B-manneskjan þarf að þröngva sér inn í ramma A-manneskjunnar og fær því styttri svefn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2019 22:45 Erla Björnsdóttir er doktor í sálfræði. Hún hefur rannsakað svefn mikið og er meðal annars stjórnarformaður og stofnandi Betri svefns. Hinar svokölluðu B-manneskjur, nátthrafnar sem fara seint að sofa, þurfa að þröngva sér inn í ramma A-manneskjunnar sem fer snemma að sofa og vaknar einnig snemma. Þar af leiðandi fær B-manneskjan styttri svefn en A-manneskjan, að sögn Erlu Björnsdóttur, doktors í sálfræði, sem hefur mikið rannsakað svefn. Rætt var við Erlu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún var meðal annars spurð að því hvort önnur týpan, A eða B, fengi alla jafna betri svefn en hin. Erla sagði rannsóknir hafa sýnt að B-týpan eigi oft svolítið erfitt uppdráttar því samfélagið sé mjög sniðið að A-manneskjunni, með til dæmis hinum klassíska 8-4-vinnudegi. „Það er einhvern veginn viðurkenndara að fara snemma að sofa og fara snemma á fætur. Við tengjum það oft dugnaði og atorku að taka daginn snemma. En að sjálfsögðu er alveg hægt að afkasta jafnmiklu þó svo að við byrjum ekki að vinna fyrr en 11 og vinnum lengur yfir daginn. Það kannski er ekki alveg jafn viðurkennt samfélagslega og þess vegna þurfa þessar B-týpur einhvern veginn að þröngva sér inn í þennan ramma A-manneskjunnar en eru samt að fara seint að sofa og fá þar af leiðandi styttri svefn,“ sagði Erla.Regla og rútína það mikilvægasta fyrir góðan svefn Hún sagði reglu og rútínu mikilvægasta til að ná góðum svefni. „Fara á sama tíma að sofa og á sama tíma á fætur flesta daga vikunnar og að skapa sér rólega rútínu í kringum svefninn. Rólega rútínu á kvöldin og sömuleiðis ákveðna rútínu á morgnana þegar við erum að koma okkur fram úr því sumir eiga erfitt með það líka. Þannig að rútína og regla er það sem er allra best en það er kannski ekki endilega einfalt að ná því.“ Þannig er það til dæmis vitað að fólk sem vinnur vaktavinnu glímir frekar við svefnvanda en aðrir. „Þau eru að sofa að meðaltali minna en aðrir þannig að þetta er oft aðeins flóknara þegar við erum að skoða vaktavinnufólk. Það sem við byrjum yfirleitt á að gera er að búa til einhverja reglu í óreglunni þannig að við séum allavega alltaf að sofa jafnlengi sama á hvernig vöktum við erum og reyna að forgangsraða svefninum sérstaklega þegar við eigum frí eða þegar við erum að vinna dagvaktir því það eru helst þessar næturvaktir sem eru að hafa áhrif á svefninn. Við sofum ekki eins vel á daginn eftir næturvakt, svefninn er styttri, oft grynnri og minna endurnærandi,“ sagði Erla. Aðspurð hvernig þetta væri svo fyrir fólk sem vinnur einungis á næturnar sagði Erla að það væri kannski hægt að venjast því ef mynstrið væri alltaf eins. „Það sem er kannski verst fyrir okkur er að vera sífellt að flakka með tímana en svo er það misjafnt hvernig fólk plumar sig í vaktavinnu og sumum hentar þetta bara mjög vel. Það virðist vera að fólk sem eru nátthrafnar, þessar B-týpur, að þær eiga yfirleitt auðveldar með að aðlagast breytilegum vinnutíma og sækja jafnvel frekar í vaktavinnu þannig að áhrifin eru ekki þau sömu á alla.“ Viðtalið við Erlu má heyra í heild sinni í spilaranum hér ofan neðan. Heilbrigðismál Klukkan á Íslandi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Hinar svokölluðu B-manneskjur, nátthrafnar sem fara seint að sofa, þurfa að þröngva sér inn í ramma A-manneskjunnar sem fer snemma að sofa og vaknar einnig snemma. Þar af leiðandi fær B-manneskjan styttri svefn en A-manneskjan, að sögn Erlu Björnsdóttur, doktors í sálfræði, sem hefur mikið rannsakað svefn. Rætt var við Erlu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún var meðal annars spurð að því hvort önnur týpan, A eða B, fengi alla jafna betri svefn en hin. Erla sagði rannsóknir hafa sýnt að B-týpan eigi oft svolítið erfitt uppdráttar því samfélagið sé mjög sniðið að A-manneskjunni, með til dæmis hinum klassíska 8-4-vinnudegi. „Það er einhvern veginn viðurkenndara að fara snemma að sofa og fara snemma á fætur. Við tengjum það oft dugnaði og atorku að taka daginn snemma. En að sjálfsögðu er alveg hægt að afkasta jafnmiklu þó svo að við byrjum ekki að vinna fyrr en 11 og vinnum lengur yfir daginn. Það kannski er ekki alveg jafn viðurkennt samfélagslega og þess vegna þurfa þessar B-týpur einhvern veginn að þröngva sér inn í þennan ramma A-manneskjunnar en eru samt að fara seint að sofa og fá þar af leiðandi styttri svefn,“ sagði Erla.Regla og rútína það mikilvægasta fyrir góðan svefn Hún sagði reglu og rútínu mikilvægasta til að ná góðum svefni. „Fara á sama tíma að sofa og á sama tíma á fætur flesta daga vikunnar og að skapa sér rólega rútínu í kringum svefninn. Rólega rútínu á kvöldin og sömuleiðis ákveðna rútínu á morgnana þegar við erum að koma okkur fram úr því sumir eiga erfitt með það líka. Þannig að rútína og regla er það sem er allra best en það er kannski ekki endilega einfalt að ná því.“ Þannig er það til dæmis vitað að fólk sem vinnur vaktavinnu glímir frekar við svefnvanda en aðrir. „Þau eru að sofa að meðaltali minna en aðrir þannig að þetta er oft aðeins flóknara þegar við erum að skoða vaktavinnufólk. Það sem við byrjum yfirleitt á að gera er að búa til einhverja reglu í óreglunni þannig að við séum allavega alltaf að sofa jafnlengi sama á hvernig vöktum við erum og reyna að forgangsraða svefninum sérstaklega þegar við eigum frí eða þegar við erum að vinna dagvaktir því það eru helst þessar næturvaktir sem eru að hafa áhrif á svefninn. Við sofum ekki eins vel á daginn eftir næturvakt, svefninn er styttri, oft grynnri og minna endurnærandi,“ sagði Erla. Aðspurð hvernig þetta væri svo fyrir fólk sem vinnur einungis á næturnar sagði Erla að það væri kannski hægt að venjast því ef mynstrið væri alltaf eins. „Það sem er kannski verst fyrir okkur er að vera sífellt að flakka með tímana en svo er það misjafnt hvernig fólk plumar sig í vaktavinnu og sumum hentar þetta bara mjög vel. Það virðist vera að fólk sem eru nátthrafnar, þessar B-týpur, að þær eiga yfirleitt auðveldar með að aðlagast breytilegum vinnutíma og sækja jafnvel frekar í vaktavinnu þannig að áhrifin eru ekki þau sömu á alla.“ Viðtalið við Erlu má heyra í heild sinni í spilaranum hér ofan neðan.
Heilbrigðismál Klukkan á Íslandi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira