Einn alræmdasti raðmorðingi Ástralíu látinn Sylvía Hall skrifar 27. október 2019 10:02 Ivan Milat var dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi árið 1996. Vísir/Getty Raðmorðingin Ivan Milat, betur þekktur sem bakpokaferðalangamorðinginn, lést í fangelsi í Sydney í Ástralíu í dag. Milat var 74 ára gamall. Milat var handtekinn í maí árið 1994 en hann er sagður hafa rænt og myrt í það minnsta sjö ferðalanga árin 1989 til 1992. Ferðalangarnir sem urðu síðar fórnarlömb Milat voru frá Þýskalandi, Bretlandi og Ástralíu og áttu það öll sameiginlegt að hafa verið að ferðast um Ástralíu þegar Milat bauð þeim far á vegum úti milli Sydney og Melbourne. Fórnarlömb hans fundust öll í grunnri gröf í Belanglo-skóginum í Nýju Suður-Wales. Öll sneru þau með andlitið niður og hendur fyrir aftan bak. Á líkum þeirra fundust bæði stungusár og skotsár. Hann var dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi, einn lífstíðardóm fyrir hvert fórnarlamb, í júlímánuði árið 1996 eftir átján vikna réttarhöld.Frá réttarhöldunum árið 1996.Vísir/GettyVið réttarhöldin reyndu lögfræðingar Milat að koma sök á bróður hans Richard, en þeir bræður höfðu áður komist í kast við lögin. Þeir voru hluti af fjórtán barna systkinahópi og hafði lögregla oft þurft að hafa afskipti af fjölskyldunni á fjölskyldubýli þeirra á uppvaxtarárunum. Mál Milat komst aftur í sviðsljósið árið 2011 þegar skyldmenni hans játaði að hafa myrt félaga sinn með exi. Líkt og frændi sinn framdi hann morðið í Belanglo-skóginum og faldi líkið undir greinum, en hann hafði gortað sig af ættartengslum sínum við Milat eftir verknaðinn. Mörgu er ósvarað í máli Milat og er talið að fórnarlömb hans gætu verið fleiri en þau sem hann var sakfelldur fyrir. Ljóst er að glæpaferill Milat hófst löngu fyrir morðin við upphaf tíunda áratugarins, en hann var sakaður um að hafa nauðgað tveimur ferðalöngum árið 1971. Eftir heilsubrest í maí á þessu ári höfðu yfirvöld vonast eftir því að hann myndi játa á sig fleiri morð en þeim varð ekki að ósk sinni fyrir andlát hans. Andlát Ástralía Tengdar fréttir Skyldmenni raðmorðingja játar morð Unglingur í Ástralíu hefur játað að hafa myrt góðvin sinn með exi. Pilturinn er skyldmenni Ástralska raðmorðingjans Ivan Milats. 24. október 2011 10:55 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Raðmorðingin Ivan Milat, betur þekktur sem bakpokaferðalangamorðinginn, lést í fangelsi í Sydney í Ástralíu í dag. Milat var 74 ára gamall. Milat var handtekinn í maí árið 1994 en hann er sagður hafa rænt og myrt í það minnsta sjö ferðalanga árin 1989 til 1992. Ferðalangarnir sem urðu síðar fórnarlömb Milat voru frá Þýskalandi, Bretlandi og Ástralíu og áttu það öll sameiginlegt að hafa verið að ferðast um Ástralíu þegar Milat bauð þeim far á vegum úti milli Sydney og Melbourne. Fórnarlömb hans fundust öll í grunnri gröf í Belanglo-skóginum í Nýju Suður-Wales. Öll sneru þau með andlitið niður og hendur fyrir aftan bak. Á líkum þeirra fundust bæði stungusár og skotsár. Hann var dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi, einn lífstíðardóm fyrir hvert fórnarlamb, í júlímánuði árið 1996 eftir átján vikna réttarhöld.Frá réttarhöldunum árið 1996.Vísir/GettyVið réttarhöldin reyndu lögfræðingar Milat að koma sök á bróður hans Richard, en þeir bræður höfðu áður komist í kast við lögin. Þeir voru hluti af fjórtán barna systkinahópi og hafði lögregla oft þurft að hafa afskipti af fjölskyldunni á fjölskyldubýli þeirra á uppvaxtarárunum. Mál Milat komst aftur í sviðsljósið árið 2011 þegar skyldmenni hans játaði að hafa myrt félaga sinn með exi. Líkt og frændi sinn framdi hann morðið í Belanglo-skóginum og faldi líkið undir greinum, en hann hafði gortað sig af ættartengslum sínum við Milat eftir verknaðinn. Mörgu er ósvarað í máli Milat og er talið að fórnarlömb hans gætu verið fleiri en þau sem hann var sakfelldur fyrir. Ljóst er að glæpaferill Milat hófst löngu fyrir morðin við upphaf tíunda áratugarins, en hann var sakaður um að hafa nauðgað tveimur ferðalöngum árið 1971. Eftir heilsubrest í maí á þessu ári höfðu yfirvöld vonast eftir því að hann myndi játa á sig fleiri morð en þeim varð ekki að ósk sinni fyrir andlát hans.
Andlát Ástralía Tengdar fréttir Skyldmenni raðmorðingja játar morð Unglingur í Ástralíu hefur játað að hafa myrt góðvin sinn með exi. Pilturinn er skyldmenni Ástralska raðmorðingjans Ivan Milats. 24. október 2011 10:55 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Skyldmenni raðmorðingja játar morð Unglingur í Ástralíu hefur játað að hafa myrt góðvin sinn með exi. Pilturinn er skyldmenni Ástralska raðmorðingjans Ivan Milats. 24. október 2011 10:55