðning frá Samherja í gegnum árin. Aðspurður um hvort Framsókn hafi íhugað að skila styrkjunum frá fyrirtækinu eftir umfjöllun gærdagsins segir Sigurður að það hafi ekki borist í tal. Framsóknarflokkurinn hafi sótt styrki til atvinnulífsins eins og aðrir flokkar - „og í okkar huga hefur svona starfsemi, eins og hún birtist í þessum hætti, aldrei komið fram í okkar hugsunum um þessi fyrirtæki. Við höfum litið á þau með allt öðrum hætti.“ Hann útilokar þó ekki að málið verði kannað nánar, komi á daginn að Samherji hafi brotið lög. Samfylkingin hefur tilkynnt að hún muni skila styrkjum sem flokkurinn hefur fengið frá Samherja frá árinu 2007, sem nema um 1,6 milljónum króna. Upphæðin verði látin renna til Namibíu. Sigurður Ingi segist ekki geta fallist á það að framganga Samherja í Namibíu kasti rýrð á það þróunarstarf sem Íslendingar hafa innt af hendi í landinu. Í því samhengi má nefna uppbyggingu þarlends kvótakerfis, sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hjálpaði við að koma á laggirnar eins og fyrrverandi framkvæmdastjóri stofnunarinnar rakti í samtali við Vísi í gærkvöld. Sigurður segir að þróunarsamvinna Íslands sé viðameiri en svo, nefnir hann Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna máli sínu til stuðnings. Starfsemi skólans hafi veitt stofnunum og samtökum á sviði sjávarútvegs og fiskeldis í þróunarlöndum margvíslega aðstoð og þjónustu. „Hann hefur orðið mjög til góðs í mörgum ríkjum, ég þekki það sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.“ Viðtal Heimis Más Péturssonar við Sigurð Inga má nálgast hér að ofan. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. Sérstaklega þurfi að kafa ofan í meintar mútugreiðslur Samherja til namibískra embættismanna að sögn ráðherra, sem hann efast þó um að tíðkist hér á landi. Í samtali við fréttastofu í dag undirstrikaði Sigurður Ingi mikilvægi þess að komið yrði til botns í málefnum Samherja og úr því fengist skorið hvort fyrirtækið hafi farið á svig við lög. Tekur hann þar í sama streng og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sem hafa sagt í dag að það sé hagur allra að rannsókn á framgöngu Samherja í Namibíu skili niðurstöðu sem fyrst. Héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri eru þegar farnir að kanna málið. Gögnin sem kynnt voru í Kveiksþætti gærkvöldsins báru með sér að Samherji hafi greitt namibískum áhrifamönnum hundruð milljóna króna í mútur til að komast yfir kvóta undan ströndum Namibíu. Aðspurður segist Sigurður Ingi efast um að Samherji stundi viðlíka mútugreiðslur á Íslandi, „ég held að það sé nú fjarstæðukennd tilhugsun,“ segir Sigurður.Engin ákvörðun tekin um Samherjastyrk Framsóknarflokkur Sigurðar Inga hefur þegið fjárhagsstuðning frá Samherja í gegnum árin. Aðspurður um hvort Framsókn hafi íhugað að skila styrkjunum frá fyrirtækinu eftir umfjöllun gærdagsins segir Sigurður að það hafi ekki borist í tal. Framsóknarflokkurinn hafi sótt styrki til atvinnulífsins eins og aðrir flokkar - „og í okkar huga hefur svona starfsemi, eins og hún birtist í þessum hætti, aldrei komið fram í okkar hugsunum um þessi fyrirtæki. Við höfum litið á þau með allt öðrum hætti.“ Hann útilokar þó ekki að málið verði kannað nánar, komi á daginn að Samherji hafi brotið lög. Samfylkingin hefur tilkynnt að hún muni skila styrkjum sem flokkurinn hefur fengið frá Samherja frá árinu 2007, sem nema um 1,6 milljónum króna. Upphæðin verði látin renna til Namibíu. Sigurður Ingi segist ekki geta fallist á það að framganga Samherja í Namibíu kasti rýrð á það þróunarstarf sem Íslendingar hafa innt af hendi í landinu. Í því samhengi má nefna uppbyggingu þarlends kvótakerfis, sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hjálpaði við að koma á laggirnar eins og fyrrverandi framkvæmdastjóri stofnunarinnar rakti í samtali við Vísi í gærkvöld. Sigurður segir að þróunarsamvinna Íslands sé viðameiri en svo, nefnir hann Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna máli sínu til stuðnings. Starfsemi skólans hafi veitt stofnunum og samtökum á sviði sjávarútvegs og fiskeldis í þróunarlöndum margvíslega aðstoð og þjónustu. „Hann hefur orðið mjög til góðs í mörgum ríkjum, ég þekki það sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.“ Viðtal Heimis Más Péturssonar við Sigurð Inga má nálgast hér að ofan.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31
Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21