Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2019 18:11 Fólk fagnar því að hersveitir sem studdar eru af Tyrkjum hafi náð stjórn í sýrlenska bænum Tal Abyad AP/Ismail Coskun Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Vika er liðin síðan Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fyrirskipaði Bandarískum hersveitum að yfirgefa norðanvert Sýrland. Þessi ákvörðun berskjaldaði Kúrda en Tyrkir líta á þá sem hryðjuverkahóp vegna tengsla þeirra við kúrdíska uppreisnarmenn í Tyrklandi. Átökin milli Tyrklands og fyrrum-bandamanna Bandaríkjanna, Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, verða „blóðugri með hverri klukkustund sem líður,“ sagði varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, á sunnudag.Reykur stígur upp frá bænum Ras al-Ayn í Sýrlandi eftir árás hersveita sem studdar eru af Tyrkjum.AP/Emrah GurelBandarískar hersveitir eru enn að undirbúa brottflutning sinn en ástandið í norður Sýrlandi hefur farið versnandi en fregnir bárust um það fyrr í dag að tyrkneskar hersveitir hafi tekið nokkra almenna borgara af lífi, þar á meðal kúrdíska stjórnmálakonu. Konurnar og börnin sem var haldið í Ayn Issa búðunum risu upp gegn vörðunum snemma á sunnudag eftir að tyrknesk sprengja sprakk nærri þeim. Þau flúðu öll en ekki er vitað hvert þau munu halda, en flest eru stuðningsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki.Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, þvertekur fyrir friðarviðræður við Kúrda.APÞá hefur Racep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, þvertekið fyrir það að semja við Kúrda í Sýrlandi og sagði hann Tyrki ekki semja við „hryðjuverkamenn.“ Ákvörðun Trump um að víkja frá landamærunum hefur verið verulega gagnrýnd og sagði meðal annars Lenya Rún Anwar Faraj, íslenskur Kúrdi, í grein sem hún birti í síðustu viku að ákvörðunin gefi Tyrklandi „grænt ljós til að ráðast á Kúrda.“ Kúrdar hafa lengi verið í fylkingarbrjósti ásamt bandarískum hersveitum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Eftir að átökin á milli Kúrda og Tyrkja brutust út hafa áhyggjur vaknað um að stuðningsmenn ISIS sem haldið hefur verið föngum í norðurhluta Sýrlands myndu ná að flýja og auðvelda hryðjuverkasamtökunum að koma saman á ný á svæðinu. Hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, fagna því að þeir hafi náð stjórn í sýrlenska landamærabænum Tal Abayad.AP/Cavit OzgulEftir atburðina í Ayn Issa sagði Jelal Ayaf, háttsettur starfsmaður við búðirnar, í samtali við fjölmiðla á svæðinu að 859 manns hafi flúið úr þeim hluta búðanna þar sem eiginkonur, ekkjur og börn stríðsmanna ISIS voru til húsa. Þá sagði hann að nokkrir hafi verið teknir í hald á ný en að aðrir stuðningsmenn samtakanna í búðunum hafi líka náð að sleppa. Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hafa meira en 130.000 Sýrlendingar þurft að yfirgefa heimili sín síðan aðgerðir Tyrkja hófust fyrir aðeins fimm dögum síðan, þar á meðal Sýrlendingar sem voru á flótta innan eigin lands vegna borgarastyrjaldarinnar sem hefur geisað í landinu síðastliðin átta ár. Tyrknesk yfirvöld segja að 440 kúrdískir hermenn hafi látið lífið síðan aðgerðirnar hófust á miðvikudag en Sýrlenski lýðræðisherinn segir aðeins 56 hermanna sinna hafa látið lífið. Þá segja tyrknesk yfirvöld að fjórir tyrkneskir hermenn hafi látið lífið og sextán sýrlenskir bandamenn þeirra til viðbótar. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Vika er liðin síðan Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fyrirskipaði Bandarískum hersveitum að yfirgefa norðanvert Sýrland. Þessi ákvörðun berskjaldaði Kúrda en Tyrkir líta á þá sem hryðjuverkahóp vegna tengsla þeirra við kúrdíska uppreisnarmenn í Tyrklandi. Átökin milli Tyrklands og fyrrum-bandamanna Bandaríkjanna, Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, verða „blóðugri með hverri klukkustund sem líður,“ sagði varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, á sunnudag.Reykur stígur upp frá bænum Ras al-Ayn í Sýrlandi eftir árás hersveita sem studdar eru af Tyrkjum.AP/Emrah GurelBandarískar hersveitir eru enn að undirbúa brottflutning sinn en ástandið í norður Sýrlandi hefur farið versnandi en fregnir bárust um það fyrr í dag að tyrkneskar hersveitir hafi tekið nokkra almenna borgara af lífi, þar á meðal kúrdíska stjórnmálakonu. Konurnar og börnin sem var haldið í Ayn Issa búðunum risu upp gegn vörðunum snemma á sunnudag eftir að tyrknesk sprengja sprakk nærri þeim. Þau flúðu öll en ekki er vitað hvert þau munu halda, en flest eru stuðningsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki.Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, þvertekur fyrir friðarviðræður við Kúrda.APÞá hefur Racep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, þvertekið fyrir það að semja við Kúrda í Sýrlandi og sagði hann Tyrki ekki semja við „hryðjuverkamenn.“ Ákvörðun Trump um að víkja frá landamærunum hefur verið verulega gagnrýnd og sagði meðal annars Lenya Rún Anwar Faraj, íslenskur Kúrdi, í grein sem hún birti í síðustu viku að ákvörðunin gefi Tyrklandi „grænt ljós til að ráðast á Kúrda.“ Kúrdar hafa lengi verið í fylkingarbrjósti ásamt bandarískum hersveitum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Eftir að átökin á milli Kúrda og Tyrkja brutust út hafa áhyggjur vaknað um að stuðningsmenn ISIS sem haldið hefur verið föngum í norðurhluta Sýrlands myndu ná að flýja og auðvelda hryðjuverkasamtökunum að koma saman á ný á svæðinu. Hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, fagna því að þeir hafi náð stjórn í sýrlenska landamærabænum Tal Abayad.AP/Cavit OzgulEftir atburðina í Ayn Issa sagði Jelal Ayaf, háttsettur starfsmaður við búðirnar, í samtali við fjölmiðla á svæðinu að 859 manns hafi flúið úr þeim hluta búðanna þar sem eiginkonur, ekkjur og börn stríðsmanna ISIS voru til húsa. Þá sagði hann að nokkrir hafi verið teknir í hald á ný en að aðrir stuðningsmenn samtakanna í búðunum hafi líka náð að sleppa. Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hafa meira en 130.000 Sýrlendingar þurft að yfirgefa heimili sín síðan aðgerðir Tyrkja hófust fyrir aðeins fimm dögum síðan, þar á meðal Sýrlendingar sem voru á flótta innan eigin lands vegna borgarastyrjaldarinnar sem hefur geisað í landinu síðastliðin átta ár. Tyrknesk yfirvöld segja að 440 kúrdískir hermenn hafi látið lífið síðan aðgerðirnar hófust á miðvikudag en Sýrlenski lýðræðisherinn segir aðeins 56 hermanna sinna hafa látið lífið. Þá segja tyrknesk yfirvöld að fjórir tyrkneskir hermenn hafi látið lífið og sextán sýrlenskir bandamenn þeirra til viðbótar.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45
Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38
Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00
Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45
Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55