Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. október 2019 18:30 Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. Kvika banki undirritaði samning um kaup á Gamma í nóvember á síðasta ári. Forstjóri Kviku sagði félagið öflugt sjóðstýringafélag og forstjóri Gamma lofaði félagið fyrir árangurinn. Kaupin fóru síðan í gegn í mars á þessu ári. Í gær sendi bankinn frá sér tilkynningu um að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma þ.e. Gamma:Novus og Gamma:Anglia væri umtalsvert verri en gert hefði verið ráð fyrir. Gamma:Novus heldur utan um fasteignafélagið Upphaf sem er í eigu lífeyrissjóða og fagfjárfesta.Og þar hefur staðan hefur versnað svo um munar en í skuldabréfaútboði sem fór fram í vor kom fram að gengi félagsins væri metið 183,7 og virðið 3,7 milljarðar. Í gær var það fært niður í tvo og virðið í 40 milljónir króna: Gengi Gamma:Anglia var áður metið 105 og virðið um 17 milljónir punda eða um 2,6 milljarðar miðað við gengi dagsins en var í gær fært niður í 55 og virðið fór í tæpa einn komma fimm milljarða króna. Félagið hefur fjárfest í fasteignaþróun á Bretlandi. Fagfjárfestar hafa því tapað um þremur milljörðum króna á niðurfærslu Gamma:Novus og Gamma:Anglia. Tvö Tryggingafélög sem eru að stórum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða sendu frá sér afkomuviðvaranir í Kauphöll í gær vegna niðurfærslu Gamma Novus en þau tóku bæði þátt í skuldabréfaútboði félagsins í vor. Í tilkynningu TM kom fram að færa þyrfti niður fjáfestingartekjur vegna gengi Gamma Novus og hjá Sjóvá kom það sama fram. Nýir stjórnendur tóku við hjá Gamma í gær og samkvæmt upplýsingum þaðan er ástæðan fyrir niðurfærslunni meðal annars sú byggingaverkefni eru komin skemur á veg en fram hafði komið og verð á eignum sjóðsins hefur lækkað.Iðgjöld tryggingafélaga gætu hækkað Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að málið geti haft áhrif víða. „Þarna eru gríðarlega miklir hagsmunir undir, lífeyrissjóðanna, sjóðsfélaga og viðskiptavina tryggingafélaganna. En það hefur komið í ljós þegar slæmt árferði hefur verið í fjárfestingum tryggingafélaganna þá hafa þau hækkað iðgjöld og þar að leiðandi hefur það áhrif á félagsmenn okkar og þar eru nú eitt stykki lífskjarasamningar undir,“ segir Ragnar. Hann telur að lífeyrissjóðirnir geti tapað umtalsverðum fjármunum á fjárfestingu í Gamma:Novus og Gamma:Anglia. „Það virðist vera svipuð rakspýralykt af þessum málum og mörgum eftirhrunsmálum sem voru til rannsóknar þar sem voru teknir ýmsir snúningar. Það verður fróðlegt að vita hvað var í gangi þarna inni. Það er eitthvað meira en lítið að þarna og það kallar á rannsókn ef ekki lögreglurannsókn. Ég tel að stjórnendur Tryggingafélaganna eigi að fara fram á slíkt ef ekki þá er spurning hvort að Lífeyrissjóður verslunarmanna taki við keflinu en ég hef óskað eftir því að þetta mál verði tekið fyrir á vettvangi sjóðsins,“ segir Ragnar. GAMMA Lífeyrissjóðir Tryggingar Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. Kvika banki undirritaði samning um kaup á Gamma í nóvember á síðasta ári. Forstjóri Kviku sagði félagið öflugt sjóðstýringafélag og forstjóri Gamma lofaði félagið fyrir árangurinn. Kaupin fóru síðan í gegn í mars á þessu ári. Í gær sendi bankinn frá sér tilkynningu um að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma þ.e. Gamma:Novus og Gamma:Anglia væri umtalsvert verri en gert hefði verið ráð fyrir. Gamma:Novus heldur utan um fasteignafélagið Upphaf sem er í eigu lífeyrissjóða og fagfjárfesta.Og þar hefur staðan hefur versnað svo um munar en í skuldabréfaútboði sem fór fram í vor kom fram að gengi félagsins væri metið 183,7 og virðið 3,7 milljarðar. Í gær var það fært niður í tvo og virðið í 40 milljónir króna: Gengi Gamma:Anglia var áður metið 105 og virðið um 17 milljónir punda eða um 2,6 milljarðar miðað við gengi dagsins en var í gær fært niður í 55 og virðið fór í tæpa einn komma fimm milljarða króna. Félagið hefur fjárfest í fasteignaþróun á Bretlandi. Fagfjárfestar hafa því tapað um þremur milljörðum króna á niðurfærslu Gamma:Novus og Gamma:Anglia. Tvö Tryggingafélög sem eru að stórum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða sendu frá sér afkomuviðvaranir í Kauphöll í gær vegna niðurfærslu Gamma Novus en þau tóku bæði þátt í skuldabréfaútboði félagsins í vor. Í tilkynningu TM kom fram að færa þyrfti niður fjáfestingartekjur vegna gengi Gamma Novus og hjá Sjóvá kom það sama fram. Nýir stjórnendur tóku við hjá Gamma í gær og samkvæmt upplýsingum þaðan er ástæðan fyrir niðurfærslunni meðal annars sú byggingaverkefni eru komin skemur á veg en fram hafði komið og verð á eignum sjóðsins hefur lækkað.Iðgjöld tryggingafélaga gætu hækkað Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að málið geti haft áhrif víða. „Þarna eru gríðarlega miklir hagsmunir undir, lífeyrissjóðanna, sjóðsfélaga og viðskiptavina tryggingafélaganna. En það hefur komið í ljós þegar slæmt árferði hefur verið í fjárfestingum tryggingafélaganna þá hafa þau hækkað iðgjöld og þar að leiðandi hefur það áhrif á félagsmenn okkar og þar eru nú eitt stykki lífskjarasamningar undir,“ segir Ragnar. Hann telur að lífeyrissjóðirnir geti tapað umtalsverðum fjármunum á fjárfestingu í Gamma:Novus og Gamma:Anglia. „Það virðist vera svipuð rakspýralykt af þessum málum og mörgum eftirhrunsmálum sem voru til rannsóknar þar sem voru teknir ýmsir snúningar. Það verður fróðlegt að vita hvað var í gangi þarna inni. Það er eitthvað meira en lítið að þarna og það kallar á rannsókn ef ekki lögreglurannsókn. Ég tel að stjórnendur Tryggingafélaganna eigi að fara fram á slíkt ef ekki þá er spurning hvort að Lífeyrissjóður verslunarmanna taki við keflinu en ég hef óskað eftir því að þetta mál verði tekið fyrir á vettvangi sjóðsins,“ segir Ragnar.
GAMMA Lífeyrissjóðir Tryggingar Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira