Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2019 11:57 Boris Johnson á breska þinginu í dag. Vísir/AP Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um samning forsætisráðherrans við Evrópusambandið um útgöngu Breta. Er þetta í fyrsta sinn í 37 ár sem breska þingið kemur saman á laugardegi en Boris Johnson hefur háð mikla baráttu undanfarna daga til að fá samning sinn samþykktan. Boris Johnson var ákveðinn á breska þinginu í morgun þar sem hann sagði frekari frestun á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu tilgangslausa, kostnaðarsama og grafan undan trausti bresku þjóðarinnar á þinginu. Ef samningnum er hafnað er Johnson skyldugur til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Ekki er öruggt að jákvætt svar fáist við þeirri bón og eru því enn nokkrar líkur á samningslausri útgöngu. Verði samningur Johnson samþykktur í dag er búist við að mjótt verði á munum því fyrrum bandamenn forsætisráðherrans í Lýðræðislega sambandsflokknum og stjórnarandstaðan er talin ætla að kjósa gegn samningi hans. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að flokkur sinn yrði ekki plataður til að kjósa með samningi sem setur Bretland í verri stöðu en áður. Breska ríkisútvarpið segir hins vegar frá því að forsætisráðherrann geti mögulega búist við níu atkvæðum frá þingmönnum verkamannaflokksins. Forsætisráðherrann sé einnig vongóður um að fá stuðning frá 21 þingmanni Íhaldsflokksins sem hann rak fyrir að fara að gegn honum í síðasta mánuði. Johnson sagði á þinginu í dag að nú væri tækifæri fyrir breska þingið til að sameina bresku þjóðina með nýjum og betri samningi sem hún vonast eftir. Er búist við að þingmenn muni greiða atkvæði um klukkan hálf þrjú að breskum tíma í dag. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um samning forsætisráðherrans við Evrópusambandið um útgöngu Breta. Er þetta í fyrsta sinn í 37 ár sem breska þingið kemur saman á laugardegi en Boris Johnson hefur háð mikla baráttu undanfarna daga til að fá samning sinn samþykktan. Boris Johnson var ákveðinn á breska þinginu í morgun þar sem hann sagði frekari frestun á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu tilgangslausa, kostnaðarsama og grafan undan trausti bresku þjóðarinnar á þinginu. Ef samningnum er hafnað er Johnson skyldugur til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Ekki er öruggt að jákvætt svar fáist við þeirri bón og eru því enn nokkrar líkur á samningslausri útgöngu. Verði samningur Johnson samþykktur í dag er búist við að mjótt verði á munum því fyrrum bandamenn forsætisráðherrans í Lýðræðislega sambandsflokknum og stjórnarandstaðan er talin ætla að kjósa gegn samningi hans. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að flokkur sinn yrði ekki plataður til að kjósa með samningi sem setur Bretland í verri stöðu en áður. Breska ríkisútvarpið segir hins vegar frá því að forsætisráðherrann geti mögulega búist við níu atkvæðum frá þingmönnum verkamannaflokksins. Forsætisráðherrann sé einnig vongóður um að fá stuðning frá 21 þingmanni Íhaldsflokksins sem hann rak fyrir að fara að gegn honum í síðasta mánuði. Johnson sagði á þinginu í dag að nú væri tækifæri fyrir breska þingið til að sameina bresku þjóðina með nýjum og betri samningi sem hún vonast eftir. Er búist við að þingmenn muni greiða atkvæði um klukkan hálf þrjú að breskum tíma í dag.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira