Loforð Trump sagt tengjast Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2019 08:30 Þingmenn Demókrataflokksins fóru í síðustu viku fram á að Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna útvegaði þeim upprit af símtali Trump og Zelensky vegna rannsóknar þriggja þingnefnda á því hvort Trump og Giuliani hafi reynt að nota utanríkisstefnu Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. AP/Evan Vucci Hið meinta loforð sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á að hafa gefið öðrum þjóðarleiðtoga, snýr með einhverjum hætti að Úkraínu. Loforðið varð til þess að starfsmaður einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna, sem starfaði innan Hvíta hússins, tilkynnti atvikið og hefur það leitt til mikilla deila á milli þingmanna og Joseph Maguire, starfandi yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna, sem neitar að afhenda þinginu upplýsingar um kvörtun starfsmannsins. Innri endurskoðandi leyniþjónustanna, Michael Atkinson, mat tilkynninguna trúverðuga og sagði hana „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþing er snúa að málefnum leyniþjónustanna. Atkinson, sem skipaður var af Trump, var kallaður fyrir njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar í gær þar sem hann neitaði ítrekað að segja frá innihaldi kvörtunarinnar, þar sem honum væri það ekki heimilt.Sjá einnig: Meint loforð Trump til annars þjóðarleiðtoga dregur dilk á eftir sér Sérfræðingar deila um það hvort Maguire beri í raun að upplýsa þingið um innihald tilkynningar starfsmannsins.Samkvæmt New York Times er ekki ljóst hvernig Úkraína tengist málinu en samskipti Trump og Volodymyr Zelensky, nýs forseta Úkraínu, frá því í júlí eru þegar til skoðunar. Þá sagði Trump að samskipti Bandaríkjanna og Úkraínu gætu skánað til muna ef yfirvöld Úkraínu kláruðu rannsókn á spillingarmálum, sem hafi komið niður á samskiptum ríkjanna. Þetta kom fram í samantekt forsætisembættis Úkraínu sem opinberað var í júlí.Vilja að Úkraínumenn rannsaki BidenÁ sama tíma voru bandamenn Trump að þrýsta á ríkisstjórn Úkraínu að opna rannsókn sem gæti skaðað Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, viðurkenndi í gær að hann hefði beðið háttsetta embættismenn í Úkraínu að rannsaka Joe Biden. Þá sérstaklega að enduropna gamla rannsókn á fyrirtæki sem tengist syni Biden, Hunter Biden, sem var í stjórn stórs fyrirtækis í Úkraínu. Þingmenn Demókrataflokksins fóru í síðustu viku fram á að Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna útvegaði þeim upprit af símtali Trump og Zelensky vegna rannsóknar þriggja þingnefnda á því hvort Trump og Giuliani hafi reynt að nota utanríkisstefnu Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. Meðal annars snýr rannsóknin að því hvort Trump hafi reynt að hætta við stuðning sem Bandaríkin hafa veitt Úkraínu til að þvinga Úkraínumenn til hlýðni. Degi seinna var aðstoðin, sem fólst í 250 milljónum dala til þjálfunar hermanna og kaup búnaðs þeirra, send til Úkraínu.Hér má sjá viðtal Chris Cuomo við Giuliani í gær, þar sem lögmaðurinn móðgaði Cuomo ítrekað og lagði fram fjöldann allan af ásökunum sem byggja ekki á sterkum grunni, eins og Politifact hefur bent á, meðal annarra. Þar að neðan má sjá Cuomo fara stuttlega yfir ásakanir Giuliani í garð Joe Biden og sannleiksgildi þeirra.CNN's @ChrisCuomo: "Did you ask Ukraine to look into Joe Biden?"@RudyGiuliani: "Of course I did"President Trump's attorney says he had spoken with a Ukrainian official about Joe Biden's possible role in that government's dismissal of a prosecutor who investigated Biden's son. pic.twitter.com/hqmqtmx2VW— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) September 20, 2019 CNN's @ChrisCuomo fact-checks President Trump's attorney Rudy Giuliani's claims about former VP Joe Biden https://t.co/boEwKZ97ER pic.twitter.com/Kq1tz3Ods0— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) September 20, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Hið meinta loforð sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á að hafa gefið öðrum þjóðarleiðtoga, snýr með einhverjum hætti að Úkraínu. Loforðið varð til þess að starfsmaður einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna, sem starfaði innan Hvíta hússins, tilkynnti atvikið og hefur það leitt til mikilla deila á milli þingmanna og Joseph Maguire, starfandi yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna, sem neitar að afhenda þinginu upplýsingar um kvörtun starfsmannsins. Innri endurskoðandi leyniþjónustanna, Michael Atkinson, mat tilkynninguna trúverðuga og sagði hana „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþing er snúa að málefnum leyniþjónustanna. Atkinson, sem skipaður var af Trump, var kallaður fyrir njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar í gær þar sem hann neitaði ítrekað að segja frá innihaldi kvörtunarinnar, þar sem honum væri það ekki heimilt.Sjá einnig: Meint loforð Trump til annars þjóðarleiðtoga dregur dilk á eftir sér Sérfræðingar deila um það hvort Maguire beri í raun að upplýsa þingið um innihald tilkynningar starfsmannsins.Samkvæmt New York Times er ekki ljóst hvernig Úkraína tengist málinu en samskipti Trump og Volodymyr Zelensky, nýs forseta Úkraínu, frá því í júlí eru þegar til skoðunar. Þá sagði Trump að samskipti Bandaríkjanna og Úkraínu gætu skánað til muna ef yfirvöld Úkraínu kláruðu rannsókn á spillingarmálum, sem hafi komið niður á samskiptum ríkjanna. Þetta kom fram í samantekt forsætisembættis Úkraínu sem opinberað var í júlí.Vilja að Úkraínumenn rannsaki BidenÁ sama tíma voru bandamenn Trump að þrýsta á ríkisstjórn Úkraínu að opna rannsókn sem gæti skaðað Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, viðurkenndi í gær að hann hefði beðið háttsetta embættismenn í Úkraínu að rannsaka Joe Biden. Þá sérstaklega að enduropna gamla rannsókn á fyrirtæki sem tengist syni Biden, Hunter Biden, sem var í stjórn stórs fyrirtækis í Úkraínu. Þingmenn Demókrataflokksins fóru í síðustu viku fram á að Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna útvegaði þeim upprit af símtali Trump og Zelensky vegna rannsóknar þriggja þingnefnda á því hvort Trump og Giuliani hafi reynt að nota utanríkisstefnu Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. Meðal annars snýr rannsóknin að því hvort Trump hafi reynt að hætta við stuðning sem Bandaríkin hafa veitt Úkraínu til að þvinga Úkraínumenn til hlýðni. Degi seinna var aðstoðin, sem fólst í 250 milljónum dala til þjálfunar hermanna og kaup búnaðs þeirra, send til Úkraínu.Hér má sjá viðtal Chris Cuomo við Giuliani í gær, þar sem lögmaðurinn móðgaði Cuomo ítrekað og lagði fram fjöldann allan af ásökunum sem byggja ekki á sterkum grunni, eins og Politifact hefur bent á, meðal annarra. Þar að neðan má sjá Cuomo fara stuttlega yfir ásakanir Giuliani í garð Joe Biden og sannleiksgildi þeirra.CNN's @ChrisCuomo: "Did you ask Ukraine to look into Joe Biden?"@RudyGiuliani: "Of course I did"President Trump's attorney says he had spoken with a Ukrainian official about Joe Biden's possible role in that government's dismissal of a prosecutor who investigated Biden's son. pic.twitter.com/hqmqtmx2VW— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) September 20, 2019 CNN's @ChrisCuomo fact-checks President Trump's attorney Rudy Giuliani's claims about former VP Joe Biden https://t.co/boEwKZ97ER pic.twitter.com/Kq1tz3Ods0— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) September 20, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira