Ráðgjafagreiðslur og aflandsfélög: Samherjamálið útskýrt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. nóvember 2019 21:00 Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands, Samherji, er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku kom skjölum til Wikileaks og sagði frá aðferðum sínum og Samherja í Kveiki á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi.Horft til suðurs Eftir að Afríkuútgerð Samherja fékk ekki sjófrystikvóta í Marokkó árið 2010 fékk þáverandi framkvæmdastjóri Afríkustarfseminnar það á sitt borð að leita að hrossamakrílskvóta sunnar í álfunni. Samherjamenn virðast hafa dottið í lukkupottinn undir lok ársins 2011 þegar þeir hittu Tamson Hatuikulipi, tengdason sjávarútvegsráðherra Namibíu. Samið var við manninn um að hann myndi aðstoða við að útvega félaginu kvóta í landinu. Bernhardt Esau, sem þangað til í dag var sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja á fundi árið 2015.Mynd/WikiLeaksSamherji komst einnig í samband við James Hatuikulipi, stjórnanda fjármálafyrirtækis, og Sacky Shanghala, liðsmann stærsta flokks Namibíu. Þeir, auk Tamsons, eru nefndir hákarlarnir og sagðir afar mikilvægir þættir í því að komast yfir aflaheimildir í landinu. Umfjallanir Kveiks, Stundarinnar og hin svokölluðu Fishrot-skjöl sem WikiLeaks birti fjalla meðal annars um að heimamenn hafi verið fengnir inn í starfsemina og var meirihluti í félaginu skráður á félag í eigu Namibíumanns. Ólögleg úthlutun kvóta Tengslin við hákarlana, falskt eignarhald heimamanna og mútugreiðslur til meðal annars sjávarútvegsráðherra, ríkisstjórnarflokksins og hákarlanna eru svo sagðar hafa leitt til þess að James Hatuikulipi, fyrrnefndur hákarl og náfrændi tengdasonar sjávarútvegsráðherra, var gerður að stjórnarformanni ríkisfyrirtækisins Fishcor. Það fyrirtæki sér meðal annars um að úhtluta kvóta í landinu. Þessi úthlutun reyndist ólögleg en samkvæmt því sem kemur fram í minnisblaði uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar, áður verkefnastjóra Samherja í Namibíu, var þeim breitt af kröfu hákarlanna og dótturfélags Samherja. Félagið fékk kvótann sinn að lokum í gegnum Fishcor á um helming markaðsvirðis. En sögunni er hvergi nærri lokið. Fyrir tilstuðlan hákarlsins Sanghala beitti Samherji sér fyrir, og fékk, milliríkjasamning á milli Namibíu og Angóla sem færði Afríkuútgerðinni enn meiri kvóta eftir meintar mútugreiðslur.Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Hér er skálað en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er lengst til hægri á myndinni.Mynd/WikiLeaksMútur eða ráðgjafagreiðslur Hinar meintu mútugreiðslur til namibískra áhrifamanna eru þó einungis einn angi sögunnar sem birtist í skjölum WikiLeaks og umfjöllunum unnum upp úr þeim og tengdum gögnum. Uppljóstrarinn Jóhannes sagði við RÚV að leiða hafi verið leitað til þess að komast hjá því að greiða skatta í Namibíu. Eyríkið Kýpur spilar lykilrullu í þessu samhengi. Þar eru eignir geymdar í tíu félögum Samherja. Þaðan eru skipin leigð og aflinn seldur. Samherji á eignir sínar í Namibíu í gegnum máritískt félag sem er svo aftur í eigu félaga á Kýpur. Með máritíska félaginu er hægt að koma hagnaði frá Namibíu og þannig sleppa við skatt. Bankaviðskiptin fóru hins vegar í gegnum norska ríkisbankan DNB. Frá Noregi millifærði Samherji svo á reikninga Namibíumanna í Dúbaí. Þær greiðslur kallaði Samherji ráðgjafagreiðslur en uppljóstrarinn Jóhannes mútur. Samherjaskjölin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands, Samherji, er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku kom skjölum til Wikileaks og sagði frá aðferðum sínum og Samherja í Kveiki á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi.Horft til suðurs Eftir að Afríkuútgerð Samherja fékk ekki sjófrystikvóta í Marokkó árið 2010 fékk þáverandi framkvæmdastjóri Afríkustarfseminnar það á sitt borð að leita að hrossamakrílskvóta sunnar í álfunni. Samherjamenn virðast hafa dottið í lukkupottinn undir lok ársins 2011 þegar þeir hittu Tamson Hatuikulipi, tengdason sjávarútvegsráðherra Namibíu. Samið var við manninn um að hann myndi aðstoða við að útvega félaginu kvóta í landinu. Bernhardt Esau, sem þangað til í dag var sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja á fundi árið 2015.Mynd/WikiLeaksSamherji komst einnig í samband við James Hatuikulipi, stjórnanda fjármálafyrirtækis, og Sacky Shanghala, liðsmann stærsta flokks Namibíu. Þeir, auk Tamsons, eru nefndir hákarlarnir og sagðir afar mikilvægir þættir í því að komast yfir aflaheimildir í landinu. Umfjallanir Kveiks, Stundarinnar og hin svokölluðu Fishrot-skjöl sem WikiLeaks birti fjalla meðal annars um að heimamenn hafi verið fengnir inn í starfsemina og var meirihluti í félaginu skráður á félag í eigu Namibíumanns. Ólögleg úthlutun kvóta Tengslin við hákarlana, falskt eignarhald heimamanna og mútugreiðslur til meðal annars sjávarútvegsráðherra, ríkisstjórnarflokksins og hákarlanna eru svo sagðar hafa leitt til þess að James Hatuikulipi, fyrrnefndur hákarl og náfrændi tengdasonar sjávarútvegsráðherra, var gerður að stjórnarformanni ríkisfyrirtækisins Fishcor. Það fyrirtæki sér meðal annars um að úhtluta kvóta í landinu. Þessi úthlutun reyndist ólögleg en samkvæmt því sem kemur fram í minnisblaði uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar, áður verkefnastjóra Samherja í Namibíu, var þeim breitt af kröfu hákarlanna og dótturfélags Samherja. Félagið fékk kvótann sinn að lokum í gegnum Fishcor á um helming markaðsvirðis. En sögunni er hvergi nærri lokið. Fyrir tilstuðlan hákarlsins Sanghala beitti Samherji sér fyrir, og fékk, milliríkjasamning á milli Namibíu og Angóla sem færði Afríkuútgerðinni enn meiri kvóta eftir meintar mútugreiðslur.Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Hér er skálað en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er lengst til hægri á myndinni.Mynd/WikiLeaksMútur eða ráðgjafagreiðslur Hinar meintu mútugreiðslur til namibískra áhrifamanna eru þó einungis einn angi sögunnar sem birtist í skjölum WikiLeaks og umfjöllunum unnum upp úr þeim og tengdum gögnum. Uppljóstrarinn Jóhannes sagði við RÚV að leiða hafi verið leitað til þess að komast hjá því að greiða skatta í Namibíu. Eyríkið Kýpur spilar lykilrullu í þessu samhengi. Þar eru eignir geymdar í tíu félögum Samherja. Þaðan eru skipin leigð og aflinn seldur. Samherji á eignir sínar í Namibíu í gegnum máritískt félag sem er svo aftur í eigu félaga á Kýpur. Með máritíska félaginu er hægt að koma hagnaði frá Namibíu og þannig sleppa við skatt. Bankaviðskiptin fóru hins vegar í gegnum norska ríkisbankan DNB. Frá Noregi millifærði Samherji svo á reikninga Namibíumanna í Dúbaí. Þær greiðslur kallaði Samherji ráðgjafagreiðslur en uppljóstrarinn Jóhannes mútur.
Samherjaskjölin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent