Segir geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun í ólestri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. október 2019 19:00 Geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun og einhverfu eru í ólestri að sögn formanns Þroskahjálpar. Dæmi séu um að fólki sé vísað frá geðdeild þar sem ekki sé hægt að sinna þeim. Þá sárvanti fíknimeðferð fyrir hópinn. Fjallað var um fíkni- og geðheilbrigðisvanda fólks með þroskahömlun og einhverfu á ráðstefnu Landssamtakanna Þroskahjálpar í dag „Þjónustan er bara ekki til, allavega innan hins opibera eigum við ekki sérhæfða þjónustu með þverfaglegri nálgun fyrir þennan hóp og það bara sárlega vantar,“ segir Dagur Bjarnason, geðlæknir á Landspítalanum. „Þau eru bara í algjörum ólestri,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þrosahjálpar, og á við geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun eða fólk með einhverfu. „Við erum með dæmi um það að fólk fer inn á geðdeild og er vísað frá því þeir segjast ekki geta sinnt viðkomandi því hann er með þroskahömlun,“ segir Bryndís. Þá skili meðferð á geðdeild oft litlu sem engu fyrir hópinn þar sem hún sé ekki löguð að þeirra þörfum. Stórefla þurfi geðheilbrigðisþjónustu við fólk með þroskahömlun og tryggja því sérhæfða þjónustu sem tekur tillit til skerðinga þess meðal annars með því að laga upplýsingar sem því eru ætlaðar að þörfum þess. Dagur segir að hópurinn rekist á veggi út um allt. „Það á erfitt með að komast að á göngudeild geðsviðs, það fær ekki þjónustu á heilsugæslunni,“ segir Dagur. Ekki er til íslensk tölfræði um hve margir falla í þennan hóp en Bryndís áætlar að hann gæti verið á bilinu hundrað til tvö hundruð. Þá kom fram í dag að einnig sé mikilvægt að tryggja fólki með þroskahömlun fíknimeðferð sem hentar þörfum þess. Í dag sé einungis í boði að fara almenn meðferðarúrræði við áfengis og fíknivanda. „Fólk með þröskahömlun og einhverfu sem fer þarna inn skilur jafnvel ekki meðferðina sem er mjög flókin viðtalsmeðferð þannig það þarf að aðlaga hana og einfalda málið,“ segir Bryndís. Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun og einhverfu eru í ólestri að sögn formanns Þroskahjálpar. Dæmi séu um að fólki sé vísað frá geðdeild þar sem ekki sé hægt að sinna þeim. Þá sárvanti fíknimeðferð fyrir hópinn. Fjallað var um fíkni- og geðheilbrigðisvanda fólks með þroskahömlun og einhverfu á ráðstefnu Landssamtakanna Þroskahjálpar í dag „Þjónustan er bara ekki til, allavega innan hins opibera eigum við ekki sérhæfða þjónustu með þverfaglegri nálgun fyrir þennan hóp og það bara sárlega vantar,“ segir Dagur Bjarnason, geðlæknir á Landspítalanum. „Þau eru bara í algjörum ólestri,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þrosahjálpar, og á við geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun eða fólk með einhverfu. „Við erum með dæmi um það að fólk fer inn á geðdeild og er vísað frá því þeir segjast ekki geta sinnt viðkomandi því hann er með þroskahömlun,“ segir Bryndís. Þá skili meðferð á geðdeild oft litlu sem engu fyrir hópinn þar sem hún sé ekki löguð að þeirra þörfum. Stórefla þurfi geðheilbrigðisþjónustu við fólk með þroskahömlun og tryggja því sérhæfða þjónustu sem tekur tillit til skerðinga þess meðal annars með því að laga upplýsingar sem því eru ætlaðar að þörfum þess. Dagur segir að hópurinn rekist á veggi út um allt. „Það á erfitt með að komast að á göngudeild geðsviðs, það fær ekki þjónustu á heilsugæslunni,“ segir Dagur. Ekki er til íslensk tölfræði um hve margir falla í þennan hóp en Bryndís áætlar að hann gæti verið á bilinu hundrað til tvö hundruð. Þá kom fram í dag að einnig sé mikilvægt að tryggja fólki með þroskahömlun fíknimeðferð sem hentar þörfum þess. Í dag sé einungis í boði að fara almenn meðferðarúrræði við áfengis og fíknivanda. „Fólk með þröskahömlun og einhverfu sem fer þarna inn skilur jafnvel ekki meðferðina sem er mjög flókin viðtalsmeðferð þannig það þarf að aðlaga hana og einfalda málið,“ segir Bryndís.
Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira