Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2019 10:03 Sólríkur sumardagur á Reykjalundi. Ástandið innandyra er þó ekki eins og best verður á kosið þessa dagana. Reykjalundur Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. Ástæðan er sú að starfsfólk telur sig ekki mega sinna vinnu sinni án þess að á svæðinu sé starfandi yfirlæknir. Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga og yfirlækni á Reykjalundi, var sagt upp störfum síðdegis í gær. Sviptingar hafa verið á Reykjalundi undanfarna tíu daga. Um mánaðamótin var Birgi Gunnarssyni forstjóra sagt upp störfum. Í gær var Magnúsi, nánum samstarfsmanni Birgis, sömuleiðis sagt upp nokkrum vikum eða mánuðum fyrir fyrirhuguð starfslok hans sökum aldurs. Starfsmenn Reykjalundar funduðu í morgun með lögfræðingi og var niðurstaðan sú að þeim væri ekki heimilt að sinna störfum án yfirlæknis.Tilkynning á Reykjalundi í dag.VísirBoðað hefur verið til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu. Þangað ætlar starfsfólk að fjölmenna og funda með Sveini Guðmundssyni, formanni Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, SÍBS. Starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja að deilur um peninga séu kveikjan að átökum stjórnar SÍBS, sem á Reykjalund, og forsvarsmanna Reykjalundar. Um 200 manns starfa á Reykjalundi en stöðugildin eru færri. Í kringum 70 manns mættu á starfsmannafundinn í morgun samkvæmt heimildum Vísis. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. 9. október 2019 17:01 Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. Ástæðan er sú að starfsfólk telur sig ekki mega sinna vinnu sinni án þess að á svæðinu sé starfandi yfirlæknir. Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga og yfirlækni á Reykjalundi, var sagt upp störfum síðdegis í gær. Sviptingar hafa verið á Reykjalundi undanfarna tíu daga. Um mánaðamótin var Birgi Gunnarssyni forstjóra sagt upp störfum. Í gær var Magnúsi, nánum samstarfsmanni Birgis, sömuleiðis sagt upp nokkrum vikum eða mánuðum fyrir fyrirhuguð starfslok hans sökum aldurs. Starfsmenn Reykjalundar funduðu í morgun með lögfræðingi og var niðurstaðan sú að þeim væri ekki heimilt að sinna störfum án yfirlæknis.Tilkynning á Reykjalundi í dag.VísirBoðað hefur verið til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu. Þangað ætlar starfsfólk að fjölmenna og funda með Sveini Guðmundssyni, formanni Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, SÍBS. Starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja að deilur um peninga séu kveikjan að átökum stjórnar SÍBS, sem á Reykjalund, og forsvarsmanna Reykjalundar. Um 200 manns starfa á Reykjalundi en stöðugildin eru færri. Í kringum 70 manns mættu á starfsmannafundinn í morgun samkvæmt heimildum Vísis.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. 9. október 2019 17:01 Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. 9. október 2019 17:01
Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00