„Það er enginn Mitt Romney á meðal þeirra“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2019 21:26 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að samflokksmenn hans í Repúblikanaflokknum herði sig og berjist fyrir forsetann sinn á sama tíma og Demókratar vinna að því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot í starfi. Hann segir að Demókratar standi saman, annað en samflokksmenn forsetans. Þetta kom meðal annars fram í máli Trump á ríkisstjórnarfundi í Hvíta húsinu í dag þar sem hann kvartaði undan því að sumir samflokksmenn hans væru að reyna að grafa undan honum. „Repúblikanar verða að herða sig og berjast. Við erum með nokkra mjög góða bardagamenn en þeir verða að herða sig og berjast vegna þess að Demókratarnir eru að reyna að skemma fyrir Repúblikönum fyrir kosningarnar,“ sagði Trump og vísaði þar til forsetakosninganna sem haldnar verða eftir rúmt ár. Repúblikanar hafa hingað til ekki sýnt mikinn áhuga á því að Trump verði vikið úr starfi fyrir embættisbrot, en valdamiklir flokksmenn á borð við Mitt Romney, Lindsey Graham og Mitch McConnell hafa þó gagnrýnt forsetann að undanförnu, ekki síst fyrir það hvernig hann hefur haldið á málum í tengslum við innrás Tyrkja í Sýrland. Kvartaði Trump yfir því að Demókratar væru betri í því að standa saman en samflokksmenn hans. „Það er enginn Mitt Romney á meðal þeirra. Það er enginn svoleiðis þar. Þau standa saman,“ sagði Trump en í nýlegu viðtali gagnrýndi forsetaframbjóðandinn fyrrverandi Trump harðlega. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gagnrýnin kom Trump á óvart Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. 20. október 2019 18:15 Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. 20. október 2019 16:55 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að samflokksmenn hans í Repúblikanaflokknum herði sig og berjist fyrir forsetann sinn á sama tíma og Demókratar vinna að því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot í starfi. Hann segir að Demókratar standi saman, annað en samflokksmenn forsetans. Þetta kom meðal annars fram í máli Trump á ríkisstjórnarfundi í Hvíta húsinu í dag þar sem hann kvartaði undan því að sumir samflokksmenn hans væru að reyna að grafa undan honum. „Repúblikanar verða að herða sig og berjast. Við erum með nokkra mjög góða bardagamenn en þeir verða að herða sig og berjast vegna þess að Demókratarnir eru að reyna að skemma fyrir Repúblikönum fyrir kosningarnar,“ sagði Trump og vísaði þar til forsetakosninganna sem haldnar verða eftir rúmt ár. Repúblikanar hafa hingað til ekki sýnt mikinn áhuga á því að Trump verði vikið úr starfi fyrir embættisbrot, en valdamiklir flokksmenn á borð við Mitt Romney, Lindsey Graham og Mitch McConnell hafa þó gagnrýnt forsetann að undanförnu, ekki síst fyrir það hvernig hann hefur haldið á málum í tengslum við innrás Tyrkja í Sýrland. Kvartaði Trump yfir því að Demókratar væru betri í því að standa saman en samflokksmenn hans. „Það er enginn Mitt Romney á meðal þeirra. Það er enginn svoleiðis þar. Þau standa saman,“ sagði Trump en í nýlegu viðtali gagnrýndi forsetaframbjóðandinn fyrrverandi Trump harðlega.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gagnrýnin kom Trump á óvart Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. 20. október 2019 18:15 Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. 20. október 2019 16:55 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Gagnrýnin kom Trump á óvart Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. 20. október 2019 18:15
Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. 20. október 2019 16:55