Kúrdar ná samkomulagi við Assad Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2019 20:48 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, sendir hersveitir sínar til norðurhluta Sýrlands til að koma Kúrdum til aðstoðar. getty/Ulrich Baumgarten/The Asahi Shimbun Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. Fyrr í dag sluppu meira en 700 fangar úr fangabúðunum, Ayn Issa, í norðurhluta Sýrlands en flestir þeirra eru stuðningsmenn hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Áhyggjur hafa vaknað að þetta muni stuðla að sterkari stöðu ISIS á svæðinu og mögulegri endurkomu samtakanna.Sjá einnig: Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hermenn Kúrda munu framselja landamærabæina Manbij og Kobane til yfirvalda í Damaskus samkvæmt samningi sem Rússar hafa milligöngu í. Þetta sögðu yfirvöld í Sýrlandi á sunnudagskvöld. Sýrlenska ríkisútvarpið greindi frá því að nokkrar hersveitir úr her Bashar al-Assad væru á leið norður til að svara tyrkneskum árásarmönnum sem væru á sýrlensku landi. Óstaðfestar fregnir segja einnig frá því að samningurinn á milli Kúrdanna og ríkisstjórnarinnar ætti við um allan norðausturhluta Sýrlands. „Við gerðum allt sem við gátum, við báðum um hjálp alþjóðasamfélagsins… en það varð ekki til þess að málið leystist. Við hvöttum kúrdíska hópa til að sýna stuðning en enginn hlustaði,“ sagði Ismat Sheikh Hassan, leiðtogi hernaðarráðsins í Kobane í samtali við fréttamiðla á svæðinu. Samningurinn mun líklega binda endi á fimm ára hálf-sjálfsstjórn Kúrda í norðausturhluta Sýrlands og er það vegna árásar Tyrklands á svæðið. Tyrkland hóf innrás á miðvikudag eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti að bandarískar hersveitir myndu yfirgefa svæðið. Hersveitir Kúrda á svæðinu, eða Sýrlenski lýðræðisherinn, hafa fengið fjárstyrki og verið þjálfaðir af Bandaríkjunum til að berjast gegn ISIS síðan árið 2015. Nú í mars hafði þeim loks tekist að hrekja hryðjuverkamennina af svæðinu en þá höfðu 11 þúsund kúrdískir hermenn fallið í baráttunni. Tyrkir hins vegar telja stærsta hernaðarhóp Sýrlenska lýðræðishersins, kúrdíska YPG, vera hryðjuverkasamtök sem ekki sé hægt að aðskilja frá verkamannaflokki Kúrdistan (PKK). PKK hefur verið í uppreisn gegn tyrkneska ríkinu í áratugi. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03 Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. Fyrr í dag sluppu meira en 700 fangar úr fangabúðunum, Ayn Issa, í norðurhluta Sýrlands en flestir þeirra eru stuðningsmenn hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Áhyggjur hafa vaknað að þetta muni stuðla að sterkari stöðu ISIS á svæðinu og mögulegri endurkomu samtakanna.Sjá einnig: Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hermenn Kúrda munu framselja landamærabæina Manbij og Kobane til yfirvalda í Damaskus samkvæmt samningi sem Rússar hafa milligöngu í. Þetta sögðu yfirvöld í Sýrlandi á sunnudagskvöld. Sýrlenska ríkisútvarpið greindi frá því að nokkrar hersveitir úr her Bashar al-Assad væru á leið norður til að svara tyrkneskum árásarmönnum sem væru á sýrlensku landi. Óstaðfestar fregnir segja einnig frá því að samningurinn á milli Kúrdanna og ríkisstjórnarinnar ætti við um allan norðausturhluta Sýrlands. „Við gerðum allt sem við gátum, við báðum um hjálp alþjóðasamfélagsins… en það varð ekki til þess að málið leystist. Við hvöttum kúrdíska hópa til að sýna stuðning en enginn hlustaði,“ sagði Ismat Sheikh Hassan, leiðtogi hernaðarráðsins í Kobane í samtali við fréttamiðla á svæðinu. Samningurinn mun líklega binda endi á fimm ára hálf-sjálfsstjórn Kúrda í norðausturhluta Sýrlands og er það vegna árásar Tyrklands á svæðið. Tyrkland hóf innrás á miðvikudag eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti að bandarískar hersveitir myndu yfirgefa svæðið. Hersveitir Kúrda á svæðinu, eða Sýrlenski lýðræðisherinn, hafa fengið fjárstyrki og verið þjálfaðir af Bandaríkjunum til að berjast gegn ISIS síðan árið 2015. Nú í mars hafði þeim loks tekist að hrekja hryðjuverkamennina af svæðinu en þá höfðu 11 þúsund kúrdískir hermenn fallið í baráttunni. Tyrkir hins vegar telja stærsta hernaðarhóp Sýrlenska lýðræðishersins, kúrdíska YPG, vera hryðjuverkasamtök sem ekki sé hægt að aðskilja frá verkamannaflokki Kúrdistan (PKK). PKK hefur verið í uppreisn gegn tyrkneska ríkinu í áratugi.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03 Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03
Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45
Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00
Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45
Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55