Kæra stjórnvöld vegna meðferðar á albönsku konunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 18:30 Efnt var til mótmæla við dómsmálaráðuneytið í dag vegna brottvísunar óléttu albönsku konunnar. Samtökin Réttur barna á flótta ætla kæra ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir mannréttindabrot sem þau telja að framin hafi verið á óléttu albönsku konunni sem vísað var úr landi í vikunni. Barnshafandi konur mótmæltu fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag. „Dómsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Útlendingastofnunar hafa lýst því yfir að öllum reglum hafi verið framfylgt. Og ef þetta eru reglurnar sem við erum að framfylgja að þá þarf bara að breyta þeim," segir Salka Gullbrá Þórarinsdóttir, skipuleggjandi mótmælanna, fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag. Óléttar konur, fólk með börn og fleiri söfnuðust saman fyrir utan ráðuneytið í dag til að mótmæla framgöngu stjórnvalda í máli óléttu albönsku konunnar sem vísað var úr landi aðfaranótt þriðjudags. Mótmælendur skildu eftir kröfubréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Konan var gengin um 36 vikur á leið og hafði fengið vottorð er sagði að hún myndi eiga erfitt með langt flug. Síðar var gefið út annað svokallað „Fit to fly" vottorð sem hefur verið umdeilt. Konan var lögð inn á spítala eftir komuna til Albaníu með samdrætti sem gengu síðan niður. „Í augnablikinu held ég að hún sé ekki á spítala heldur bara að flakka á milli vina og vandamanna til að koma sér undan þeirri hættu sem blasti við þeim áður en þau komu hingað," segir Elínborg Harpa Önundardóttir, hjá samtökunum No borders. Mynd sem No Borders Iceland birtu af albönsku konunni þegar hún var hjá lækni í mæðravernd á Íslandi.Mynd/No borders icelandSamtökin Réttur barna á flótta hyggjast höfða mál gegn íslenskum stjórnvöldum vegna meintra vegna mannréttindabrota sem þau telja að framin hafi verið á konunni. Lögmannsstofan Réttur hefur tekið að sér málið og ætla samtökin af stað með söfnun fyrir þrjú hundruð þúsund króna málskostnaði. Vinnist málið renna bætur til fjölskyldunnar. Kærunni er beint að þremur stofnunum. „Það eru ríkislögreglustjóri sem á að kæra, en hann sér um allar brottvísanir sem eru framkvæmdar. Útlendingastofnun fyrir brot á reglum og einnig á að kæra lækninn eða heilsugæsluna fyrir að gefa út þetta vottorð, sem á eftir að koma í ljós hvernig var eiginlega búið til. Þar sem læknirinn hafði aldrei hitt einstaklinginn," segir Elínborg Harpa.Samtökin Réttur barna á flótta halda utan um söfnun fyrir málskostnaði. Þeir sem hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum er bent á reikning samtakanna:Bankanúmer: 545-26-8014 Kennitala: 690719-0370 Hælisleitendur Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Samtökin Réttur barna á flótta ætla kæra ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir mannréttindabrot sem þau telja að framin hafi verið á óléttu albönsku konunni sem vísað var úr landi í vikunni. Barnshafandi konur mótmæltu fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag. „Dómsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Útlendingastofnunar hafa lýst því yfir að öllum reglum hafi verið framfylgt. Og ef þetta eru reglurnar sem við erum að framfylgja að þá þarf bara að breyta þeim," segir Salka Gullbrá Þórarinsdóttir, skipuleggjandi mótmælanna, fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag. Óléttar konur, fólk með börn og fleiri söfnuðust saman fyrir utan ráðuneytið í dag til að mótmæla framgöngu stjórnvalda í máli óléttu albönsku konunnar sem vísað var úr landi aðfaranótt þriðjudags. Mótmælendur skildu eftir kröfubréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Konan var gengin um 36 vikur á leið og hafði fengið vottorð er sagði að hún myndi eiga erfitt með langt flug. Síðar var gefið út annað svokallað „Fit to fly" vottorð sem hefur verið umdeilt. Konan var lögð inn á spítala eftir komuna til Albaníu með samdrætti sem gengu síðan niður. „Í augnablikinu held ég að hún sé ekki á spítala heldur bara að flakka á milli vina og vandamanna til að koma sér undan þeirri hættu sem blasti við þeim áður en þau komu hingað," segir Elínborg Harpa Önundardóttir, hjá samtökunum No borders. Mynd sem No Borders Iceland birtu af albönsku konunni þegar hún var hjá lækni í mæðravernd á Íslandi.Mynd/No borders icelandSamtökin Réttur barna á flótta hyggjast höfða mál gegn íslenskum stjórnvöldum vegna meintra vegna mannréttindabrota sem þau telja að framin hafi verið á konunni. Lögmannsstofan Réttur hefur tekið að sér málið og ætla samtökin af stað með söfnun fyrir þrjú hundruð þúsund króna málskostnaði. Vinnist málið renna bætur til fjölskyldunnar. Kærunni er beint að þremur stofnunum. „Það eru ríkislögreglustjóri sem á að kæra, en hann sér um allar brottvísanir sem eru framkvæmdar. Útlendingastofnun fyrir brot á reglum og einnig á að kæra lækninn eða heilsugæsluna fyrir að gefa út þetta vottorð, sem á eftir að koma í ljós hvernig var eiginlega búið til. Þar sem læknirinn hafði aldrei hitt einstaklinginn," segir Elínborg Harpa.Samtökin Réttur barna á flótta halda utan um söfnun fyrir málskostnaði. Þeir sem hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum er bent á reikning samtakanna:Bankanúmer: 545-26-8014 Kennitala: 690719-0370
Hælisleitendur Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði