Óvænt bið eftir borðum og rífandi sala fylgifiskur Ferrell og Brosnan á Húsavík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2019 20:45 Pierce Brosnan var reffilegur á Húsavík í dag. Vísir Það stendur mikið til á Húsavík um helgina en tökur á Eurovision-mynd Will Ferrell eru hafnar. Stórstjörnurnar eru mættar í bæinn og spenningur meðal bæjarbúa er áþreifanlegur. Almenn ánægja ríkir í bænum með að Húsavík hafi orðið fyrir valinu. Húsavík er undirlögð kvikmyndatökuliði en hátt í 200 manns koma að tökunum, þar á meðal Hollywood-stjörnur á borð við Will Ferrell og Pierce Brosnan, sem eiga að leika Íslendinga í myndinni. Fréttamaður eyddi lungann úr deginum á Húsavík og ræddi þar við fjölmarga íbúa.Sjá einnig: Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í HollywoodFerrell kom til landsins í gær með einkaþotu og Brosnan, Piece Brosnan, hafði komið nokkrum dögum áður. Þegar fréttamann bar að garði í dag dvöldu þeir báðir í glæsivögnum í litlu hjólhýsaþorpi sem komið hefur verið fyrir við höfnina í bænum. Voru þeir ferjaðir á milli tökustaða í glæsibifreiðum sem bakkað var alveg upp að vögnum þeirra.Lítið hjólhýsaþorp hefur sprottið upp við höfnina.Vísir.Vertarnir ánægðir Meðal þess sem kom fram í óformlegu spjalli íbúa við blaðamann í dag var að komu tökuliðsins á Húsavík í gær hafi fylgt rífandi sala á pollabuxum og öðrum útivistarfatnaði, enda var úrhellisrigning allan gærdaginn.Sjá einnig: Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Þá nefndu íbúar einnig að panta þyrfti borð á veitingastöðum í bænum, sem væri óvenjulegt á þessum árstíma. Því kemur ekki á óvart að þeir vertar sem fréttamaður ræddi við voru afar kátir með að tökuliðið væri í bænum.Þetta verður líklega algeng sjón um helgina. Tökuliðið er á víð og dreif um bæinn.Vísir.„Það er ekkert að því að gera grín að okkur hér, bara eins og öðrum“ Þá ræddi fréttamaður einnig við Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra í Norðurþings sem var ánægður með að Húsvíkingar hafi fengið hlutverk sem aukaleikarar í myndinni. Vonar hann að þeir steli senunni.Sjá einnig: Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina„Þessar stjörnur sem að við sjáum dags daglega alla daga hér á Húsavík, ég vona að þær rati inn á hvíta tjaldið sömuleiðis með þeim sem eru að koma,“ sagði Kristján Þór sem gerir fastlega ráð fyrir þv að athyglin sem Húsavík fái vegna myndarinnar verði ekki önnur en jákvæð.Nú er Will Ferrell þekktur háðfugl, þið hafið ekkert áhyggjur af því að Húsavík komi kannski eitthvað skringilega út úr þessu öllu saman?„Nei, ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Hann er duglegur að gera grín að sjálfum sér og það er ekkert að því að gera grín að okkur hér, bara eins og öðrum. Þetta er bara jákvæður atburður og verður örugglega lengi í minnum hafður hér.“ Bíó og sjónvarp Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Tengdar fréttir Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00 Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44 Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. 10. október 2019 17:56 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Mest lesið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Það stendur mikið til á Húsavík um helgina en tökur á Eurovision-mynd Will Ferrell eru hafnar. Stórstjörnurnar eru mættar í bæinn og spenningur meðal bæjarbúa er áþreifanlegur. Almenn ánægja ríkir í bænum með að Húsavík hafi orðið fyrir valinu. Húsavík er undirlögð kvikmyndatökuliði en hátt í 200 manns koma að tökunum, þar á meðal Hollywood-stjörnur á borð við Will Ferrell og Pierce Brosnan, sem eiga að leika Íslendinga í myndinni. Fréttamaður eyddi lungann úr deginum á Húsavík og ræddi þar við fjölmarga íbúa.Sjá einnig: Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í HollywoodFerrell kom til landsins í gær með einkaþotu og Brosnan, Piece Brosnan, hafði komið nokkrum dögum áður. Þegar fréttamann bar að garði í dag dvöldu þeir báðir í glæsivögnum í litlu hjólhýsaþorpi sem komið hefur verið fyrir við höfnina í bænum. Voru þeir ferjaðir á milli tökustaða í glæsibifreiðum sem bakkað var alveg upp að vögnum þeirra.Lítið hjólhýsaþorp hefur sprottið upp við höfnina.Vísir.Vertarnir ánægðir Meðal þess sem kom fram í óformlegu spjalli íbúa við blaðamann í dag var að komu tökuliðsins á Húsavík í gær hafi fylgt rífandi sala á pollabuxum og öðrum útivistarfatnaði, enda var úrhellisrigning allan gærdaginn.Sjá einnig: Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Þá nefndu íbúar einnig að panta þyrfti borð á veitingastöðum í bænum, sem væri óvenjulegt á þessum árstíma. Því kemur ekki á óvart að þeir vertar sem fréttamaður ræddi við voru afar kátir með að tökuliðið væri í bænum.Þetta verður líklega algeng sjón um helgina. Tökuliðið er á víð og dreif um bæinn.Vísir.„Það er ekkert að því að gera grín að okkur hér, bara eins og öðrum“ Þá ræddi fréttamaður einnig við Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra í Norðurþings sem var ánægður með að Húsvíkingar hafi fengið hlutverk sem aukaleikarar í myndinni. Vonar hann að þeir steli senunni.Sjá einnig: Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina„Þessar stjörnur sem að við sjáum dags daglega alla daga hér á Húsavík, ég vona að þær rati inn á hvíta tjaldið sömuleiðis með þeim sem eru að koma,“ sagði Kristján Þór sem gerir fastlega ráð fyrir þv að athyglin sem Húsavík fái vegna myndarinnar verði ekki önnur en jákvæð.Nú er Will Ferrell þekktur háðfugl, þið hafið ekkert áhyggjur af því að Húsavík komi kannski eitthvað skringilega út úr þessu öllu saman?„Nei, ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Hann er duglegur að gera grín að sjálfum sér og það er ekkert að því að gera grín að okkur hér, bara eins og öðrum. Þetta er bara jákvæður atburður og verður örugglega lengi í minnum hafður hér.“
Bíó og sjónvarp Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Tengdar fréttir Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00 Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44 Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. 10. október 2019 17:56 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Mest lesið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00
Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44
Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. 10. október 2019 17:56
Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06