Læknaráð átelur Landspítalann fyrir litlar kröfur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 10:31 Stjórn læknaráðs er skipuð læknum frá öllum sviðum spítalans auk fulltrúa deildarlækna. Landspítalinn Stjórn læknaráðs Landspítala telur afleitt að ekki hafi verið gerð skýr krafa um fagmenntun og reynslu lykilstjórnenda þegar störf forstöðumanna á Landspítalanum voru auglýst nýverið. Tryggja þurfi að læknisfræðileg ábyrgð liggi hjá læknum einum. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn læknaráðs Landspítala sendi frá sér í morgun vegna nýs skipurits Landspítala.Nýja skipuritið var kynnt þann 27. september síðastliðinn og tók gildi 1. október. Með breytingunum verður starfsemi sjö klínískra sviða og rekstrarsviðs skipt milli þriggja sviða sem eru meðferðarsvið, aðgerðasvið og þjónustusvið. Þá verður fækkað í framkvæmdastjórn spítalans. „Nýtt skipurit Landspítala gerir ráð fyrir nýju lagi stjórnenda milli framkvæmdastjóra og yfirlækna/deildarstjóra, svonefndum forstöðumönnum. Nýverið voru birtar auglýsingar um þessi störf. Athygli vekur að einu menntunarkröfurnar eru „háskólapróf auk formlegrar viðbótarmenntunar sem nýtist í starfi“, en engar kröfur eru gerðar um faglega sérþekkingu eða reynslu á viðkomandi sviði,“ segir í ályktuninni. Stjórn læknaráðs telur afleitt að ekki séu gerðar skýrari kröfur um fagmenntun og reynslu lykilstjórnenda sem bera eigi faglega ábyrgð á klínísku sviði. „Læknaráð Landspítala telur í þessu ljósi brýnt að hlutverk forstöðumanna verði skoðað nánar. Ekki síst þarf að tryggja að læknisfræðileg ábyrgð muni liggja hjá læknum einum. “ Mikilvægt sé að yfirlæknar beri áfram faglega ábyrgð á þeirri læknisþjónustu sem undir þá heyri. „Í nýlegum drögum að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 hefur verið fjarlægð sú grein úr lögum sem kveður á um faglega ábyrgð yfirlækna sérgreina/deilda. Að auki verður skv. frumvarpsdrögum ekki lengur skylt að hafa framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmdastjóra hjúkrunar við heilbrigðisstofnanir. Þannig er læknisfræðileg ábyrgð á meðferð sjúklinga á heilbrigðisstofnunum óskilgreind í drögum að nýjum heilbrigðislögum.“ Samkvæmt fyrrnefndum frumvarpsdrögum verði bæði læknaráð og hjúkrunarráð lögð niður en í stað þeirra komi þverfaglegt fagráð skipað fulltrúum allra fagstétta. „Læknaráð Landspítala telur að slíkt fagráð muni aldrei hafa sama faglega vægi hvað varðar læknisþjónustu spítalans og læknaráð hefur haft hingað til. Stjórn læknaráðs mótmælir harðlega því að ekki sé sérstaklega gert ráð fyrir læknaráði eða hjúkrunarráði í nýju skipuriti Landspítala sem samþykkt var af heilbrigðisráðherra þó gildandi lög segi til um annað.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. 27. september 2019 11:45 Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15 Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Spara á milljarð króna á þessu ári og tvo og hálfan milljarð á því næsta með aðhaldsaðgerðum á Landspítala. Forstjóri segir alla áherslu lagða á að vernda klíníska þjónustu á kostnað stoðþjónustu. 19. október 2019 07:30 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Stjórn læknaráðs Landspítala telur afleitt að ekki hafi verið gerð skýr krafa um fagmenntun og reynslu lykilstjórnenda þegar störf forstöðumanna á Landspítalanum voru auglýst nýverið. Tryggja þurfi að læknisfræðileg ábyrgð liggi hjá læknum einum. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn læknaráðs Landspítala sendi frá sér í morgun vegna nýs skipurits Landspítala.Nýja skipuritið var kynnt þann 27. september síðastliðinn og tók gildi 1. október. Með breytingunum verður starfsemi sjö klínískra sviða og rekstrarsviðs skipt milli þriggja sviða sem eru meðferðarsvið, aðgerðasvið og þjónustusvið. Þá verður fækkað í framkvæmdastjórn spítalans. „Nýtt skipurit Landspítala gerir ráð fyrir nýju lagi stjórnenda milli framkvæmdastjóra og yfirlækna/deildarstjóra, svonefndum forstöðumönnum. Nýverið voru birtar auglýsingar um þessi störf. Athygli vekur að einu menntunarkröfurnar eru „háskólapróf auk formlegrar viðbótarmenntunar sem nýtist í starfi“, en engar kröfur eru gerðar um faglega sérþekkingu eða reynslu á viðkomandi sviði,“ segir í ályktuninni. Stjórn læknaráðs telur afleitt að ekki séu gerðar skýrari kröfur um fagmenntun og reynslu lykilstjórnenda sem bera eigi faglega ábyrgð á klínísku sviði. „Læknaráð Landspítala telur í þessu ljósi brýnt að hlutverk forstöðumanna verði skoðað nánar. Ekki síst þarf að tryggja að læknisfræðileg ábyrgð muni liggja hjá læknum einum. “ Mikilvægt sé að yfirlæknar beri áfram faglega ábyrgð á þeirri læknisþjónustu sem undir þá heyri. „Í nýlegum drögum að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 hefur verið fjarlægð sú grein úr lögum sem kveður á um faglega ábyrgð yfirlækna sérgreina/deilda. Að auki verður skv. frumvarpsdrögum ekki lengur skylt að hafa framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmdastjóra hjúkrunar við heilbrigðisstofnanir. Þannig er læknisfræðileg ábyrgð á meðferð sjúklinga á heilbrigðisstofnunum óskilgreind í drögum að nýjum heilbrigðislögum.“ Samkvæmt fyrrnefndum frumvarpsdrögum verði bæði læknaráð og hjúkrunarráð lögð niður en í stað þeirra komi þverfaglegt fagráð skipað fulltrúum allra fagstétta. „Læknaráð Landspítala telur að slíkt fagráð muni aldrei hafa sama faglega vægi hvað varðar læknisþjónustu spítalans og læknaráð hefur haft hingað til. Stjórn læknaráðs mótmælir harðlega því að ekki sé sérstaklega gert ráð fyrir læknaráði eða hjúkrunarráði í nýju skipuriti Landspítala sem samþykkt var af heilbrigðisráðherra þó gildandi lög segi til um annað.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. 27. september 2019 11:45 Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15 Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Spara á milljarð króna á þessu ári og tvo og hálfan milljarð á því næsta með aðhaldsaðgerðum á Landspítala. Forstjóri segir alla áherslu lagða á að vernda klíníska þjónustu á kostnað stoðþjónustu. 19. október 2019 07:30 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. 27. september 2019 11:45
Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15
Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Spara á milljarð króna á þessu ári og tvo og hálfan milljarð á því næsta með aðhaldsaðgerðum á Landspítala. Forstjóri segir alla áherslu lagða á að vernda klíníska þjónustu á kostnað stoðþjónustu. 19. október 2019 07:30