Hyundai setur upp flugbíladeild Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. október 2019 14:00 Hyundai Kona, skyldi hann vera væntanlegur í flugútgáfu? Huyndai, bílaframleiðandi sem hingað til hefur einbeitt sér að götubílum hefur sett upp flugbíladeild. Markmiðið er að draga úr umferðahnútum og koma á flugsamgöngum innan þéttbýlis. Fyrrum rannsóknarstjóri hjá NASA (Geimferðastofnun Bandaríkjanna), Dr. Jaiwon Shin hefur verið ráðinn yfirmaður flugbíladeildar Hyundai. „Eftir að hafa unnið með nýjustu tækni í flugrannsóknum og þróun hjá NASA í 30 ár, er ég mjög spenntur og auðmjúkur vegna þess tækifærist sem ég hef fengið til að skapa flugflutninga hjá Hyundai Motor Group,“ sagði Dr. Shin í tilkynningu um ráðningu hans. „Nýja teymið mun þróa kjarna þeirrar tækni sem mun setja Hyundai í bílstjórasætið í flugsamgöngum innan þéttbýlis, markaður sem mun vaxa upp í að verða virði 1,5 trilljarðs dollara á næstu 20 árum,“ að sögn Dr. Shin. Hyundai er fyrsti bílaframleiðandinn til að vera með sérstaka flugbíladeild innanhúss. Aðrir framleiðendur hafa þó fiktað við hugmyndina um fljúgandi bíla. Toyota hefur til að mynda sett sér markmið um að kveikja á Ólympíukyndlinum á næsta ári með einstakling í fljúgandi farartæki. Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó, Japan á næsta ári. Bílar Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Huyndai, bílaframleiðandi sem hingað til hefur einbeitt sér að götubílum hefur sett upp flugbíladeild. Markmiðið er að draga úr umferðahnútum og koma á flugsamgöngum innan þéttbýlis. Fyrrum rannsóknarstjóri hjá NASA (Geimferðastofnun Bandaríkjanna), Dr. Jaiwon Shin hefur verið ráðinn yfirmaður flugbíladeildar Hyundai. „Eftir að hafa unnið með nýjustu tækni í flugrannsóknum og þróun hjá NASA í 30 ár, er ég mjög spenntur og auðmjúkur vegna þess tækifærist sem ég hef fengið til að skapa flugflutninga hjá Hyundai Motor Group,“ sagði Dr. Shin í tilkynningu um ráðningu hans. „Nýja teymið mun þróa kjarna þeirrar tækni sem mun setja Hyundai í bílstjórasætið í flugsamgöngum innan þéttbýlis, markaður sem mun vaxa upp í að verða virði 1,5 trilljarðs dollara á næstu 20 árum,“ að sögn Dr. Shin. Hyundai er fyrsti bílaframleiðandinn til að vera með sérstaka flugbíladeild innanhúss. Aðrir framleiðendur hafa þó fiktað við hugmyndina um fljúgandi bíla. Toyota hefur til að mynda sett sér markmið um að kveikja á Ólympíukyndlinum á næsta ári með einstakling í fljúgandi farartæki. Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó, Japan á næsta ári.
Bílar Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira