Bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir afkomuviðvörun Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2019 12:36 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. arion banki Bankastjóri Arion banka segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. Undirliggjandi rekstur bankans sé sterkur þótt afkoma ársins verði eflaust langt frá markmiðum. Í áhættuviðvörun sem Arion banki sendi Kauphöllinni í gærkvöldi segir að neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nemi um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Þrír þættir eru sérstaklega sagðir skýra tapið nú. Lágt sílikonverð á heimsmarkaði leiði til þess að Arion niðurfæri eignir Stakksbergs, eignarhaldsfélags banks um sílikonverksmiðju í Helguvík um 1,5 milljarða. Þá eru eignir bankans í TravelCo færðar niður um 600 milljónir og vegna taps á starfsemi Valitor sé eign bankans í greiðslumiðlunarfyrirtækinu lækkaðar um 900 milljónir. Benedikt Gíslason bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir þetta. „Eins og kemur fram í tilkynningunni hafa ytri þættir þróast með óhagstæðum hætti. Sem veldur því að við þurfum að endurmeta verðmat eignanna. Þetta er hins vegar breyting sem nemur einu og hálfu prósenti af eiginfé bankans og ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Benedikt. Með þessari tilkynningu til Kauphallarinnar sé einungis verið að upplýsa um þennan eina lið í rekstrarreikningi bankans og varði eignir í sölumeðferð. „Við sáum enga ástæðu til að gefa út yfirlýsingar um undirliggjandi rekstur bankans.“Það þekkja allir þá erfiðleika sem sílikonverksmiðjan hefur gengið í gegn um. Sjáið þið fram á að geta selt hana á þessu ári?„Mér finnst það nú ólíklegt. Við erum enn að undirbúa söluferli og því miður er umhverfið mjög óhagstætt. Það er lágt verð á þeirri vöru sem verksmiðjan væri að framleiða,“ segir Benedikt. Þá sé búið að bókfæra annað tap eins og vegna gjaldþrots WOW Air.Þegar þið gerið upp árið, ertu bjartsýnn á að bankinn skili góðri niðurstöðu? „Undirliggjandi rekstur bankans er sterkur. Þótt árið verði eflaust ekkert sérstakt og kannski langt frá okkar markmiðum þá horfum við björt fram á við. Undirliggjandi rekstur bankans er sterkur,“ segir Benedikt Gíslason. Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Bankastjóri Arion banka segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. Undirliggjandi rekstur bankans sé sterkur þótt afkoma ársins verði eflaust langt frá markmiðum. Í áhættuviðvörun sem Arion banki sendi Kauphöllinni í gærkvöldi segir að neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nemi um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Þrír þættir eru sérstaklega sagðir skýra tapið nú. Lágt sílikonverð á heimsmarkaði leiði til þess að Arion niðurfæri eignir Stakksbergs, eignarhaldsfélags banks um sílikonverksmiðju í Helguvík um 1,5 milljarða. Þá eru eignir bankans í TravelCo færðar niður um 600 milljónir og vegna taps á starfsemi Valitor sé eign bankans í greiðslumiðlunarfyrirtækinu lækkaðar um 900 milljónir. Benedikt Gíslason bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir þetta. „Eins og kemur fram í tilkynningunni hafa ytri þættir þróast með óhagstæðum hætti. Sem veldur því að við þurfum að endurmeta verðmat eignanna. Þetta er hins vegar breyting sem nemur einu og hálfu prósenti af eiginfé bankans og ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Benedikt. Með þessari tilkynningu til Kauphallarinnar sé einungis verið að upplýsa um þennan eina lið í rekstrarreikningi bankans og varði eignir í sölumeðferð. „Við sáum enga ástæðu til að gefa út yfirlýsingar um undirliggjandi rekstur bankans.“Það þekkja allir þá erfiðleika sem sílikonverksmiðjan hefur gengið í gegn um. Sjáið þið fram á að geta selt hana á þessu ári?„Mér finnst það nú ólíklegt. Við erum enn að undirbúa söluferli og því miður er umhverfið mjög óhagstætt. Það er lágt verð á þeirri vöru sem verksmiðjan væri að framleiða,“ segir Benedikt. Þá sé búið að bókfæra annað tap eins og vegna gjaldþrots WOW Air.Þegar þið gerið upp árið, ertu bjartsýnn á að bankinn skili góðri niðurstöðu? „Undirliggjandi rekstur bankans er sterkur. Þótt árið verði eflaust ekkert sérstakt og kannski langt frá okkar markmiðum þá horfum við björt fram á við. Undirliggjandi rekstur bankans er sterkur,“ segir Benedikt Gíslason.
Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur