Þingið greiðir ekki atkvæði aftur um Brexit-samning Johnson Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 15:40 Bercow hefur verið umdeildur sem þingforseti. Hann var áður íhaldsmaður en hefur reynst sínum fyrri flokki erfiður ljár í þúfu. Vísir/EPA Forseti breska þingsins ætlar ekki að halda aðra atkvæðagreiðslu um útgöngusamning Boris Johnson, forsætisráðherra, við Evrópusambandið. Breskir þingmenn samþykktu að greiða ekki atkvæði um samninginn fyrr en búið væri að leiða efni hans í lög á laugardag. Tillagan sem Johnson vildi leggja fyrir þingið í dag er efnislega sú sama og þingmenn greiddu atkvæði um fyrir tveimur dögum. Að mati Johns Bercow, forseta þingsins, væri það því endurtekning og ruglingslegt að greiða atkvæði aftur um sama þingmálið. Vísaði Bercow til aldagamalla þingskapa sem banna að sama þingmálið sé borið upp oftar en einu sinni á einu og sama þinginu. Þess í stað lagði Bercow til að ríkisstjórn Johnson reyndi að fá samþykkt lög um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu áður en hún reyndi að knýja fram atkvæðagreiðslu um samninginn. Eftir að þingið hafnaði að greiða atkvæði um samning Johnson á laugardag sendi forsætisráðherrann bréf til Evrópusambandsins þar sem hann fór fram á frestun á útgöngunni sem er fyrirhuguð 31. október. Bretland Brexit Tengdar fréttir Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06 Johnson sendi bréf með beiðni um frestun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sendi í kvöld bréf til Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann óskaði eftir frestun á útgöngu Breta. 19. október 2019 21:51 Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. 19. október 2019 18:40 Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23 Hafa enn trú á Brexit í lok mánaðar Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki útilokað að hægt verði að standa við útgöngu landsins úr ESB 31. október næstkomandi eins og stefnt hefur verið að. 21. október 2019 06:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Forseti breska þingsins ætlar ekki að halda aðra atkvæðagreiðslu um útgöngusamning Boris Johnson, forsætisráðherra, við Evrópusambandið. Breskir þingmenn samþykktu að greiða ekki atkvæði um samninginn fyrr en búið væri að leiða efni hans í lög á laugardag. Tillagan sem Johnson vildi leggja fyrir þingið í dag er efnislega sú sama og þingmenn greiddu atkvæði um fyrir tveimur dögum. Að mati Johns Bercow, forseta þingsins, væri það því endurtekning og ruglingslegt að greiða atkvæði aftur um sama þingmálið. Vísaði Bercow til aldagamalla þingskapa sem banna að sama þingmálið sé borið upp oftar en einu sinni á einu og sama þinginu. Þess í stað lagði Bercow til að ríkisstjórn Johnson reyndi að fá samþykkt lög um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu áður en hún reyndi að knýja fram atkvæðagreiðslu um samninginn. Eftir að þingið hafnaði að greiða atkvæði um samning Johnson á laugardag sendi forsætisráðherrann bréf til Evrópusambandsins þar sem hann fór fram á frestun á útgöngunni sem er fyrirhuguð 31. október.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06 Johnson sendi bréf með beiðni um frestun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sendi í kvöld bréf til Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann óskaði eftir frestun á útgöngu Breta. 19. október 2019 21:51 Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. 19. október 2019 18:40 Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23 Hafa enn trú á Brexit í lok mánaðar Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki útilokað að hægt verði að standa við útgöngu landsins úr ESB 31. október næstkomandi eins og stefnt hefur verið að. 21. október 2019 06:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06
Johnson sendi bréf með beiðni um frestun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sendi í kvöld bréf til Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann óskaði eftir frestun á útgöngu Breta. 19. október 2019 21:51
Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. 19. október 2019 18:40
Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23
Hafa enn trú á Brexit í lok mánaðar Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki útilokað að hægt verði að standa við útgöngu landsins úr ESB 31. október næstkomandi eins og stefnt hefur verið að. 21. október 2019 06:00