Væri síðasti maðurinn til að gera grín að dauðanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 09:00 Gunnar Smári Jóhannesson skrifaði leikritið Ómar orðabelg, sem ætlað er börnum á aldrinum fjögurra til sex ára. Dauðinn er eitt viðfangsefni sýningarinnar. Vísir/vilhelm Leikaranum Gunnari Smára Jóhannessyni sárnaði nokkuð þegar hann fékk veður af því að leikskólar á höfuðborgarsvæðinu hefðu afþakkað boð á sýningu hans vegna „óviðeigandi“ umfjöllunar um dauðann. Gunnar Smári, sem missti báða foreldra sína sem barn, segist aldrei myndu grínast með málefnið á ósmekklegan hátt. Hins vegar sé mikilvægt að tala opinskátt um dauðann, óumflýjanlegan hluta lífsins. Umrætt leikrit, Ómar orðabelgur, er hluti af verkefni Þjóðleikhússins undir yfirskriftinni leikhús óháð búsetu og fjárhag. Sýningin er þannig sett upp fyrir börn á öllu landinu og þeim boðið á hana án endurgjalds. Gunnar Smári skrifaði leikritið sjálfur en sýningin er ætluð börnum á aldrinum fjögurra til sex ára. Fylgst er með titilpersónunni Ómari í leit að „uppruna orðanna“. Eitt af viðfangsefnum sýningarinnar er dauðinn, orð sem allir þekkja en færri vita hvað þýðir í raun. Þetta nálgast Gunnar Smári m.a. með því að segja frá andláti ömmu söguhetjunnar í lok sýningarinnar.Ekkert samtal Sýningin var frumsýnd á Patreksfirði í byrjun september og svo var haldið í leikferðalag um landsbyggðina, sem Gunnar Smári segir að hafi gengið vonum framar. Það var ekki fyrr en að Ómar orðabelgur sneri aftur til höfuðborgarinnar sem leikskólastjórnendur afþökkuðu boð á sýninguna, á grundvelli þess að hún væri „óviðeigandi“, að sögn Gunnars Smára. Hann vakti athygli á málinu í færslu á Facebook, sem lesa má hér að neðan. „Við komum í bæinn fyrir viku síðan og ég er búinn að sýna tvisvar á dag fyrir leikskólana hér á höfuðborgarsvæðinu. Þá spratt upp þessi umfræða af því að það var leikskóli sem sá sér ekki fært að mæta vegna þess að þau töldu þetta vera óviðeigandi. Þá sárnaði manni svolítið því það var ekkert samtal sem átti sér stað, það var bara einhver leikskólastjóri sem ákvað þetta,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi. „Þetta var sent á fræðslustjóra Þjóðleikhússins og þar sagt að þau sæju sér ekki fært að mæta vegna þess að aðrir leikskólar sögðu þessum leikskóla að þetta væri óviðeigandi og það væri verið að gera grín að dauðanum. En ég væri síðasti maðurinn til að gera grín að dauðanum fyrir framan fullt af börnum, sjálfur búinn að missa pabba minn þegar ég var sex ára og mömmu þegar ég var tólf.“Gunnar Smári í gervi Ómars orðabelgs.Mynd/Sarah Maria YasdaniÍ þessu samhengi bendir Gunnar á að dauðinn komi raunar oft fyrir í barnaefni. Þannig hafi stór hluti barnanna sem komi á sýninguna séð uppsetningu Þjóðleikhússins á Ronju ræningjadóttur, þar sem persóna deyr. „Þetta er líka í öllum Disney-bíómyndum. Það eru meiri líkur á að aðalkarakterinn deyi í Disney-myndum en í dramatískri bíómynd.“Hefði viljað tala meira um mömmu og pabba Gunnar Smári segist þó sýna því skilning að stjórnendur vilji hlífa börnunum, aðstæður geti vissulega verið á alla vegu. Dauðinn sé samt óhjákvæmilegur partur af lífinu og þannig mikilvægt að fjalla um hann, líkt og Gunnar Smári hefur sjálfur reynslu af. „Ég kem frá mjög litlu samfélagi á Tálknafirði og það var mikið reiðarslag fyrir samfélagið þegar pabbi minn dó og svo stuttu seinna dó mamma mín. Þar á milli dóu amma mín og afi þannig að þetta var erfitt tímabil hjá fjölskyldunni. Samfélagið á Tálknafirði stóð rosalega við bakið á mér en það vantaði svolítið á þessum tíma, og ég held það vanti enn þá, að fólk bara tali um dáið fólk,“ segir Gunnar Smári. „Fólk verður svo varkárt í kringum einstakling sem hefur misst einhvern. „Það er best að vera ekki að tala um mömmu Gunnars af því að þá mun honum líða illa.“ Það, fyrir mér, er það sem á alls ekki að gera en sorg er auðvitað persónubundin. Það hjálpar mér að tala um mömmu og pabba og halda minningu þeirra lifandi en svo eru aðrir sem vilja díla við sorgina á aðra vegu. En samtal held ég að sé alltaf besta lausnin, að minnsta kosti til að vera ekki einmana.“Pabbi Gunnars Smára lést þegar hann var sex ára og mamma hans dó sex árum síðar. Hann hefði viljað geta talað meira um þau sem barn og hvetur fólk til að vera ófeimið að ræða ástvinamissi.Vísir/vilhelmNær ekki jafngóðri tengingu við kennarana Gunnar Smári segist ekki hafa velt því sérstaklega fyrir sér af hverju þessara viðbragða gæti aðeins á höfuðborgarsvæðinu, vel að merkja í einangruðu tilfelli þó, en ekki úti á landi. Hann bendir þó á að við sýningar á landsbyggðinni hafi hann frekar fengið tækifæri til að ræða við leikskólakennarana sjálfa. „Ég veit það ekki. Úti á landi sýndi ég eina sýningu á dag en nú sýni ég tvær þannig að ég hef ekki tíma til að fara og spjalla eins mikið við krakkana og ég myndi vilja. Ég gerði það út á landi og þeim fannst það alveg frábært, öllum kennurunum, en ég hef ekki fengið jafngott tækifæri til að kynnast leikskólakennurunum sjálfum hérna í Reykjavík. Ég veit ekki hvort þetta sé ákvörðun eins aðila eða hvernig þetta var en mér finnst þess vegna mikilvægt að fólk tali saman.“ Börnin setur hljóð Viðbrögðin hafi þó almennt verið vonum framar. Bæði börn og kennarar hafi tekið afar vel í sýninguna og boðskap hennar. „Ég er í skýjunum með það hvað ég hef fengið góðar viðtökur. Í bransanum er talað um að það sé erfitt að leika fyrir börn því þau eru heiðarlegustu áhorfendurnir. En ég hef ekki kynnst þessu, þau eru yndislegir áhorfendur, hlæja og hlæja, og svo skilja þau fullt, miklu meira en ég bjóst við,“ segir Gunnar Smári. Skilningurinn sé sérstaklega áberandi þegar talið berst að dauðanum. „Ég segi orðrétt: „Amma mín er dáin“ í sýningunni og þá slær þögn á krakkana. Þá finn ég fyrir vott af virðingu, þau skilja að þetta er leikrit en þau skilja líka að þegar einhver deyr þá á maður að sýna virðingu og hlusta.“ Leikhús Menning Viðtal Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Leikaranum Gunnari Smára Jóhannessyni sárnaði nokkuð þegar hann fékk veður af því að leikskólar á höfuðborgarsvæðinu hefðu afþakkað boð á sýningu hans vegna „óviðeigandi“ umfjöllunar um dauðann. Gunnar Smári, sem missti báða foreldra sína sem barn, segist aldrei myndu grínast með málefnið á ósmekklegan hátt. Hins vegar sé mikilvægt að tala opinskátt um dauðann, óumflýjanlegan hluta lífsins. Umrætt leikrit, Ómar orðabelgur, er hluti af verkefni Þjóðleikhússins undir yfirskriftinni leikhús óháð búsetu og fjárhag. Sýningin er þannig sett upp fyrir börn á öllu landinu og þeim boðið á hana án endurgjalds. Gunnar Smári skrifaði leikritið sjálfur en sýningin er ætluð börnum á aldrinum fjögurra til sex ára. Fylgst er með titilpersónunni Ómari í leit að „uppruna orðanna“. Eitt af viðfangsefnum sýningarinnar er dauðinn, orð sem allir þekkja en færri vita hvað þýðir í raun. Þetta nálgast Gunnar Smári m.a. með því að segja frá andláti ömmu söguhetjunnar í lok sýningarinnar.Ekkert samtal Sýningin var frumsýnd á Patreksfirði í byrjun september og svo var haldið í leikferðalag um landsbyggðina, sem Gunnar Smári segir að hafi gengið vonum framar. Það var ekki fyrr en að Ómar orðabelgur sneri aftur til höfuðborgarinnar sem leikskólastjórnendur afþökkuðu boð á sýninguna, á grundvelli þess að hún væri „óviðeigandi“, að sögn Gunnars Smára. Hann vakti athygli á málinu í færslu á Facebook, sem lesa má hér að neðan. „Við komum í bæinn fyrir viku síðan og ég er búinn að sýna tvisvar á dag fyrir leikskólana hér á höfuðborgarsvæðinu. Þá spratt upp þessi umfræða af því að það var leikskóli sem sá sér ekki fært að mæta vegna þess að þau töldu þetta vera óviðeigandi. Þá sárnaði manni svolítið því það var ekkert samtal sem átti sér stað, það var bara einhver leikskólastjóri sem ákvað þetta,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi. „Þetta var sent á fræðslustjóra Þjóðleikhússins og þar sagt að þau sæju sér ekki fært að mæta vegna þess að aðrir leikskólar sögðu þessum leikskóla að þetta væri óviðeigandi og það væri verið að gera grín að dauðanum. En ég væri síðasti maðurinn til að gera grín að dauðanum fyrir framan fullt af börnum, sjálfur búinn að missa pabba minn þegar ég var sex ára og mömmu þegar ég var tólf.“Gunnar Smári í gervi Ómars orðabelgs.Mynd/Sarah Maria YasdaniÍ þessu samhengi bendir Gunnar á að dauðinn komi raunar oft fyrir í barnaefni. Þannig hafi stór hluti barnanna sem komi á sýninguna séð uppsetningu Þjóðleikhússins á Ronju ræningjadóttur, þar sem persóna deyr. „Þetta er líka í öllum Disney-bíómyndum. Það eru meiri líkur á að aðalkarakterinn deyi í Disney-myndum en í dramatískri bíómynd.“Hefði viljað tala meira um mömmu og pabba Gunnar Smári segist þó sýna því skilning að stjórnendur vilji hlífa börnunum, aðstæður geti vissulega verið á alla vegu. Dauðinn sé samt óhjákvæmilegur partur af lífinu og þannig mikilvægt að fjalla um hann, líkt og Gunnar Smári hefur sjálfur reynslu af. „Ég kem frá mjög litlu samfélagi á Tálknafirði og það var mikið reiðarslag fyrir samfélagið þegar pabbi minn dó og svo stuttu seinna dó mamma mín. Þar á milli dóu amma mín og afi þannig að þetta var erfitt tímabil hjá fjölskyldunni. Samfélagið á Tálknafirði stóð rosalega við bakið á mér en það vantaði svolítið á þessum tíma, og ég held það vanti enn þá, að fólk bara tali um dáið fólk,“ segir Gunnar Smári. „Fólk verður svo varkárt í kringum einstakling sem hefur misst einhvern. „Það er best að vera ekki að tala um mömmu Gunnars af því að þá mun honum líða illa.“ Það, fyrir mér, er það sem á alls ekki að gera en sorg er auðvitað persónubundin. Það hjálpar mér að tala um mömmu og pabba og halda minningu þeirra lifandi en svo eru aðrir sem vilja díla við sorgina á aðra vegu. En samtal held ég að sé alltaf besta lausnin, að minnsta kosti til að vera ekki einmana.“Pabbi Gunnars Smára lést þegar hann var sex ára og mamma hans dó sex árum síðar. Hann hefði viljað geta talað meira um þau sem barn og hvetur fólk til að vera ófeimið að ræða ástvinamissi.Vísir/vilhelmNær ekki jafngóðri tengingu við kennarana Gunnar Smári segist ekki hafa velt því sérstaklega fyrir sér af hverju þessara viðbragða gæti aðeins á höfuðborgarsvæðinu, vel að merkja í einangruðu tilfelli þó, en ekki úti á landi. Hann bendir þó á að við sýningar á landsbyggðinni hafi hann frekar fengið tækifæri til að ræða við leikskólakennarana sjálfa. „Ég veit það ekki. Úti á landi sýndi ég eina sýningu á dag en nú sýni ég tvær þannig að ég hef ekki tíma til að fara og spjalla eins mikið við krakkana og ég myndi vilja. Ég gerði það út á landi og þeim fannst það alveg frábært, öllum kennurunum, en ég hef ekki fengið jafngott tækifæri til að kynnast leikskólakennurunum sjálfum hérna í Reykjavík. Ég veit ekki hvort þetta sé ákvörðun eins aðila eða hvernig þetta var en mér finnst þess vegna mikilvægt að fólk tali saman.“ Börnin setur hljóð Viðbrögðin hafi þó almennt verið vonum framar. Bæði börn og kennarar hafi tekið afar vel í sýninguna og boðskap hennar. „Ég er í skýjunum með það hvað ég hef fengið góðar viðtökur. Í bransanum er talað um að það sé erfitt að leika fyrir börn því þau eru heiðarlegustu áhorfendurnir. En ég hef ekki kynnst þessu, þau eru yndislegir áhorfendur, hlæja og hlæja, og svo skilja þau fullt, miklu meira en ég bjóst við,“ segir Gunnar Smári. Skilningurinn sé sérstaklega áberandi þegar talið berst að dauðanum. „Ég segi orðrétt: „Amma mín er dáin“ í sýningunni og þá slær þögn á krakkana. Þá finn ég fyrir vott af virðingu, þau skilja að þetta er leikrit en þau skilja líka að þegar einhver deyr þá á maður að sýna virðingu og hlusta.“
Leikhús Menning Viðtal Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira