Skutu eldflaug úr kafbáti Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2019 10:22 Fólk horfir á frétt um eldflaugaskot Norður-Kóreu í lestarstöð í Suður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Norður-Kórea skaut eldflaug á nótt sem talið er að hafi verið skotið úr kafbáti. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. Eldflaugin mun hafa lent innan lögsögu Japan og kvörtuðu embættismenn þar í landi til Norður-Kóreu. Þetta er í níunda sinn sem eldflaug er skotið á loft frá Norður-Kóreu frá júlí.Samkvæmt Yonhap, fréttaveitu frá Suður-Kóreu, er talið að eldflaugin hafi verið af gerðinni Pukguksong en þær geta borið kjarnorkuvopn. Hún lenti í um 450 kílómetra fjarlægð frá skotstaðnum en náði um 910 kílómetra hæða. Hefði eldflauginni verið skotið með hefðbundnum hætti gæti hún drifið mun lengra en 450 kílómetra.Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir eldflaugarnar geta drifið um 1.300 kílómetra. Erfiðara er að greina eldflaugaskot frá kafbátum og með þeim er einnig hægt að draga verulega úr viðbragðstíma þeirra sem verið er að skjóta á. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja mögulegt að forsvarsmenn einræðisríkisins vilji með þessu setja aukinn þrýsting á Bandaríkin fyrir áðurnefndar viðræður.Kóreumenn hafa unnið að því að þróa eldflaugar sem þessar og í sumar birti KCNA, ríkismiðill Norður-Kóreu, myndir af nýjum kafbáti sem átti að taka í notkun á næstunni. Sá kafbátur er talinn sá stærsti sem Norður-Kórea býr yfir og sá eini sem hægt er að nota til að skjóta langdrægum eldflaugum. Norður-Kórea býr yfir um 70 öðrum kafbátum en talið er að þeir búi ekki yfir þeim búnaði sem til þarf til að skjóta eldflaugum á loft úr kafi. Bandaríkin Japan Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Norður-Kórea skaut eldflaug á nótt sem talið er að hafi verið skotið úr kafbáti. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. Eldflaugin mun hafa lent innan lögsögu Japan og kvörtuðu embættismenn þar í landi til Norður-Kóreu. Þetta er í níunda sinn sem eldflaug er skotið á loft frá Norður-Kóreu frá júlí.Samkvæmt Yonhap, fréttaveitu frá Suður-Kóreu, er talið að eldflaugin hafi verið af gerðinni Pukguksong en þær geta borið kjarnorkuvopn. Hún lenti í um 450 kílómetra fjarlægð frá skotstaðnum en náði um 910 kílómetra hæða. Hefði eldflauginni verið skotið með hefðbundnum hætti gæti hún drifið mun lengra en 450 kílómetra.Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir eldflaugarnar geta drifið um 1.300 kílómetra. Erfiðara er að greina eldflaugaskot frá kafbátum og með þeim er einnig hægt að draga verulega úr viðbragðstíma þeirra sem verið er að skjóta á. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja mögulegt að forsvarsmenn einræðisríkisins vilji með þessu setja aukinn þrýsting á Bandaríkin fyrir áðurnefndar viðræður.Kóreumenn hafa unnið að því að þróa eldflaugar sem þessar og í sumar birti KCNA, ríkismiðill Norður-Kóreu, myndir af nýjum kafbáti sem átti að taka í notkun á næstunni. Sá kafbátur er talinn sá stærsti sem Norður-Kórea býr yfir og sá eini sem hægt er að nota til að skjóta langdrægum eldflaugum. Norður-Kórea býr yfir um 70 öðrum kafbátum en talið er að þeir búi ekki yfir þeim búnaði sem til þarf til að skjóta eldflaugum á loft úr kafi.
Bandaríkin Japan Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira