Útlit fyrir að ESB samþykki frestun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. október 2019 18:45 Johnson var ósáttur á breska þinginu í dag. AP/Jessica Taylor Eins og svo oft áður ríkir algjör óvissa í útgöngumálinu. Næstu skref Boris Johnson forsætisráðherra eru óljós, ekki er víst hver framtíð útgöngusamningsins er og ekki er öruggt að Evrópusambandið samþykki bón Breta um að fresta útgöngu. Enn sem komið er eiga Bretar að ganga út þann 31. október. Johnson neyddist hins vegar til að biðja um frest þar sem þingið neitaði því að samþykkja samning hans á laugardaginn en vonast samt sem áður til þess að hægt sé að halda í settan útgöngudag. Þingið felldi í gær tillögu Johnson-stjórnarinnar að áætlun næstu daga sem miðaði að því að klára málið í tæka tíð. Gærdagurinn var þó ekki alfarið slæmur fyrir stjórnina en samþykkt var að halda áfram umræðum um plaggið. Johnson-stjórnin hyggst beita sér fyrir nýjum kosningum ef ESB samþykkir beiðni hennar um þriggja mánaða frestun. Forsætisráðherrann hafði þetta að segja á þinginu í dag: „Ég efast um að landsmenn vilji frestun. Ég vil enga frestun. Ég ætla mér að halda áfram en ég óttast um að við þurfum nú að bíða eftir því að vinir okkar í ESB ákveði þetta fyrir okkur.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagðist í dag ætla að beita sér fyrir samþykkt beiðninnar. Leiðtogi evrópsku samninganefndarinnar tók ekki jafnskýra afstöðu. „Fyrst og fremst er þörf á skýringum frá Bretum. Hver þeirra næstu skref verða. Það er undir Evrópusambandsríkjunum að ákveða eigin afstöðu til frestunar,“ sagði Michel Barnier. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Eins og svo oft áður ríkir algjör óvissa í útgöngumálinu. Næstu skref Boris Johnson forsætisráðherra eru óljós, ekki er víst hver framtíð útgöngusamningsins er og ekki er öruggt að Evrópusambandið samþykki bón Breta um að fresta útgöngu. Enn sem komið er eiga Bretar að ganga út þann 31. október. Johnson neyddist hins vegar til að biðja um frest þar sem þingið neitaði því að samþykkja samning hans á laugardaginn en vonast samt sem áður til þess að hægt sé að halda í settan útgöngudag. Þingið felldi í gær tillögu Johnson-stjórnarinnar að áætlun næstu daga sem miðaði að því að klára málið í tæka tíð. Gærdagurinn var þó ekki alfarið slæmur fyrir stjórnina en samþykkt var að halda áfram umræðum um plaggið. Johnson-stjórnin hyggst beita sér fyrir nýjum kosningum ef ESB samþykkir beiðni hennar um þriggja mánaða frestun. Forsætisráðherrann hafði þetta að segja á þinginu í dag: „Ég efast um að landsmenn vilji frestun. Ég vil enga frestun. Ég ætla mér að halda áfram en ég óttast um að við þurfum nú að bíða eftir því að vinir okkar í ESB ákveði þetta fyrir okkur.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagðist í dag ætla að beita sér fyrir samþykkt beiðninnar. Leiðtogi evrópsku samninganefndarinnar tók ekki jafnskýra afstöðu. „Fyrst og fremst er þörf á skýringum frá Bretum. Hver þeirra næstu skref verða. Það er undir Evrópusambandsríkjunum að ákveða eigin afstöðu til frestunar,“ sagði Michel Barnier.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira