Nauðsyn, ekki lúxus Katrín Atladóttir skrifar 17. október 2019 07:45 Þótt nýsköpunarfyrirtækin OZ og Plain Vanilla hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til skildu þau eftir sig gífurleg verðmæti. Hugvit og starfsfólk sem stóð uppi reynslunni ríkari. Fyrrverandi starfsfólk OZ, eftir sára magalendingu, stofnaði tugi fyrirtækja. Eitt þeirra er CCP Games, stöndugt og skemmtilegt fyrirtæki þar sem eftirsóknarvert þykir að vinna. CCP hefur aftur getið af sér tugi nýrra fyrirtækja. Sömu sögu má segja af Plain Vanilla. Þegar nýsköpunarfyrirtæki fara á hausinn verða ekki eingöngu rjúkandi rústir eftir, heldur fólk sem lærir af reynslunni og gengur vonandi betur næst.Samkeppni um fólk Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynnti nýlega nýsköpunarstefnu Íslands. Markmið hennar er að gera Ísland betur í stakk búið að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir nýsköpun. Stefnan er mikilvæg og um margt framsækin. Ísland á nefnilega í harðri samkeppni við önnur lönd um fólk. Það er allra hagur að ungt fólk velji að búa hér. Af þeim sökum þarf landið að vera samkeppnishæft þegar kemur að hinum ýmsu lífsgæðum, til dæmis að hér séu störf við hæfi. Talið er að minnst 65% starfa framtíðarinnar séu ekki til í dag. Það er því eitt af stóru málunum sem við stöndum frammi fyrir að skapa jarðveg svo ungt og vel menntað fólk geti haslað sér völl og skapað sér starfsvettvang. Nýsköpun er framtíðin og öflugt atvinnulíf er grundvallarforsenda velsældar. Séu ekki störf til staðar á Íslandi þá leitar fólk einfaldlega annað. Ungt og hæfileikaríkt fólk hefur alla burði til að kjósa með fótunum. Nýsköpun er nefnilega nauðsyn, en ekki lúxus, líkt og ráðherrann komst svo vel að orði.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Nýsköpun Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Þótt nýsköpunarfyrirtækin OZ og Plain Vanilla hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til skildu þau eftir sig gífurleg verðmæti. Hugvit og starfsfólk sem stóð uppi reynslunni ríkari. Fyrrverandi starfsfólk OZ, eftir sára magalendingu, stofnaði tugi fyrirtækja. Eitt þeirra er CCP Games, stöndugt og skemmtilegt fyrirtæki þar sem eftirsóknarvert þykir að vinna. CCP hefur aftur getið af sér tugi nýrra fyrirtækja. Sömu sögu má segja af Plain Vanilla. Þegar nýsköpunarfyrirtæki fara á hausinn verða ekki eingöngu rjúkandi rústir eftir, heldur fólk sem lærir af reynslunni og gengur vonandi betur næst.Samkeppni um fólk Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynnti nýlega nýsköpunarstefnu Íslands. Markmið hennar er að gera Ísland betur í stakk búið að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir nýsköpun. Stefnan er mikilvæg og um margt framsækin. Ísland á nefnilega í harðri samkeppni við önnur lönd um fólk. Það er allra hagur að ungt fólk velji að búa hér. Af þeim sökum þarf landið að vera samkeppnishæft þegar kemur að hinum ýmsu lífsgæðum, til dæmis að hér séu störf við hæfi. Talið er að minnst 65% starfa framtíðarinnar séu ekki til í dag. Það er því eitt af stóru málunum sem við stöndum frammi fyrir að skapa jarðveg svo ungt og vel menntað fólk geti haslað sér völl og skapað sér starfsvettvang. Nýsköpun er framtíðin og öflugt atvinnulíf er grundvallarforsenda velsældar. Séu ekki störf til staðar á Íslandi þá leitar fólk einfaldlega annað. Ungt og hæfileikaríkt fólk hefur alla burði til að kjósa með fótunum. Nýsköpun er nefnilega nauðsyn, en ekki lúxus, líkt og ráðherrann komst svo vel að orði.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar