Mótmælt um allt Íran eftir að eldsneytisverð hækkaði um 50 prósent Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 12:14 Olíuverð var hækkað um 50 prósent í gær af írönsku ríkisstjórninni. AP/Vahid Salemi Mótmæli hafa brotist út víða í Íran eftir að ríkisstjórnin þar í landi lýsti því yfir að eldsneyti yrði skammtað og að verð þess yrði hækkað. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins sem hefur fregnirnar eftir ríkismiðli Íran. Verð hækkaði um 50% á föstudag en yfirvöld drógu verulega úr niðurgreiðslu eldsneytis til að bregðast við áhrifum viðskiptaþvingana Bandaríkjanna sem hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hagkerfi Íran. Bandaríkin hafa lagt miklar viðskiptaþvinganir á útflutning íranskrar olíu í kjölfar þess að Bandaríkin drógu sig einhliða úr kjarnorkusamningi ríkjanna tveggja og fleiri stórvelda árið 2018. Ríkisútvarp Íran, IRNA, greindi frá „alvarlegum“ mótmælum í Sirjan borg, í miðju Íran, á föstudagskvöld en þar réðust mótmælendur að olíugeymslu og reyndu að kveikja í.Mikið öngþveiti myndaðist þegar ökumenn yfirgáfu bíla sína í mótmælaaðgerðum í Mashhad í Íran.AP/Vahid SalemiIRNA hafði það eftir ríkisstjóra Sirjan að einn hafi látist og nokkrir til viðbótar hafi særst. Mótmæli brutust einnig út í fleiri borgum, þar á meðal Mashhad, Birjand, Ahvaz, Gachsaran, Abadan, Khomarmshahr, Mahshahr, Shiraz og Bandar Abbas. Í Mashhad, sem er önnur stærsta borg Íran, hindruðu tugir mótmælenda umferð með því að yfirgefa bíla sína og sköpuðu þeir umferðaröngþveiti. Myndbönd voru birt á netinu þar sem ökumenn sáust stöðva umferðina á Imam Ali hraðbrautinni og kyrja slagorð þar sem þeir hvöttu lögregluna að ganga til liðs við sig. Samkvæmt nýju kaupreglunum hefur hver ökumaður leyfi til að kaupa 60 lítra af eldsneyti á mánuði og kostar hver lítri 15,92 íslenskar krónur. Hver lítri umfram það kostar 31,84 krónur. Áður fengu ökumenn að kaupa allt að 250 lítra á mánuði og kostaði lítrinn þá 10,6 krónur. Ríkisstjórnin segir að það sem gjaldahækkunin muni skila í ríkissjóð veðri notað til að styrkja fátækar fjölskyldur. Mohammad Baqer Nobakht, yfirmaður fjárútlátsstofnunar Íran, sagði að frá og með þessum mánuði muni 18 milljón fjölskyldur fá fjárstyrki, sem fjármagnaðir verða með hækkuðu olíuverði. Bensín og olía Íran Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Olíuverð hækkar í kjölfar árása Búast má við meiri hækkun á komandi dögum. 15. september 2019 23:41 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Mótmæli hafa brotist út víða í Íran eftir að ríkisstjórnin þar í landi lýsti því yfir að eldsneyti yrði skammtað og að verð þess yrði hækkað. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins sem hefur fregnirnar eftir ríkismiðli Íran. Verð hækkaði um 50% á föstudag en yfirvöld drógu verulega úr niðurgreiðslu eldsneytis til að bregðast við áhrifum viðskiptaþvingana Bandaríkjanna sem hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hagkerfi Íran. Bandaríkin hafa lagt miklar viðskiptaþvinganir á útflutning íranskrar olíu í kjölfar þess að Bandaríkin drógu sig einhliða úr kjarnorkusamningi ríkjanna tveggja og fleiri stórvelda árið 2018. Ríkisútvarp Íran, IRNA, greindi frá „alvarlegum“ mótmælum í Sirjan borg, í miðju Íran, á föstudagskvöld en þar réðust mótmælendur að olíugeymslu og reyndu að kveikja í.Mikið öngþveiti myndaðist þegar ökumenn yfirgáfu bíla sína í mótmælaaðgerðum í Mashhad í Íran.AP/Vahid SalemiIRNA hafði það eftir ríkisstjóra Sirjan að einn hafi látist og nokkrir til viðbótar hafi særst. Mótmæli brutust einnig út í fleiri borgum, þar á meðal Mashhad, Birjand, Ahvaz, Gachsaran, Abadan, Khomarmshahr, Mahshahr, Shiraz og Bandar Abbas. Í Mashhad, sem er önnur stærsta borg Íran, hindruðu tugir mótmælenda umferð með því að yfirgefa bíla sína og sköpuðu þeir umferðaröngþveiti. Myndbönd voru birt á netinu þar sem ökumenn sáust stöðva umferðina á Imam Ali hraðbrautinni og kyrja slagorð þar sem þeir hvöttu lögregluna að ganga til liðs við sig. Samkvæmt nýju kaupreglunum hefur hver ökumaður leyfi til að kaupa 60 lítra af eldsneyti á mánuði og kostar hver lítri 15,92 íslenskar krónur. Hver lítri umfram það kostar 31,84 krónur. Áður fengu ökumenn að kaupa allt að 250 lítra á mánuði og kostaði lítrinn þá 10,6 krónur. Ríkisstjórnin segir að það sem gjaldahækkunin muni skila í ríkissjóð veðri notað til að styrkja fátækar fjölskyldur. Mohammad Baqer Nobakht, yfirmaður fjárútlátsstofnunar Íran, sagði að frá og með þessum mánuði muni 18 milljón fjölskyldur fá fjárstyrki, sem fjármagnaðir verða með hækkuðu olíuverði.
Bensín og olía Íran Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Olíuverð hækkar í kjölfar árása Búast má við meiri hækkun á komandi dögum. 15. september 2019 23:41 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50
Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13