Skotar munu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju Andri Eysteinsson skrifar 13. október 2019 16:23 Sturgeon ræddi við Andrew Marr hjá BBC One. Getty/Jeff J Mitchell Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. Guardian greinir frá.Sturgeon var á mælendaskrá á haustráðstefnu SNP í Aberdeen fyrr í dag og þar greindi hún flokksmönnum sínum frá fyrirætlunum flokksins. Til þess að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands þarf meirihluti skoska þingsins að samþykkja fyrirhugaða tillögu Sturgeon áður en að málinu er skotið til bresku ríkisstjórnarinnar.Árið 2014 greiddu Skotar atkvæði um sjálfstæði landsins. Niðurstöður þeirrar kosningar voru á þann veg að Skotland er enn hluti Bretlands, 55,3% þeirra sem greiddu atkvæði voru andsnúnir sjálfstæði Skotlands en 44,7% voru með sjálfstæði.Sjá einnig: Stóra-Bretland heldur velli - Skotar segja neiÍ viðtali hjá BBC One sagði Sturgeon að stuðningur við sjálfstæði væri meiri en árið 2014. Nú væri stuðningurinn í um 50%. „Ég hef lagt fram tillögu í skoska þinginu til þess að óska eftir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu. Við sjáum mikla aukingu í stuðningi við sjálfstæði Skotlands,“ sagði Sturgeon og bætti við að ekki liði langur tími þar til að niðurstaða yrði komin í málið, líklega væri eingöngu um að ræða nokkrar vikur. Í Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni sumarið 2016 greiddi meirihluti Skota með því að Bretar héldu sér innan Evrópusambandsins, eins og frægt er orðið reyndist það vilji meirihluta bresku þjóðarinnar að yfirgefa sambandið. Í sama viðtali við BBC greindi Sturgeon frá því að hún og SNP flokkurinn hygðist ekki styðja neinar tillögur forsætisráðherrans Boris Johnson er við kæmu Brexit. „Tillögurnar sem eru uppi á borðum eru óásættanlegar. Með þeim færi Skotland úr Evrópusambandinu og úr tollasambandi og markaðssambandi ESB, með öllum þeim skaða sem það mun valda landinu,“ sagði Sturgeon. Bretland Brexit Skotland Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. Guardian greinir frá.Sturgeon var á mælendaskrá á haustráðstefnu SNP í Aberdeen fyrr í dag og þar greindi hún flokksmönnum sínum frá fyrirætlunum flokksins. Til þess að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands þarf meirihluti skoska þingsins að samþykkja fyrirhugaða tillögu Sturgeon áður en að málinu er skotið til bresku ríkisstjórnarinnar.Árið 2014 greiddu Skotar atkvæði um sjálfstæði landsins. Niðurstöður þeirrar kosningar voru á þann veg að Skotland er enn hluti Bretlands, 55,3% þeirra sem greiddu atkvæði voru andsnúnir sjálfstæði Skotlands en 44,7% voru með sjálfstæði.Sjá einnig: Stóra-Bretland heldur velli - Skotar segja neiÍ viðtali hjá BBC One sagði Sturgeon að stuðningur við sjálfstæði væri meiri en árið 2014. Nú væri stuðningurinn í um 50%. „Ég hef lagt fram tillögu í skoska þinginu til þess að óska eftir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu. Við sjáum mikla aukingu í stuðningi við sjálfstæði Skotlands,“ sagði Sturgeon og bætti við að ekki liði langur tími þar til að niðurstaða yrði komin í málið, líklega væri eingöngu um að ræða nokkrar vikur. Í Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni sumarið 2016 greiddi meirihluti Skota með því að Bretar héldu sér innan Evrópusambandsins, eins og frægt er orðið reyndist það vilji meirihluta bresku þjóðarinnar að yfirgefa sambandið. Í sama viðtali við BBC greindi Sturgeon frá því að hún og SNP flokkurinn hygðist ekki styðja neinar tillögur forsætisráðherrans Boris Johnson er við kæmu Brexit. „Tillögurnar sem eru uppi á borðum eru óásættanlegar. Með þeim færi Skotland úr Evrópusambandinu og úr tollasambandi og markaðssambandi ESB, með öllum þeim skaða sem það mun valda landinu,“ sagði Sturgeon.
Bretland Brexit Skotland Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira