Scania kynnir vörubíl með engu húsi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. september 2019 21:00 Scania AXL er sjálfkeyrandi vörubíll, með engu ökumannshúsi. Scania Scania kynnti í gær Scania AXL sem er sjálfkeyrandi hugmyndabíll, vörubíll sem er ekki með ökumannshúsi. Scania segir að námur og önnur lokuð vinnusvæði henti einkar vel fyrir sjálfkeyrandi bíla. „Með Scania AXL hugmyndabílnum erum við að taka gríðarlega stórt skref í átt til snjall flutningskerfa framtíðarinnar, þar sem sjálfkeyrandi ökutæki munu spila stóran þátt,“ segir Henrik Henriksson framkvæmdastjóri Scania.Sjálfkeyrandi vörubílar munu líklega taka við námuvinnu í framtíðinni.ScaniaScania hefur þegar framleitt vörubíla sem eru sjálfkeyrandi og eru í notkun. Hins vegar eru þeir allir með sæti fyrir ökumann, til öryggis. Scania AXL er hins vegar ekki með ökumannssæti, eða sæti yfir höfuð. Bíllinn er því hugsaður sem næstu kynslóðar sjálfkeyrandi bíll, án ökumanns. Enda ekki ætlaður til fólksflutninga. Hér að neðan má sjá myndband af Scania AXL. Bílar Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent
Scania kynnti í gær Scania AXL sem er sjálfkeyrandi hugmyndabíll, vörubíll sem er ekki með ökumannshúsi. Scania segir að námur og önnur lokuð vinnusvæði henti einkar vel fyrir sjálfkeyrandi bíla. „Með Scania AXL hugmyndabílnum erum við að taka gríðarlega stórt skref í átt til snjall flutningskerfa framtíðarinnar, þar sem sjálfkeyrandi ökutæki munu spila stóran þátt,“ segir Henrik Henriksson framkvæmdastjóri Scania.Sjálfkeyrandi vörubílar munu líklega taka við námuvinnu í framtíðinni.ScaniaScania hefur þegar framleitt vörubíla sem eru sjálfkeyrandi og eru í notkun. Hins vegar eru þeir allir með sæti fyrir ökumann, til öryggis. Scania AXL er hins vegar ekki með ökumannssæti, eða sæti yfir höfuð. Bíllinn er því hugsaður sem næstu kynslóðar sjálfkeyrandi bíll, án ökumanns. Enda ekki ætlaður til fólksflutninga. Hér að neðan má sjá myndband af Scania AXL.
Bílar Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent