Björk ítrekað orðið vitni að ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2019 12:29 Björk Vilhelmsdóttir er nú stödd á Vesturbakkanum. Af Facebook-síðu Bjarkar Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi segir ofbeldi hernaðaryfirvalda á Vesturbakkanum aldrei verið meira en nú í þau fimm ár sem hún hefur farið þangað til sjálfboðastarfa. Hún var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. Björk og Tinna Eyberg Örlygsdóttir hafa verið á Vesturbakkanum undanfarnar vikur í sjálfboðavinnu fyrir Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. Í morgun fóru þær með tveimur frönskum konum úr samtökunum til að aðstoða palestínska bræður sem eru ólífubændur til að tína ólífur í hæð í Burin sunnan við Nablus á Vesturbakkanum. „Þá kom allt í einu herinn og sagði okkur að við yrðum að fara. Við sögðum bara já við því og löbbuðum meðþeim niður. Þeir vildu fá vegabréfin okkar en við létum þau ekki af hendi því við viljum geta átt möguleika á að koma hingað aftur. Þá sögðu þeir að við værum bara handteknar,“ segir Björk. Björk, Tinna og frönsku konurnar tvær höfðu verið á lögreglustöð í landtökubyggðinni í Ariel í um tvær klukkustundir þegar við ræddum við hana skömmu fyrir hádegi og höfðu enn ekki verið yfirheyrðar. Björk segir að ísraelskir landtökumenn hafi verið að færa sig upp á skaftið á svæðinu og tekið til sín æ meira land á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á þeim slóðum sem Björk og konurnar voru á í morgun. „Herlögreglan sagði að þetta væri hernaðarlega lokað svæði. Það sé búið að skilgreina þetta svæði sem hernaðarlega lokað. En við vissum það ekki. Það eina sem við vissum var að bóndinn hafði einmitt leyfi til að tína í dag,“ segir Björk.Mynd/Sigþrúður GuðmundsdóttirLandtökumenn ráðast líka á landa sína Björk segir að landtökumenn hafi brennt mikið af ólífutrjám palestínskra bænda og ráðist á þá og einnig á ísraelska friðarsinna sem hafi verið í verndarviðveru á landi Palestínumanna eins og Björk og félagar hennar. „Og brenndu þarna í síðustu viku um þúsund tré. Ég var einmitt vitni að þeim mikla bruna og réðust að alþjóðlegum sjálfboðaliðum og bændum og líka ísraelskum rabbína.“ Björk hefur verið á þessu svæði undanfarin fimm haust segir ofbeldið af hendi hernaðaryfirvalda aldrei hafa verið eins mikið og nú og stöðugt reynt að koma í veg fyrir uppskeru palestínskra bænda vegna ásóknar ólöglegs landtökufólks í meira land. „Og þeim er svo gjörsamlega sama um bæði lífsviðurværi fólksins hérna og líka um líf fólksins. Því við komumst að því þegar við vorum þrjár íslenskar konur sem urðum vitni aðþessum mikla bruna. Þeim var gjörsamlega alveg sama þótt þarna væri fullt af fólki að tína ólífur mjög nærri þar sem þeir kveiktu eldana,“ segir Björk Vilhelmsdóttir.Mynd/sigþrúður GuðmundsdóttirSveinn Rúnar Hauksson, eiginmaður Bjarkar, greindi frá því upp úr hádegi að Björk og Tinna hefðu verið látnar lausar.Hann ræddi málið í Harmageddon á X-inu í morgun. Íslendingar erlendis Palestína Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi segir ofbeldi hernaðaryfirvalda á Vesturbakkanum aldrei verið meira en nú í þau fimm ár sem hún hefur farið þangað til sjálfboðastarfa. Hún var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. Björk og Tinna Eyberg Örlygsdóttir hafa verið á Vesturbakkanum undanfarnar vikur í sjálfboðavinnu fyrir Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. Í morgun fóru þær með tveimur frönskum konum úr samtökunum til að aðstoða palestínska bræður sem eru ólífubændur til að tína ólífur í hæð í Burin sunnan við Nablus á Vesturbakkanum. „Þá kom allt í einu herinn og sagði okkur að við yrðum að fara. Við sögðum bara já við því og löbbuðum meðþeim niður. Þeir vildu fá vegabréfin okkar en við létum þau ekki af hendi því við viljum geta átt möguleika á að koma hingað aftur. Þá sögðu þeir að við værum bara handteknar,“ segir Björk. Björk, Tinna og frönsku konurnar tvær höfðu verið á lögreglustöð í landtökubyggðinni í Ariel í um tvær klukkustundir þegar við ræddum við hana skömmu fyrir hádegi og höfðu enn ekki verið yfirheyrðar. Björk segir að ísraelskir landtökumenn hafi verið að færa sig upp á skaftið á svæðinu og tekið til sín æ meira land á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á þeim slóðum sem Björk og konurnar voru á í morgun. „Herlögreglan sagði að þetta væri hernaðarlega lokað svæði. Það sé búið að skilgreina þetta svæði sem hernaðarlega lokað. En við vissum það ekki. Það eina sem við vissum var að bóndinn hafði einmitt leyfi til að tína í dag,“ segir Björk.Mynd/Sigþrúður GuðmundsdóttirLandtökumenn ráðast líka á landa sína Björk segir að landtökumenn hafi brennt mikið af ólífutrjám palestínskra bænda og ráðist á þá og einnig á ísraelska friðarsinna sem hafi verið í verndarviðveru á landi Palestínumanna eins og Björk og félagar hennar. „Og brenndu þarna í síðustu viku um þúsund tré. Ég var einmitt vitni að þeim mikla bruna og réðust að alþjóðlegum sjálfboðaliðum og bændum og líka ísraelskum rabbína.“ Björk hefur verið á þessu svæði undanfarin fimm haust segir ofbeldið af hendi hernaðaryfirvalda aldrei hafa verið eins mikið og nú og stöðugt reynt að koma í veg fyrir uppskeru palestínskra bænda vegna ásóknar ólöglegs landtökufólks í meira land. „Og þeim er svo gjörsamlega sama um bæði lífsviðurværi fólksins hérna og líka um líf fólksins. Því við komumst að því þegar við vorum þrjár íslenskar konur sem urðum vitni aðþessum mikla bruna. Þeim var gjörsamlega alveg sama þótt þarna væri fullt af fólki að tína ólífur mjög nærri þar sem þeir kveiktu eldana,“ segir Björk Vilhelmsdóttir.Mynd/sigþrúður GuðmundsdóttirSveinn Rúnar Hauksson, eiginmaður Bjarkar, greindi frá því upp úr hádegi að Björk og Tinna hefðu verið látnar lausar.Hann ræddi málið í Harmageddon á X-inu í morgun.
Íslendingar erlendis Palestína Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent