Íslensku strákarnir þurfa að gera það tvisvar sem hefur aldrei gerst áður Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar 14. nóvember 2019 11:30 Ragnar Sigurðsson er eini leikmaður íslenska liðsins í dag sem hefur skorað í keppnisleik í nóvember. Getty/Stuart Franklin Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið mótsleik í nóvember en þarf að vinna tvo slíka á næstu dögum ætli liðið sér að komast áfram á EM upp úr H-riðli undankeppni EM 2020. Aðeins sigrar á Tyrklandi og Moldóvu duga íslensku strákunum en að auki þurfa þeir að treysta á það að Tyrkir misstígi sig á móti Andorra. Íslensku landsliðsmennirnir þurfa nú að endurskrifa sögu landsliðsins og gera það tvisvar sem hefur aldrei gerst áður. Íslenska landsliðið hefur alls leikið ellefu keppnisleiki í næstsíðasta mánuði ársins og níu þeirra hafa tapast. Leikirnir sem Ísland hefur fengið eitthvað út úr voru tveir jafnteflisleikir, annar á móti Írlandi árið 1996 og hinn var fyrri umspilsleikurinn á móti Króatíu en það er líka eini heimaleikur Íslands í nóvember. Ísland hefur tapað fjórum síðustu keppnisleikjum sínum í nóvember en sá síðasti var 2-0 tap á móti Belgíu fyrir rétt tæpu ári síðan. Aðeins þrír leikmenn hafa skorað fyrir Ísland í keppnisleik í nóvember en þeir eru Pétur Pétursson á móti Wales árið 1984, Eyjólfur Sverrisson á móti Frökkum árið 1991 og Ragnar Sigurðsson á móti Tékkum árið 2014. Markatalan er 17 mörk í mínus eða 3-20.Keppnisleikir Íslands í nóvembermánuði 2-1 tap fyrir Wales 1984 (Undk. HM 1986) 3-1 tap fyrir Frakklandi 1991 (Undk. EM 1992) 1-0 tap fyrir Sviss 1994 (Undk. EM 1996)' 1-0 tap fyrir Ungverjalandi 1995 (Undk. EM 1996) 0-0 jafntefli við Írland 1996 (Undk. HM 1998) 3-0 tap fyrir Danmörku 2007 (Undnk. EM 2008) 0-0 jafntefli við Króatíu 2013 (Umspil HM 2014) 2-0 tap fyrir Króatíu 2013 (Umspil HM 2014) 2-1 tap fyrir Tékklandi 2014 (Undk. EM 2016) 2-0 tap fyrir Króatíu 2016 (Undk. HM 2018) 2-0 tap fyrir Belgíu 2018 (Þjóðadeildin 2018-19)Samtals: 0 sigrar, 2 jafntefli og 9 töp í 11 leikjum Markatala: -17 (3-20) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið mótsleik í nóvember en þarf að vinna tvo slíka á næstu dögum ætli liðið sér að komast áfram á EM upp úr H-riðli undankeppni EM 2020. Aðeins sigrar á Tyrklandi og Moldóvu duga íslensku strákunum en að auki þurfa þeir að treysta á það að Tyrkir misstígi sig á móti Andorra. Íslensku landsliðsmennirnir þurfa nú að endurskrifa sögu landsliðsins og gera það tvisvar sem hefur aldrei gerst áður. Íslenska landsliðið hefur alls leikið ellefu keppnisleiki í næstsíðasta mánuði ársins og níu þeirra hafa tapast. Leikirnir sem Ísland hefur fengið eitthvað út úr voru tveir jafnteflisleikir, annar á móti Írlandi árið 1996 og hinn var fyrri umspilsleikurinn á móti Króatíu en það er líka eini heimaleikur Íslands í nóvember. Ísland hefur tapað fjórum síðustu keppnisleikjum sínum í nóvember en sá síðasti var 2-0 tap á móti Belgíu fyrir rétt tæpu ári síðan. Aðeins þrír leikmenn hafa skorað fyrir Ísland í keppnisleik í nóvember en þeir eru Pétur Pétursson á móti Wales árið 1984, Eyjólfur Sverrisson á móti Frökkum árið 1991 og Ragnar Sigurðsson á móti Tékkum árið 2014. Markatalan er 17 mörk í mínus eða 3-20.Keppnisleikir Íslands í nóvembermánuði 2-1 tap fyrir Wales 1984 (Undk. HM 1986) 3-1 tap fyrir Frakklandi 1991 (Undk. EM 1992) 1-0 tap fyrir Sviss 1994 (Undk. EM 1996)' 1-0 tap fyrir Ungverjalandi 1995 (Undk. EM 1996) 0-0 jafntefli við Írland 1996 (Undk. HM 1998) 3-0 tap fyrir Danmörku 2007 (Undnk. EM 2008) 0-0 jafntefli við Króatíu 2013 (Umspil HM 2014) 2-0 tap fyrir Króatíu 2013 (Umspil HM 2014) 2-1 tap fyrir Tékklandi 2014 (Undk. EM 2016) 2-0 tap fyrir Króatíu 2016 (Undk. HM 2018) 2-0 tap fyrir Belgíu 2018 (Þjóðadeildin 2018-19)Samtals: 0 sigrar, 2 jafntefli og 9 töp í 11 leikjum Markatala: -17 (3-20)
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira