Íris verður framkvæmda- og mannauðsstjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2019 10:15 Frá vinstri eru Viktoría Alfreðsdóttir, Rúnar Ómarsson, Íris Mjöll Gylfadóttir, Stefán Atli Thoroddsen og Ingólfur Örn Guðmundsson. Vörumerkjastofan brandr hefur ráðið til sín fimm nýja starfsmenn, einn framkvæmdastjóra og fjóra ráðgjafa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Fyrir utan að vinna að ráðgjöf í Íslandi hefur fyrirtækið markað sér sérstöðu erlendis undir nafninu Larsen Energy Branding sem eina ráðgjafafyrirtækið í heiminum sem hefur einbeitt sér að vörumerkjastjórnun í orkugeiranum. Þá heldur fyrirtækið ráðstefnur hér heima og erlendis undir vörumerkinu CHARGE,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá upplýsingar um starfsmennina fimm. Íris Mjöll Gylfadóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri CHARGE og mannauðsstjóri brandr. Íris hefur margra ára reynslu af stjórnun og verkefnastýringu og starfaði nú síðast sem verkefnastjóri fyrir fjártæknifyrirtækið Alva. Þar á undan stýrði hún einu stærsta upplýsingatækniverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi þegar hún bar ábyrgð á innleiðingu Íslandsbanka og Landsbankans yfir í nýtt innlána og greiðslu kerfi fyrir hönd Reiknistofu bankanna. Þar áður starfaði hún við verkefnastjórnun m.a. hjá Origo og Arion banka. Ingólfur Örn hefur starfað í aljóðlegu umhverfi markaðsmála í 25 ár. Lengstum starfaði hann hjá Marel, fyrst innan sviðs vöruþróunar sem vöruhönnuður en um 22 ára skeið leiddi hann aljóðlega uppbyggingu markaðsstarfs hjá Marel. Hann hefur að auki komið að margskonar verkefnum á sviði vöruþróunar, stefnumótunar og sölumála. Árið 2018 venti Ingólfur kvæði sínu í kross og byggði upp markaðsmálin hjá nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis áður en hann hóf störf sem ráðgjafi á sviði markaðsmála. Rúnar Ómarsson hefur stýrt alþjóðlegum vörumerkjum um árabil. Hann var m.a. framkvæmdastjóri og einn stofnenda Nikita Clothing. Undanfarin ár hefur Rúnar starfað við ráðgjöf hjá ólíkum íslenskum fyrirtækjum, sem hafa átt það sameiginlegt að stefna á árangur á alþjóðlegum mörkuðum. Stefán Atli Thoroddsen var stofnandi og framkvæmdastjóri Jungle Bar. Hann starfaði síðan sem viðskiptastjóri hjá Gallup á markaðsrannsóknasviði 2017-2018 og verkefnisstjóri hjá Já á vöru og viðskiptaþróunarsviði 2018-2019. Viktoría Alfreðsdóttir starfaði sem einstaklingsráðgjafi hjá Sjóvá og íslenskukennari hjá Retor fræðslu. Hún er nýlega flutt aftur til Íslands eftir nám í Flórens á Ítalíu. Þar útskrifaðist hún með meistaragráðu í vörumerkjastjórnun með áherslu á tísku. Auglýsinga- og markaðsmál Orkumál Vistaskipti Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Vörumerkjastofan brandr hefur ráðið til sín fimm nýja starfsmenn, einn framkvæmdastjóra og fjóra ráðgjafa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Fyrir utan að vinna að ráðgjöf í Íslandi hefur fyrirtækið markað sér sérstöðu erlendis undir nafninu Larsen Energy Branding sem eina ráðgjafafyrirtækið í heiminum sem hefur einbeitt sér að vörumerkjastjórnun í orkugeiranum. Þá heldur fyrirtækið ráðstefnur hér heima og erlendis undir vörumerkinu CHARGE,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá upplýsingar um starfsmennina fimm. Íris Mjöll Gylfadóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri CHARGE og mannauðsstjóri brandr. Íris hefur margra ára reynslu af stjórnun og verkefnastýringu og starfaði nú síðast sem verkefnastjóri fyrir fjártæknifyrirtækið Alva. Þar á undan stýrði hún einu stærsta upplýsingatækniverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi þegar hún bar ábyrgð á innleiðingu Íslandsbanka og Landsbankans yfir í nýtt innlána og greiðslu kerfi fyrir hönd Reiknistofu bankanna. Þar áður starfaði hún við verkefnastjórnun m.a. hjá Origo og Arion banka. Ingólfur Örn hefur starfað í aljóðlegu umhverfi markaðsmála í 25 ár. Lengstum starfaði hann hjá Marel, fyrst innan sviðs vöruþróunar sem vöruhönnuður en um 22 ára skeið leiddi hann aljóðlega uppbyggingu markaðsstarfs hjá Marel. Hann hefur að auki komið að margskonar verkefnum á sviði vöruþróunar, stefnumótunar og sölumála. Árið 2018 venti Ingólfur kvæði sínu í kross og byggði upp markaðsmálin hjá nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis áður en hann hóf störf sem ráðgjafi á sviði markaðsmála. Rúnar Ómarsson hefur stýrt alþjóðlegum vörumerkjum um árabil. Hann var m.a. framkvæmdastjóri og einn stofnenda Nikita Clothing. Undanfarin ár hefur Rúnar starfað við ráðgjöf hjá ólíkum íslenskum fyrirtækjum, sem hafa átt það sameiginlegt að stefna á árangur á alþjóðlegum mörkuðum. Stefán Atli Thoroddsen var stofnandi og framkvæmdastjóri Jungle Bar. Hann starfaði síðan sem viðskiptastjóri hjá Gallup á markaðsrannsóknasviði 2017-2018 og verkefnisstjóri hjá Já á vöru og viðskiptaþróunarsviði 2018-2019. Viktoría Alfreðsdóttir starfaði sem einstaklingsráðgjafi hjá Sjóvá og íslenskukennari hjá Retor fræðslu. Hún er nýlega flutt aftur til Íslands eftir nám í Flórens á Ítalíu. Þar útskrifaðist hún með meistaragráðu í vörumerkjastjórnun með áherslu á tísku.
Auglýsinga- og markaðsmál Orkumál Vistaskipti Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira