Spænskar fótboltakonur á leið í verkfall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2019 13:00 Hermoso með boltann í leik Atletico Madrid og Barcelona. Getty/David S. Bustamante Fótboltakonur á Spáni eru mjög ósáttar með kjör sín og hafa nú ákveðið að fara í verkfall. Viðræður milli fótboltakvennanna og yfirmanna spænsku félaganna hafa verið í gangi í marga mánuði en hafa nú endanlega siglt í stand. 93 prósent leikmannanna kusu það að fara í verkfall en þær hittust í Madrid vegna stöðunnar. Spænsku leikmannasamtökin munu halda utan um verkfallið. Landsleikjahlé byrjar 3. nóvember og það er því líklegast að verkfallið hefjist 16. nóvember. Fleiri dagsetningar koma einnig til greina.Spanish female footballers to strike over pay and part-time contracts https://t.co/Fd0Id4hu6e By @sidlowe — Guardian sport (@guardian_sport) October 23, 2019 „Við erum á leið í verkfall,“ sagði Ainhoa Tirapu, fyrirliði Athletic Bilbao, en að baki þessari verkfallsboðun standa tvö hundruð leikmenn frá sextán félögum. Það kom til greina að fara í verkfall í lok síðasta tímabils en fótboltakonurnar voru á því að það væri ekki rétta tímasetningin. Alls hafa fulltrúar leikmannanna og félögin fundað átján sinnum án samkomulags og nú eru fótboltakonurnar búnar að fá nóg. Leikmannasamtökin vilja hækka lágmarkslaunin úr 16 þúsund evrur á ári upp í 20 þúsund evrur á ári eða fara úr 2,2 milljónum króna upp í 2,8 milljónir króna í árslaun. Leikmenn eru líka ósáttir með launin fyrir þær sem eru hálfatvinnumenn. Félögin vilja aðeins borga þeim helminginn eða átta þúsund evrur, 1,1 milljón króna, en leikmannasamtökin heimta tólf þúsund evrur, 1,6 milljónir króna. Spánn Spænski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Fótboltakonur á Spáni eru mjög ósáttar með kjör sín og hafa nú ákveðið að fara í verkfall. Viðræður milli fótboltakvennanna og yfirmanna spænsku félaganna hafa verið í gangi í marga mánuði en hafa nú endanlega siglt í stand. 93 prósent leikmannanna kusu það að fara í verkfall en þær hittust í Madrid vegna stöðunnar. Spænsku leikmannasamtökin munu halda utan um verkfallið. Landsleikjahlé byrjar 3. nóvember og það er því líklegast að verkfallið hefjist 16. nóvember. Fleiri dagsetningar koma einnig til greina.Spanish female footballers to strike over pay and part-time contracts https://t.co/Fd0Id4hu6e By @sidlowe — Guardian sport (@guardian_sport) October 23, 2019 „Við erum á leið í verkfall,“ sagði Ainhoa Tirapu, fyrirliði Athletic Bilbao, en að baki þessari verkfallsboðun standa tvö hundruð leikmenn frá sextán félögum. Það kom til greina að fara í verkfall í lok síðasta tímabils en fótboltakonurnar voru á því að það væri ekki rétta tímasetningin. Alls hafa fulltrúar leikmannanna og félögin fundað átján sinnum án samkomulags og nú eru fótboltakonurnar búnar að fá nóg. Leikmannasamtökin vilja hækka lágmarkslaunin úr 16 þúsund evrur á ári upp í 20 þúsund evrur á ári eða fara úr 2,2 milljónum króna upp í 2,8 milljónir króna í árslaun. Leikmenn eru líka ósáttir með launin fyrir þær sem eru hálfatvinnumenn. Félögin vilja aðeins borga þeim helminginn eða átta þúsund evrur, 1,1 milljón króna, en leikmannasamtökin heimta tólf þúsund evrur, 1,6 milljónir króna.
Spánn Spænski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira