Kristján Þór boðaður á fund atvinnuveganefndar vegna Samherjaskjalanna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2019 10:36 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm „Samherjamálið er af þeim skala og af því umfangi að íslensk stjórnmál geta ekki setið hjá aðgerðalaus.,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður atvinnuveganefndar Alþingis. Í færslu sem Rósa Björk birti á Facebook skrifar hún að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafi verið boðaður á fund atvinnuveganefndarinnar vegna Samherjaskjalanna. „Á málinu eru margar hliðar en grunnkjarninn í því er samt nýting á auðlind okkar allra og útdeiling á arðinum á þeirri nýtingu. Samsöfnun auðs á fárra manna hendur, í stað þess að meiri arður af nýtingunni renni í sameiginlega sjóði okkar allra er stefið í margra ára deilum íslensks samfélags um fiskveiðistjórnunarkerfið.“Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.Vísir/EgillBrýnt að ræða áhrifin Rósa Björk segir að áhrif Samherjamálsins að fullu leyti eigi eftir að koma í ljós. „Þar undir er skattkerfi okkar og eftirlit með því, samþjöppun í sjávarútvegi, alþjóðasamvinna sem snýst ekki bara um heilindi í þróunarsamvinnu og eftirfylgni með henni, heldur líka að standa við alþjóðlega samninga um aðgerðir gegn peningaþvætti og spillingu, náin tengsl stjórnmálanna og sjávarútvegsfyrirtækja. Stjórnarskrárbreytingar sem beðið hefur verið eftir í alltof langan tíma. Orðspor okkar á erlendri grundu. Og fleira - eins ótrúlegt það kann að hljóma.“ Hún segir því mikilvægt að að ræða Samherjaskjölin sem fyrst við ráðherrann. „Ég hef óskað eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mæti sem fyrst á fund atvinnuveganefndar til að fara yfir áhrif Samherjamálsins. Til að ræða áhrif á stöðu stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins (sem er eitt umfangsmesta sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu) afleiðingar málsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild. Hvort ráðuneytið hafi gripið til einhverra aðgerða vegna málsins og ef svo er, til hvaða aðgerða þá. Hér er um að ræða mál sem er af þeirri stærðargráðu að það er afar brýnt að sjávarútvegsráðherra ræði sem allra fyrst við þingmenn í atvinnuveganefnd.“ Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Bjarni segir ekkert benda til sektar Kristjáns Bjarni Benediktsson sér ekkert í gögnum Kveiks sem bendlar Kristján Þór Júlíusson við ólöglega starfsemi. 13. nóvember 2019 16:56 „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Samherjamálið er af þeim skala og af því umfangi að íslensk stjórnmál geta ekki setið hjá aðgerðalaus.,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður atvinnuveganefndar Alþingis. Í færslu sem Rósa Björk birti á Facebook skrifar hún að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafi verið boðaður á fund atvinnuveganefndarinnar vegna Samherjaskjalanna. „Á málinu eru margar hliðar en grunnkjarninn í því er samt nýting á auðlind okkar allra og útdeiling á arðinum á þeirri nýtingu. Samsöfnun auðs á fárra manna hendur, í stað þess að meiri arður af nýtingunni renni í sameiginlega sjóði okkar allra er stefið í margra ára deilum íslensks samfélags um fiskveiðistjórnunarkerfið.“Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.Vísir/EgillBrýnt að ræða áhrifin Rósa Björk segir að áhrif Samherjamálsins að fullu leyti eigi eftir að koma í ljós. „Þar undir er skattkerfi okkar og eftirlit með því, samþjöppun í sjávarútvegi, alþjóðasamvinna sem snýst ekki bara um heilindi í þróunarsamvinnu og eftirfylgni með henni, heldur líka að standa við alþjóðlega samninga um aðgerðir gegn peningaþvætti og spillingu, náin tengsl stjórnmálanna og sjávarútvegsfyrirtækja. Stjórnarskrárbreytingar sem beðið hefur verið eftir í alltof langan tíma. Orðspor okkar á erlendri grundu. Og fleira - eins ótrúlegt það kann að hljóma.“ Hún segir því mikilvægt að að ræða Samherjaskjölin sem fyrst við ráðherrann. „Ég hef óskað eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mæti sem fyrst á fund atvinnuveganefndar til að fara yfir áhrif Samherjamálsins. Til að ræða áhrif á stöðu stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins (sem er eitt umfangsmesta sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu) afleiðingar málsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild. Hvort ráðuneytið hafi gripið til einhverra aðgerða vegna málsins og ef svo er, til hvaða aðgerða þá. Hér er um að ræða mál sem er af þeirri stærðargráðu að það er afar brýnt að sjávarútvegsráðherra ræði sem allra fyrst við þingmenn í atvinnuveganefnd.“
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Bjarni segir ekkert benda til sektar Kristjáns Bjarni Benediktsson sér ekkert í gögnum Kveiks sem bendlar Kristján Þór Júlíusson við ólöglega starfsemi. 13. nóvember 2019 16:56 „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Bjarni segir ekkert benda til sektar Kristjáns Bjarni Benediktsson sér ekkert í gögnum Kveiks sem bendlar Kristján Þór Júlíusson við ólöglega starfsemi. 13. nóvember 2019 16:56
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31