Plastið hefur áhrif á heilsu slökkviliðsmanna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2019 22:30 Útbreiðsla plasts í umhverfinu eykur líkur á því að slökkviliðsmenn fái krabbamein. Þetta segir slökkviliðsmaður og að í dag séu þeir allt að tvisvar sinnum líklegri en aðrir til að fá ákveðnar tegundir krabbameins. Þingmönnum var boðið á slökkvistöðina í Skógarhlíð í Reykjavík í dag til að kynna sér störf slökkviliðsmanna. Kjördæmavika er á Alþingi og því þótti slökkviliðsmönnum upplagt að fá þingmennina í heimsókn til að ræða við þá. Á meðal þess sem þingmenn voru fræddir um voru hættur sem fylgja starfinu. Ein af þeim eru auknar líkur á krabbameini. „Við eiginlega vöknuðum upp við vondan draum fyrir svona tíu árum síðan. Við áttuðum okkur á því að okkar félagsmenn voru í óeðlilegu, að okkur fannst allavega í óeðlilegu mæli að fara snemma í gröfin vegna krabbameins,“ segir Borgar Valgeirsson slökkviliðsmaður. Borgar segir vakningu hafa orðið meðal slökkviliðsmanna um allan heim um að starfinu fylgji aukin hætta á krabbameini. Þannig séu slökkviliðsmenn allt að tvisvar sinnum líklegri til að fá eistnakrabbamein en aðrir og húðkrabbamein og mergæxli eru líka algeng meðal slökkviliðsmanna. Borgar segir útbreiðslu á plasti hafa sitt að segja. „Við áttuðum okkur allt í einu á því að það er allt annað dót sem er að brenna í raun og veru heldur en áður. Það er að segja öll okkar heimili, sem sagt fötin okkar, húsgögnin okkar, er allt orðið úr plasti. Þegar þetta brennur þá verða til gufur sem við erum svo að vinna í þegar við erum að fara heim til fólks þar sem við erum að slökkva í þessu og það leggst á húðina á okkur og fer þaðan væntanlega inn í líkmann,“ segir Hákon. Eftir að hafa hlýtt á fyrirlestra slökkviliðsmanna fengu þingmenn að spreyta sig á reykköfun. Þeir sögðu reynsluna auka skilning á starfinu og þeir finna meira þakklæti í garð slökkviliðsmanna. Heilbrigðismál Slökkvilið Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Útbreiðsla plasts í umhverfinu eykur líkur á því að slökkviliðsmenn fái krabbamein. Þetta segir slökkviliðsmaður og að í dag séu þeir allt að tvisvar sinnum líklegri en aðrir til að fá ákveðnar tegundir krabbameins. Þingmönnum var boðið á slökkvistöðina í Skógarhlíð í Reykjavík í dag til að kynna sér störf slökkviliðsmanna. Kjördæmavika er á Alþingi og því þótti slökkviliðsmönnum upplagt að fá þingmennina í heimsókn til að ræða við þá. Á meðal þess sem þingmenn voru fræddir um voru hættur sem fylgja starfinu. Ein af þeim eru auknar líkur á krabbameini. „Við eiginlega vöknuðum upp við vondan draum fyrir svona tíu árum síðan. Við áttuðum okkur á því að okkar félagsmenn voru í óeðlilegu, að okkur fannst allavega í óeðlilegu mæli að fara snemma í gröfin vegna krabbameins,“ segir Borgar Valgeirsson slökkviliðsmaður. Borgar segir vakningu hafa orðið meðal slökkviliðsmanna um allan heim um að starfinu fylgji aukin hætta á krabbameini. Þannig séu slökkviliðsmenn allt að tvisvar sinnum líklegri til að fá eistnakrabbamein en aðrir og húðkrabbamein og mergæxli eru líka algeng meðal slökkviliðsmanna. Borgar segir útbreiðslu á plasti hafa sitt að segja. „Við áttuðum okkur allt í einu á því að það er allt annað dót sem er að brenna í raun og veru heldur en áður. Það er að segja öll okkar heimili, sem sagt fötin okkar, húsgögnin okkar, er allt orðið úr plasti. Þegar þetta brennur þá verða til gufur sem við erum svo að vinna í þegar við erum að fara heim til fólks þar sem við erum að slökkva í þessu og það leggst á húðina á okkur og fer þaðan væntanlega inn í líkmann,“ segir Hákon. Eftir að hafa hlýtt á fyrirlestra slökkviliðsmanna fengu þingmenn að spreyta sig á reykköfun. Þeir sögðu reynsluna auka skilning á starfinu og þeir finna meira þakklæti í garð slökkviliðsmanna.
Heilbrigðismál Slökkvilið Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira