Lýsa yfir neyðarástandi vegna flóðanna í Feneyjum Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2019 14:07 Ferðakona fleytir ferðatöskunni sinni á Markúsartorgi í Feneyjum á miðvikudag. Torgið er einn lægsti punktur borgarinnar og því hafa flóðin verið sérstaklega slæm þar. AP/Luca Bruno Ítölsk stjórnvöld eru sögð ætla að lýsa yfir neyðarástandi í Feneyjum vegna flóðanna þar. Meira en 80% borgarinnar fer nú undir vatn á háflóði og fjöldi íbúa án rafmagns vegna þess. Borgarstjórinn hefur kennt loftslagsbreytingum af völdum manna um háa sjávarstöðu og óttast varanlegar skemmdir á borginni sögufrægu. Vatnshæðin hefur náð 1.87 metrum í Feneyjum undanfarna daga og flætt hefur inn í Markúsarkirkju. Áfram er varað við mikilli vatnshæð en hún á þó ekki að verða meiri en 1.30 metrar yfir sjávarmáli, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Guiseppe Conte, forsætisráðherra, segir flóðin mikið áfall og að ríkisstjórnin ætli að grípa snögglega til aðgerða til að leggja fram fé og efni til að borða menningarminjum sem borgin er þekkt fyrir. „Það tekur á að sjá borgina svo skemmda og menningararfleið hennar í hættu,“ segir Conte sem er sagður ætla að lýsa yfir neyðarástandi í dag. Luigi Brugnaro, borgarstjóri Feneyja, segir að Markúsarkirkjan hafi orðið fyrir alvarlegum skemmdum. Hún er á einum lægsta punkti borgarinnar og hafa flóðin valdið sérstaklega miklum usla þar. Grafhýsi undir kirkjunni fylltist alveg af vatni og óttast er að súlur í kirkjunni hafi orðið fyrir skemmdum. Borgin stendur á fleiri en hundrað eyjum í lóni við norðausturströnd Ítalíu og þar verða reglulega flóð. Flóðin nú eru þó ein þau mestu frá því að skipulagðar mælingar hófust. Vatnshæðin hefur aðeins einu sinni mælst hærri, árið 1966 þegar hún náði 1.94 metrum. Flóðin nú eru rakin til mikils stórstreymis og veðuraðstæðna á Adríahafi. Brugnaro hefur sagt loftslagsbreytingar af völdum manna leika hlutverk í flóðunum. Með hlýnandi loftslagi og bráðnun jökla hefur sjávarstaða á jörðinni hækkað. Ítalía Loftslagsmál Tengdar fréttir Allt á floti í Feneyjum Á myndum sést hvernig sjór þekur Markúsartorg og íbúar og ferðamenn þurfa að vaða til að komast á milli staða. 13. nóvember 2019 08:49 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent B sé ekki best Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld eru sögð ætla að lýsa yfir neyðarástandi í Feneyjum vegna flóðanna þar. Meira en 80% borgarinnar fer nú undir vatn á háflóði og fjöldi íbúa án rafmagns vegna þess. Borgarstjórinn hefur kennt loftslagsbreytingum af völdum manna um háa sjávarstöðu og óttast varanlegar skemmdir á borginni sögufrægu. Vatnshæðin hefur náð 1.87 metrum í Feneyjum undanfarna daga og flætt hefur inn í Markúsarkirkju. Áfram er varað við mikilli vatnshæð en hún á þó ekki að verða meiri en 1.30 metrar yfir sjávarmáli, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Guiseppe Conte, forsætisráðherra, segir flóðin mikið áfall og að ríkisstjórnin ætli að grípa snögglega til aðgerða til að leggja fram fé og efni til að borða menningarminjum sem borgin er þekkt fyrir. „Það tekur á að sjá borgina svo skemmda og menningararfleið hennar í hættu,“ segir Conte sem er sagður ætla að lýsa yfir neyðarástandi í dag. Luigi Brugnaro, borgarstjóri Feneyja, segir að Markúsarkirkjan hafi orðið fyrir alvarlegum skemmdum. Hún er á einum lægsta punkti borgarinnar og hafa flóðin valdið sérstaklega miklum usla þar. Grafhýsi undir kirkjunni fylltist alveg af vatni og óttast er að súlur í kirkjunni hafi orðið fyrir skemmdum. Borgin stendur á fleiri en hundrað eyjum í lóni við norðausturströnd Ítalíu og þar verða reglulega flóð. Flóðin nú eru þó ein þau mestu frá því að skipulagðar mælingar hófust. Vatnshæðin hefur aðeins einu sinni mælst hærri, árið 1966 þegar hún náði 1.94 metrum. Flóðin nú eru rakin til mikils stórstreymis og veðuraðstæðna á Adríahafi. Brugnaro hefur sagt loftslagsbreytingar af völdum manna leika hlutverk í flóðunum. Með hlýnandi loftslagi og bráðnun jökla hefur sjávarstaða á jörðinni hækkað.
Ítalía Loftslagsmál Tengdar fréttir Allt á floti í Feneyjum Á myndum sést hvernig sjór þekur Markúsartorg og íbúar og ferðamenn þurfa að vaða til að komast á milli staða. 13. nóvember 2019 08:49 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent B sé ekki best Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Allt á floti í Feneyjum Á myndum sést hvernig sjór þekur Markúsartorg og íbúar og ferðamenn þurfa að vaða til að komast á milli staða. 13. nóvember 2019 08:49