Forseti Íslands ræddi við háskólanemendur í Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2019 21:48 Forsetinn í Háskóla Grænlands í dag. Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fundaði með Kim Kielsen forsætisráðherra og heimsótti þjóðþing Grænlendinga á öðrum degi formlegrar heimsóknar forsetahjónanna til Grænlands. Þau sitja í kvöld hátíðarkvöldverð í boði forsætisráðherrans í Hans Egede húsinu í Nuuk.Forsetahjónin í grænlenska þinginu í dag. Guðni ræðir við Vivian Motzfeldt þingforseta en Eliza við Alequ Hammond, fyrrverandi forsætisráðherra.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Eftir lendingu á Nuuk-flugvelli síðdegis í gær var farið í Þjóðminjasafn Grænlands þar sem sjá má forvitnilegar minjar sem tengjast sögu norrænna manna og annarra sem landið hafa byggt. Þá sæmdi forsetinn hjónin Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra, og Guðmund Þorsteinsson, forstöðumann Kofoeds-skólans, hinni íslensku fálkaorðu fyrir framlag þeirra til samstarfs og vináttu Íslendinga og Grænlendinga, að því er fram kemur í frétt frá forsetaembættinu.Guðni forseti kominn í gamalkunnugt hlutverk; að ræða við háskólanemendur frá kennarapúltinu.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Forsetahjónin heimsóttu Háskóla Grænlands í dag og ræddu þar við starfsmenn og nemendur. Bakgrunnur Guðna forseta liggur einmitt í háskólasamfélaginu en hann kenndi um árabil sagnfræði við hina ýmsu háskóla, síðast sem prófessor við Háskóla Íslands.Kaffispjall við forseta grænlenska þingsins, Vivian Motzfeldt. Þorbjörn Jónsson aðalræðismaður og Örnólfur Thorsson forsetaritari eru með forsetahjónunum.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Í þjóðþingi Grænlands, Inatsisartut, átti forsetinn fund með Vivian Motzfeldt þingforseta, fylgdist með störfum þingsins og þáði kaffiveitingar. Forsetafrúin Eliza Reid átti jafnframt fund með umboðsmanni barna á Grænlandi.Eliza Reid með umboðsmanni barna á Grænlandi.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Á morgun, miðvikudag, er meðal annars áformað að forsetahjónin heimsæki Miðstöð loftslagsrannsókna í Nuuk, Kofoeds skólann og Royal Arctic Line skipafélagið og eigi einnig fund með borgarstjóranum í Nuuk, Charlotte Ludvigsen. Heimsókninni lýkur annaðkvöld. Hér má sjá viðtal við forsetahjónin þegar þau héldu til Grænlands: Forseti Íslands Grænland Tengdar fréttir Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Sjá meira
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fundaði með Kim Kielsen forsætisráðherra og heimsótti þjóðþing Grænlendinga á öðrum degi formlegrar heimsóknar forsetahjónanna til Grænlands. Þau sitja í kvöld hátíðarkvöldverð í boði forsætisráðherrans í Hans Egede húsinu í Nuuk.Forsetahjónin í grænlenska þinginu í dag. Guðni ræðir við Vivian Motzfeldt þingforseta en Eliza við Alequ Hammond, fyrrverandi forsætisráðherra.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Eftir lendingu á Nuuk-flugvelli síðdegis í gær var farið í Þjóðminjasafn Grænlands þar sem sjá má forvitnilegar minjar sem tengjast sögu norrænna manna og annarra sem landið hafa byggt. Þá sæmdi forsetinn hjónin Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra, og Guðmund Þorsteinsson, forstöðumann Kofoeds-skólans, hinni íslensku fálkaorðu fyrir framlag þeirra til samstarfs og vináttu Íslendinga og Grænlendinga, að því er fram kemur í frétt frá forsetaembættinu.Guðni forseti kominn í gamalkunnugt hlutverk; að ræða við háskólanemendur frá kennarapúltinu.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Forsetahjónin heimsóttu Háskóla Grænlands í dag og ræddu þar við starfsmenn og nemendur. Bakgrunnur Guðna forseta liggur einmitt í háskólasamfélaginu en hann kenndi um árabil sagnfræði við hina ýmsu háskóla, síðast sem prófessor við Háskóla Íslands.Kaffispjall við forseta grænlenska þingsins, Vivian Motzfeldt. Þorbjörn Jónsson aðalræðismaður og Örnólfur Thorsson forsetaritari eru með forsetahjónunum.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Í þjóðþingi Grænlands, Inatsisartut, átti forsetinn fund með Vivian Motzfeldt þingforseta, fylgdist með störfum þingsins og þáði kaffiveitingar. Forsetafrúin Eliza Reid átti jafnframt fund með umboðsmanni barna á Grænlandi.Eliza Reid með umboðsmanni barna á Grænlandi.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Á morgun, miðvikudag, er meðal annars áformað að forsetahjónin heimsæki Miðstöð loftslagsrannsókna í Nuuk, Kofoeds skólann og Royal Arctic Line skipafélagið og eigi einnig fund með borgarstjóranum í Nuuk, Charlotte Ludvigsen. Heimsókninni lýkur annaðkvöld. Hér má sjá viðtal við forsetahjónin þegar þau héldu til Grænlands:
Forseti Íslands Grænland Tengdar fréttir Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Sjá meira
Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15
Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30