Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2019 10:15 Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. Fimmtán manns eru sagðir hafa verið fluttir á sjúkrahús og er sá sem var skotinn er sagður í alvarlegu ástandi. Enn ein mótmælin hafa brotist út í Hong Kong á 70 afmæli Alþýðulýðveldisins í Kína og þykja þau umfangsmikil. CNN segir embættismenn í Hong Kong hafa lengi haft áhyggjur af því að mótmælandi myndi láta lífið í átökum við lögreglu. Það þyki jafnvel kraftaverk að það hafi ekki gerst áður. Til átaka hefur komið á milli mótmælenda og lögreglu í minnst níu hverfum borgarinnar þar sem mótmælendur kasta braki og eldsprengjum að lögreglu, sem svarað hefur með táragasi og háþrýstivatnsdælum. Mótmælendur sem krefjast aukins lýðræðis hafa komið saman í fjóra mánuði og hafa reglulega leyst upp í ofbeldi þegar liðið hefur á daginn og á kvöldin. Búið er að loka almenningssamgöngum í Hong Kong en mótmælendur höfðu heitið því að nota afmælisdag Kína til að kalla eftir lýðræðisbótum eins og þeir hafa gert á undanförnum vikum. Ein kona sem Reuters ræddi við sagði málið einfalt. „Ég er ekki ung en ef við mótmælum ekki núna, munum við aldrei fá að tjá okkur aftur. Það er svo einfalt,“ sagði hún.Hér má sjá myndband sem talið er sýna lögregluþjón skjóta mótmælanda í átökum þeirra á milli. Vert er að vara við myndbandinu. Clashes broke out again on Nathan Road as protesters threw dozens of Molotov cocktails. #hongkong #hongkongprotests #antiELAB 1/4 pic.twitter.com/w8H3w4FGgJ— Hong Kong Free Press (@HongKongFP) October 1, 2019 Hong Kong Kína Tengdar fréttir Fagna sjötíu ára kommúnistastjórn í dag Yfirvöld í Kína minnast þess í dag að sjötíu ár eru liðin frá því kommúnistar komust til valda í landinu og er mikið um dýrðir í höfuðborginni Beijing í dag vegna þess. 1. október 2019 07:04 Lestarstöðvum í Hong Kong lokað til að forðast ofbeldisfulla mótmælendur Mótmælendur í Hong Kong unnu mikil skemmdarverk á lestarstöð á sunnudag, þeir brutu eftirlitsmyndavélar og miðaskanna. 22. september 2019 10:34 Gúmmíkúlum og táragasi skotið að mótmælendum í Hong Kong Átökin í dag eru sögð á meðal þeirra hörðustu frá því að mótmæli hófust í borginni fyrir rúmum þremur mánuðum. 29. september 2019 09:49 Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00 Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong Í skýrslu sem samtökin Amnesty International birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. 20. september 2019 10:53 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. Fimmtán manns eru sagðir hafa verið fluttir á sjúkrahús og er sá sem var skotinn er sagður í alvarlegu ástandi. Enn ein mótmælin hafa brotist út í Hong Kong á 70 afmæli Alþýðulýðveldisins í Kína og þykja þau umfangsmikil. CNN segir embættismenn í Hong Kong hafa lengi haft áhyggjur af því að mótmælandi myndi láta lífið í átökum við lögreglu. Það þyki jafnvel kraftaverk að það hafi ekki gerst áður. Til átaka hefur komið á milli mótmælenda og lögreglu í minnst níu hverfum borgarinnar þar sem mótmælendur kasta braki og eldsprengjum að lögreglu, sem svarað hefur með táragasi og háþrýstivatnsdælum. Mótmælendur sem krefjast aukins lýðræðis hafa komið saman í fjóra mánuði og hafa reglulega leyst upp í ofbeldi þegar liðið hefur á daginn og á kvöldin. Búið er að loka almenningssamgöngum í Hong Kong en mótmælendur höfðu heitið því að nota afmælisdag Kína til að kalla eftir lýðræðisbótum eins og þeir hafa gert á undanförnum vikum. Ein kona sem Reuters ræddi við sagði málið einfalt. „Ég er ekki ung en ef við mótmælum ekki núna, munum við aldrei fá að tjá okkur aftur. Það er svo einfalt,“ sagði hún.Hér má sjá myndband sem talið er sýna lögregluþjón skjóta mótmælanda í átökum þeirra á milli. Vert er að vara við myndbandinu. Clashes broke out again on Nathan Road as protesters threw dozens of Molotov cocktails. #hongkong #hongkongprotests #antiELAB 1/4 pic.twitter.com/w8H3w4FGgJ— Hong Kong Free Press (@HongKongFP) October 1, 2019
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Fagna sjötíu ára kommúnistastjórn í dag Yfirvöld í Kína minnast þess í dag að sjötíu ár eru liðin frá því kommúnistar komust til valda í landinu og er mikið um dýrðir í höfuðborginni Beijing í dag vegna þess. 1. október 2019 07:04 Lestarstöðvum í Hong Kong lokað til að forðast ofbeldisfulla mótmælendur Mótmælendur í Hong Kong unnu mikil skemmdarverk á lestarstöð á sunnudag, þeir brutu eftirlitsmyndavélar og miðaskanna. 22. september 2019 10:34 Gúmmíkúlum og táragasi skotið að mótmælendum í Hong Kong Átökin í dag eru sögð á meðal þeirra hörðustu frá því að mótmæli hófust í borginni fyrir rúmum þremur mánuðum. 29. september 2019 09:49 Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00 Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong Í skýrslu sem samtökin Amnesty International birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. 20. september 2019 10:53 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Fagna sjötíu ára kommúnistastjórn í dag Yfirvöld í Kína minnast þess í dag að sjötíu ár eru liðin frá því kommúnistar komust til valda í landinu og er mikið um dýrðir í höfuðborginni Beijing í dag vegna þess. 1. október 2019 07:04
Lestarstöðvum í Hong Kong lokað til að forðast ofbeldisfulla mótmælendur Mótmælendur í Hong Kong unnu mikil skemmdarverk á lestarstöð á sunnudag, þeir brutu eftirlitsmyndavélar og miðaskanna. 22. september 2019 10:34
Gúmmíkúlum og táragasi skotið að mótmælendum í Hong Kong Átökin í dag eru sögð á meðal þeirra hörðustu frá því að mótmæli hófust í borginni fyrir rúmum þremur mánuðum. 29. september 2019 09:49
Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00
Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong Í skýrslu sem samtökin Amnesty International birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. 20. september 2019 10:53