Áhyggjufull vegna fíkniefnavandans og krefur ráðherra um svör Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2019 15:10 Inga Sæland lýsir þungum áhyggjum af fíkniefnavandanum. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður flokks fólksins, hefur óskað eftir því að Alþingi taki sérstaka umræðu um fíkniefnavanda í landinu. Umræðan fer fram á þinginu síðdegis. Töluvert hefur verið fjallað um aukið magn fíkniefna í umferð á Íslandi og andlát tengd ofneyslu lyfseðilsskilda lyfja. „Við vitum að það er gríðarlegur faraldur, gríðarlegur innflutningur á fíkniefnum og mikill vöxtur í samfélaginu í fíknivandanum. Biðlistinn inn á Vog hefur lengst um hundrað manns. Nú eru tæplega 700 manns á biðlista,“ segir Inga. Henni líst ekkert á í hvað stefnir og óskar eftir svörum frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á þingi í dag.Hvað er á teikniborðinu? „Mig langar að vita hvað er í kortunum og teikniborðinu hjá hæstvirtum heilbrigðisráðherra, hvað er hún að gera í forvörnum? 174 einstaklingar eru dánir úr lyfjaeitrun á síðustu sex árum. 98 karlar og 76 konur. Það er í svo mörg horn að líta og mér finnst við ekki vera að standa okkur.“ Um þrjátíu kíló af kókaíni hafa verið haldlögð af yfirvöldum við innflutning til landsins það sem af er ári. Styrkleiki efnanna er meiri en áður eins og fram kom í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær. „Við erum komin á mjög vondan stað. Bæði hvað lítur að ótímabærum dauðsföllum og öllu þessu,“ segir Inga. „Við þurfum að byrgja fyrir brunninn áður en við dettum ofan í hann. Mér finnst við vera dottin ofan í hann, ég viðurkenni það.“ Hún segir ekki hægt að kenna heilbrigðisráðherra um.Ekki nýr vandi „Þetta er ekki vandi sem er að verða til í dag. Þetta er uppsafnaður vandi sem hefur fengið að grasserast í stjórnkerfinu til margra ára. Býst við að hún muni gera það sem hún getur.“ Inga hefur sjálf hugmyndir um hvað hún vildi sjá gert. „Ég myndi vilja sjá það þannig að við værum ekki með einn einasta einstakling á biðlista, fárveikur að biðja um hjálp. Ég myndi vilja að þegar þau koma út úr meðferð myndum við taka utan um þau hvort sem lítur að því að aðstoða þau við að komast inn á vinnumarkað eða búsettuúrræði. Þetta fólk lendir bara aftur númer 701 í röðinni, margir hverjir, og eru fastir.“ Inga segist ósátt við niðurskurð ríkisstjórnarinnar til löggæslu. Það þurfi að koma í veg fyrir innflutning en um leið leggja áherslu á forvarnir. Taka þurfi utan um fólkið sem lendi í fíkniefnavandanum og sýna viljann í verki. Umræðan hefst síðdegis klukkan korter í fjögur. Alþingi Fíkn Lögreglumál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Inga Sæland, formaður flokks fólksins, hefur óskað eftir því að Alþingi taki sérstaka umræðu um fíkniefnavanda í landinu. Umræðan fer fram á þinginu síðdegis. Töluvert hefur verið fjallað um aukið magn fíkniefna í umferð á Íslandi og andlát tengd ofneyslu lyfseðilsskilda lyfja. „Við vitum að það er gríðarlegur faraldur, gríðarlegur innflutningur á fíkniefnum og mikill vöxtur í samfélaginu í fíknivandanum. Biðlistinn inn á Vog hefur lengst um hundrað manns. Nú eru tæplega 700 manns á biðlista,“ segir Inga. Henni líst ekkert á í hvað stefnir og óskar eftir svörum frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á þingi í dag.Hvað er á teikniborðinu? „Mig langar að vita hvað er í kortunum og teikniborðinu hjá hæstvirtum heilbrigðisráðherra, hvað er hún að gera í forvörnum? 174 einstaklingar eru dánir úr lyfjaeitrun á síðustu sex árum. 98 karlar og 76 konur. Það er í svo mörg horn að líta og mér finnst við ekki vera að standa okkur.“ Um þrjátíu kíló af kókaíni hafa verið haldlögð af yfirvöldum við innflutning til landsins það sem af er ári. Styrkleiki efnanna er meiri en áður eins og fram kom í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær. „Við erum komin á mjög vondan stað. Bæði hvað lítur að ótímabærum dauðsföllum og öllu þessu,“ segir Inga. „Við þurfum að byrgja fyrir brunninn áður en við dettum ofan í hann. Mér finnst við vera dottin ofan í hann, ég viðurkenni það.“ Hún segir ekki hægt að kenna heilbrigðisráðherra um.Ekki nýr vandi „Þetta er ekki vandi sem er að verða til í dag. Þetta er uppsafnaður vandi sem hefur fengið að grasserast í stjórnkerfinu til margra ára. Býst við að hún muni gera það sem hún getur.“ Inga hefur sjálf hugmyndir um hvað hún vildi sjá gert. „Ég myndi vilja sjá það þannig að við værum ekki með einn einasta einstakling á biðlista, fárveikur að biðja um hjálp. Ég myndi vilja að þegar þau koma út úr meðferð myndum við taka utan um þau hvort sem lítur að því að aðstoða þau við að komast inn á vinnumarkað eða búsettuúrræði. Þetta fólk lendir bara aftur númer 701 í röðinni, margir hverjir, og eru fastir.“ Inga segist ósátt við niðurskurð ríkisstjórnarinnar til löggæslu. Það þurfi að koma í veg fyrir innflutning en um leið leggja áherslu á forvarnir. Taka þurfi utan um fólkið sem lendi í fíkniefnavandanum og sýna viljann í verki. Umræðan hefst síðdegis klukkan korter í fjögur.
Alþingi Fíkn Lögreglumál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira