Gervigreind mun gerbreyta atvinnulífinu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 6. nóvember 2019 08:30 Guðmundur segir að gervigreind geri fyrirtæki betri. Fréttablaðið/Ernir Gervigreind mun hafa gríðarlegar breytingar á atvinnulífinu í för með sér. Þetta segir Guðmundur Hafsteinsson, sem gegndi formennsku í stýrihópi um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og var yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant. „Í gervigreind felst tækifæri til að skapa betri fyrirtæki og bjóða betri þjónustu,“ segir hann. Fæst fyrirtæki í heiminum hafa enn fundið fyrir áhrifum af gervigreind, að mati Guðmundar. Aðspurður um stöðu íslenskra fyrirtækja til að keppa við erlend fyrirtæki þegar kemur að innleiðingu á gervigreind segist hann telja að nær öll fyrirtæki í heiminum séu illa í stakk búin til að innleiða gervigreind. Hann mun flytja erindi á Alþjóðadegi viðskiptalífsins á mánudaginn sem millilandaráðin standa að. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hvernig verður fyrirtækið þitt árið 2030? Guðmundur bendir á að endrum og eins og spretti fram ný tækni sem gerbylti öllu. Þekkt dæmi séu prent- og gufuvélin. Gervigreind geri það að verkum að tölvur geti lært í stað þess að fylgja eingöngu fyrirmælum. „Þetta er ofureinföldun,“ segir Guðmundur. „Gervigreind opnar möguleika sem stóðu ekki til boða fyrir fimm árum,“ segir hann og nefnir að gervigreind geti greint gögn sem ekki er búið að hólfa niður með sama hætti og núverandi tækni vinni með. Að hans sögn verða þeir stjórnendur sem vilja reyna að mynda sér skoðun á hvað muni gerast á næstu tíu árum að skilja breytinguna sem gervigreind muni hafa í för með sér. Stjórnendur verði að skilja hvaða áhrif gervigreind muni hafa á rekstur fyrirtækja þeirra, hvar hún muni hafa áhrif og hvar ekki. Að öðrum kosti muni þeir „fljúga blint inn í framtíðina“. Hættan sé sú að keppinautur muni skilja breytinguna og það skapi samkeppnisforskot. Guðmundur segir mikilvægt að skilja hvaða áhrif tæknibreytingar muni hafa á framtíðina. Það megi ekki horfa einvörðungu til þess sem sé mögulegt núna. Fyrir rúmlega áratug hafi verið gefin út bók um áhrif tæknivæðingar. Í bókinni hafi verið fullyrt að atvinnubílstjórar þyrftu ekki að óttast tæknibreytingar enda væri of flókið fyrir tölvur að aka bílum. „Fjórum árum eftir að bókin kom út leit fyrsti sjálfakandi bíllinn dagsins ljós,“ segir hann. Guðmundur tekur sem dæmi hvaða áhrif gervigreind geti haft á rekstur verslana. Skynjarar muni geta greint hve mikið sé af tiltekinni vöru í hillu, gervigreindin muni geta vitað þegar viðskiptavinir ganga um verslunina, hvert þeir ganga og hvort uppröðun í versluninni sé skynsamleg eða hvort hægt sé að gera betur á því sviði. Annað sem gervigreindin mun hjálpa við í verslunarrekstri er að ganga frá greiðslu án þess að viðskiptavinir þurfi að standa við búðarkassa. Guðmundur nefnir að viðskiptavinir matvöruverslunar gangi um verslunina og raði vörum í körfu. Að því loknu bíði þeir í röð við búðarkassa og þegar komið er að þeim taki þeir vörur úr körfunni og leggi á borð. Loks þurfi þeir að raða vörunum í poka. „Eftir ekki svo langan tíma munum við hlæja að þessu,“ segir hann. Blaðamaður nefnir að netverslunin Amazon hafi opnað matvöruverslanir þar sem meðal annars er sjálfvirkt afgreiðslukerfi. „Þeir og fleiri eru að vinna að þessu,“ segir Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Vinnumarkaður Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Gervigreind mun hafa gríðarlegar breytingar á atvinnulífinu í för með sér. Þetta segir Guðmundur Hafsteinsson, sem gegndi formennsku í stýrihópi um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og var yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant. „Í gervigreind felst tækifæri til að skapa betri fyrirtæki og bjóða betri þjónustu,“ segir hann. Fæst fyrirtæki í heiminum hafa enn fundið fyrir áhrifum af gervigreind, að mati Guðmundar. Aðspurður um stöðu íslenskra fyrirtækja til að keppa við erlend fyrirtæki þegar kemur að innleiðingu á gervigreind segist hann telja að nær öll fyrirtæki í heiminum séu illa í stakk búin til að innleiða gervigreind. Hann mun flytja erindi á Alþjóðadegi viðskiptalífsins á mánudaginn sem millilandaráðin standa að. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hvernig verður fyrirtækið þitt árið 2030? Guðmundur bendir á að endrum og eins og spretti fram ný tækni sem gerbylti öllu. Þekkt dæmi séu prent- og gufuvélin. Gervigreind geri það að verkum að tölvur geti lært í stað þess að fylgja eingöngu fyrirmælum. „Þetta er ofureinföldun,“ segir Guðmundur. „Gervigreind opnar möguleika sem stóðu ekki til boða fyrir fimm árum,“ segir hann og nefnir að gervigreind geti greint gögn sem ekki er búið að hólfa niður með sama hætti og núverandi tækni vinni með. Að hans sögn verða þeir stjórnendur sem vilja reyna að mynda sér skoðun á hvað muni gerast á næstu tíu árum að skilja breytinguna sem gervigreind muni hafa í för með sér. Stjórnendur verði að skilja hvaða áhrif gervigreind muni hafa á rekstur fyrirtækja þeirra, hvar hún muni hafa áhrif og hvar ekki. Að öðrum kosti muni þeir „fljúga blint inn í framtíðina“. Hættan sé sú að keppinautur muni skilja breytinguna og það skapi samkeppnisforskot. Guðmundur segir mikilvægt að skilja hvaða áhrif tæknibreytingar muni hafa á framtíðina. Það megi ekki horfa einvörðungu til þess sem sé mögulegt núna. Fyrir rúmlega áratug hafi verið gefin út bók um áhrif tæknivæðingar. Í bókinni hafi verið fullyrt að atvinnubílstjórar þyrftu ekki að óttast tæknibreytingar enda væri of flókið fyrir tölvur að aka bílum. „Fjórum árum eftir að bókin kom út leit fyrsti sjálfakandi bíllinn dagsins ljós,“ segir hann. Guðmundur tekur sem dæmi hvaða áhrif gervigreind geti haft á rekstur verslana. Skynjarar muni geta greint hve mikið sé af tiltekinni vöru í hillu, gervigreindin muni geta vitað þegar viðskiptavinir ganga um verslunina, hvert þeir ganga og hvort uppröðun í versluninni sé skynsamleg eða hvort hægt sé að gera betur á því sviði. Annað sem gervigreindin mun hjálpa við í verslunarrekstri er að ganga frá greiðslu án þess að viðskiptavinir þurfi að standa við búðarkassa. Guðmundur nefnir að viðskiptavinir matvöruverslunar gangi um verslunina og raði vörum í körfu. Að því loknu bíði þeir í röð við búðarkassa og þegar komið er að þeim taki þeir vörur úr körfunni og leggi á borð. Loks þurfi þeir að raða vörunum í poka. „Eftir ekki svo langan tíma munum við hlæja að þessu,“ segir hann. Blaðamaður nefnir að netverslunin Amazon hafi opnað matvöruverslanir þar sem meðal annars er sjálfvirkt afgreiðslukerfi. „Þeir og fleiri eru að vinna að þessu,“ segir Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Vinnumarkaður Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira