Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2019 19:00 Herdís Gunnarsdóttir er settur forstjóri Reykjalundar en hún byrjaði sem framkvæmdarstjóri endurhæfingar við stofnunina fyrir hálfum mánuði. Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. Starfsmannafundur var haldinn á Reykjalundi í hádeginu í dag þar sem tilkynnt var um nýja stjórnendur stofnunarinnar. Fundurinn var haldinn í skugga vantrausts sem um hundrað starfsmenn lýstu vantrausti á stjórn stofnunarinnar í síðustu viku eftir að forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga var fyrirvaralaust sagt upp.Þurfti að hugsa sig vel um Herdís Gunnarssdóttir settur forstjóri segist hafa hugsað sig vel um þegar henni bauðst að taka starfið að sér en aðeins tvær vikur eru síðan hún tók við sem framkvæmdastjóri endurhæfingar. „Þetta er auðvitað mjög flókin staða og ég var mjög hugi um hvort ég ætti að taka þetta að mér og í raun ákvað ég ekki að gera það fyrr en mjög seint í gærkvöldi og þá mér tímabundið. Ég setti fram kröfur um að áheyrnafulltrúi SÍBS viki af fundum framkvæmdastjórnar og að staða forstjóra yrði auglýst sem fyrst. Þá er mikilvægt að átta sig á því að það þarf að vera starfhæf framkvæmdarstjóri við Reykjalund til að hægt sé að semja við Sjúkratryggingar Íslands og það er líka forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt um næstu mánaðarmót,“ segir Herdís. Ólafur Þór Ævarsson er nýr framkvæmdastjóri lækninga við Reykjalund, Hann hlakkar til að starfa þar,Einn umsækjandi um stöðu framkvæmdastjóra lækninga Staða framkvæmdastjóra lækninga var auglýst í sumar og sótti Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir um stöðuna og var ráðinn í dag. Hann hefði viljað sjá fleiri umsækjendur. „Ég túlka það einhvern veginn þannig að menn hafi verið að mótmæla eða ekki haft hug á að sækja um starfið. Ég tel að það hafi verið mistök því ég hefði viljað keppa við þá hæfu menn sem eru starfandi hér. Landlæknir mati mig hæfan í stöðuna og það hefði verið óþægilegt ef það hefði verið einhver vafi á því en ég hef unnið mikið í endurhæfingu sem geðlæknir,“ segir Ólafur. Hann segist lengi hafa dreymt um að starfa á Reykjalundi pg skilji vel reiði starfsfólks. „Ég skil að það er mikil vanlíðan í húsinu og ég held að það geti verið kostur að fá einhvern utanfrá eins og mig. Ég vil reyna að skilja hvernig hægt er að vinna úr reiðinni svo að hlutirnir fari í góðan farveg. Ég þekki til starfseminnar og veit hvað það er merkilegt starf unnið hérna, ég brenn fyrir því og hlakka til að starfa hér“ segir Ólafur. Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS segir að margt hefði mátt fara öðruvísi þegar tveimur stjórnendum var sagt upp á Reykjalundi.VísirSveinn Guðmundsson stjórnarformaður SÍBS segist hafa skilning á ólgu meðal starfsmanna „Ég hef ekkert um það að segja en ég skil reiðina og undirtóninn og allt og get ekkert gert meira,“ segir Sveinn. Sveinn segir að kannski hefði mátt fara öðruvísi að í uppsögnunum. „Ég get ekki sagt hvernig þær báru að það er bara trúnaðarmál, auðvitað getur margt hafa mátt hafa farið öðruvísi,“ segir Sveinn. Heilbrigðismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. Starfsmannafundur var haldinn á Reykjalundi í hádeginu í dag þar sem tilkynnt var um nýja stjórnendur stofnunarinnar. Fundurinn var haldinn í skugga vantrausts sem um hundrað starfsmenn lýstu vantrausti á stjórn stofnunarinnar í síðustu viku eftir að forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga var fyrirvaralaust sagt upp.Þurfti að hugsa sig vel um Herdís Gunnarssdóttir settur forstjóri segist hafa hugsað sig vel um þegar henni bauðst að taka starfið að sér en aðeins tvær vikur eru síðan hún tók við sem framkvæmdastjóri endurhæfingar. „Þetta er auðvitað mjög flókin staða og ég var mjög hugi um hvort ég ætti að taka þetta að mér og í raun ákvað ég ekki að gera það fyrr en mjög seint í gærkvöldi og þá mér tímabundið. Ég setti fram kröfur um að áheyrnafulltrúi SÍBS viki af fundum framkvæmdastjórnar og að staða forstjóra yrði auglýst sem fyrst. Þá er mikilvægt að átta sig á því að það þarf að vera starfhæf framkvæmdarstjóri við Reykjalund til að hægt sé að semja við Sjúkratryggingar Íslands og það er líka forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt um næstu mánaðarmót,“ segir Herdís. Ólafur Þór Ævarsson er nýr framkvæmdastjóri lækninga við Reykjalund, Hann hlakkar til að starfa þar,Einn umsækjandi um stöðu framkvæmdastjóra lækninga Staða framkvæmdastjóra lækninga var auglýst í sumar og sótti Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir um stöðuna og var ráðinn í dag. Hann hefði viljað sjá fleiri umsækjendur. „Ég túlka það einhvern veginn þannig að menn hafi verið að mótmæla eða ekki haft hug á að sækja um starfið. Ég tel að það hafi verið mistök því ég hefði viljað keppa við þá hæfu menn sem eru starfandi hér. Landlæknir mati mig hæfan í stöðuna og það hefði verið óþægilegt ef það hefði verið einhver vafi á því en ég hef unnið mikið í endurhæfingu sem geðlæknir,“ segir Ólafur. Hann segist lengi hafa dreymt um að starfa á Reykjalundi pg skilji vel reiði starfsfólks. „Ég skil að það er mikil vanlíðan í húsinu og ég held að það geti verið kostur að fá einhvern utanfrá eins og mig. Ég vil reyna að skilja hvernig hægt er að vinna úr reiðinni svo að hlutirnir fari í góðan farveg. Ég þekki til starfseminnar og veit hvað það er merkilegt starf unnið hérna, ég brenn fyrir því og hlakka til að starfa hér“ segir Ólafur. Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS segir að margt hefði mátt fara öðruvísi þegar tveimur stjórnendum var sagt upp á Reykjalundi.VísirSveinn Guðmundsson stjórnarformaður SÍBS segist hafa skilning á ólgu meðal starfsmanna „Ég hef ekkert um það að segja en ég skil reiðina og undirtóninn og allt og get ekkert gert meira,“ segir Sveinn. Sveinn segir að kannski hefði mátt fara öðruvísi að í uppsögnunum. „Ég get ekki sagt hvernig þær báru að það er bara trúnaðarmál, auðvitað getur margt hafa mátt hafa farið öðruvísi,“ segir Sveinn.
Heilbrigðismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira