Óplægður akur í fjármögnun fyrirtækja Kári Finnsson skrifar 25. september 2019 07:00 Hröð tækniþróun síðustu ára hefur gert öflun og umsýslu gagna sjálfvirka vegna lántöku einstaklinga. Á stuttum tíma hafa einstaklingar öðlast aukna möguleika þar sem lánsfjármagn er aðgengilegt á skömmum tíma, sem dæmi í gegnum farsíma. En hvað er því til fyrirstöðu að fyrirtæki geti fengið jafn skjótan aðgang að lánsfjármagni og einstaklingar? Af hverju eru ekki jafn mörg fjártæknifyrirtæki að þjónusta fyrirtæki eins og einstaklinga?Takmörkuð ábyrgð Lánveitingar til fyrirtækja eru alla jafna áhættumeiri en lánveitingar til einstaklinga. Fyrirtæki starfa flest undir takmarkaðri ábyrgð, það þýðir að eigendur eru ekki persónulega ábyrgir fyrir skuldum fyrirtækisins. Einstaklingar eru persónulega ábyrgir fyrir skuldum sínum og hafa því meiri hvata til að greiða þær upp. Takmörkuð ábyrgð hvetur til þess að einstaklingar geti tekið áhættu í stofnun fyrirtækja án þess að þeir leggi lífsviðurværi sitt undir. Þetta fyrirkomulag ýtir undir að einstaklingar sjái sér hag í að stofna til fyrirtækjareksturs en það eykur áhættuna fyrir lánveitendur. Flókinn rekstur Annað atriði sem greinir lánveitingu til fyrirtækja frá lánveitingu til einstaklinga er að fyrirtækjarekstur er yfirleitt flóknari en rekstur heimilis. Það eru fleiri þættir sem ráða úrslitum þegar kemur að farsælum rekstri fyrirtækja og því gera lánveitendur kröfur um ítarleg gögn um rekstur fyrirtækis áður en þeir heimila lánveitingu. Dæmi um slík gögn er viðskiptaáætlun, ársreikningar, ítarupplýsingar um þær vörur eða þjónustu sem fyrirtækið selur auk upplýsinga um eigendur og stjórnendur. Einnig eru lánveitingar til fyrirtækja hærri og krefjast ítarlegri yfirferðar en einstaklingslán. Það útskýrir að einhverju leyti af hverju fleiri fjártæknifyrirtæki hafa sprottið upp á sviði lánveitinga til einstaklinga heldur en til fyrirtækja. Í dag eru það helst hefðbundnar bankastofnanir sem veita fyrirtækjum lánsfjármagn. Ákvarðanir um slíkar lánveitingar eru teknar út frá löngu og traustu viðskiptasambandi, yfirleitt með veði í kröfum eða eignum. Þetta fyrirkomulag er enn mjög mannaflsfrekt og krefst ítarlegrar gagnasöfnunar. Tækifæri Ýmis tækifæri eru til staðar til að auðvelda lánveitingu til fyrirtækja. Á sama tíma og fyrirtæki eru flóknari í rekstri þá eru til meiri gögn um þau en einstaklinga. Þar að auki hefur tækniþróun síðustu tveggja áratuga leitt til þess að flest þessara gagna eru aðgengileg með sjálfvirkum hætti, oftar en ekki í gegnum vefþjónustur (API). Vefþjónustur auðvelda gagnaflutninga á milli ólíkra kerfa og gera forriturum kleift að safna saman miklum upplýsingum á örskömmum tíma. Nú þegar er hægt að safna saman upplýsingum úr ársreikningum fyrirtækja, lánshæfi þeirra og greiðsluhegðun til að styðja við ákvörðun um lánveitingu. En einnig er hægt að nýta önnur gögn við slíka ákvarðanatöku. Fjölbreyttar gagnalindir Dæmi eru um að erlend fyrirtæki hafa nýtt fjölbreyttar gagnalindir til að styðja við lánveitingu til fyrirtækja. Fyrirtæki hafa opnað fyrir aðgang að bókhaldskerfum sínum til að sýna útistandandi kröfur og aðgang þeirra að viðskiptakerfum eins og Amazon og Ebay til að sýna rauntímaupplýsingar um viðskipti. Önnur fyrirtæki hafa opnað á viðskiptamannakerfi sín (CRM) og enn önnur á upplýsingar úr Google Analytics til að gefa mynd af heimsóknum viðskiptavina á vefsvæði fyrirtækja. Svo gæti einnig orðið að fyrirtæki opni í auknum mæli á lánveitingar sem viðbótarþjónustu við núverandi starfsemi. Dæmi um slíkt er nýlegt útspil greiðslumiðlunarfyrirtækisins Stripe. Þeir bjóða viðskiptavinum sínum upp á lán þar sem kjörin markast af sölu þeirra eins og hún endurspeglast í kerfum Stripe. Þannig nýtir Stripe eigin gagnalindir til að liðka fyrir fjármögnun sinna viðskiptavina. Erfitt er að segja til um hvort þessum nýju aðilum takist að takmarka áhættuna nægilega sem felst í lánveitingu til fyrirtækja en það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta svið mun þróast eftir því sem að tækninni fleygir fram.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Creditinfo Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Finnsson Tækni Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hröð tækniþróun síðustu ára hefur gert öflun og umsýslu gagna sjálfvirka vegna lántöku einstaklinga. Á stuttum tíma hafa einstaklingar öðlast aukna möguleika þar sem lánsfjármagn er aðgengilegt á skömmum tíma, sem dæmi í gegnum farsíma. En hvað er því til fyrirstöðu að fyrirtæki geti fengið jafn skjótan aðgang að lánsfjármagni og einstaklingar? Af hverju eru ekki jafn mörg fjártæknifyrirtæki að þjónusta fyrirtæki eins og einstaklinga?Takmörkuð ábyrgð Lánveitingar til fyrirtækja eru alla jafna áhættumeiri en lánveitingar til einstaklinga. Fyrirtæki starfa flest undir takmarkaðri ábyrgð, það þýðir að eigendur eru ekki persónulega ábyrgir fyrir skuldum fyrirtækisins. Einstaklingar eru persónulega ábyrgir fyrir skuldum sínum og hafa því meiri hvata til að greiða þær upp. Takmörkuð ábyrgð hvetur til þess að einstaklingar geti tekið áhættu í stofnun fyrirtækja án þess að þeir leggi lífsviðurværi sitt undir. Þetta fyrirkomulag ýtir undir að einstaklingar sjái sér hag í að stofna til fyrirtækjareksturs en það eykur áhættuna fyrir lánveitendur. Flókinn rekstur Annað atriði sem greinir lánveitingu til fyrirtækja frá lánveitingu til einstaklinga er að fyrirtækjarekstur er yfirleitt flóknari en rekstur heimilis. Það eru fleiri þættir sem ráða úrslitum þegar kemur að farsælum rekstri fyrirtækja og því gera lánveitendur kröfur um ítarleg gögn um rekstur fyrirtækis áður en þeir heimila lánveitingu. Dæmi um slík gögn er viðskiptaáætlun, ársreikningar, ítarupplýsingar um þær vörur eða þjónustu sem fyrirtækið selur auk upplýsinga um eigendur og stjórnendur. Einnig eru lánveitingar til fyrirtækja hærri og krefjast ítarlegri yfirferðar en einstaklingslán. Það útskýrir að einhverju leyti af hverju fleiri fjártæknifyrirtæki hafa sprottið upp á sviði lánveitinga til einstaklinga heldur en til fyrirtækja. Í dag eru það helst hefðbundnar bankastofnanir sem veita fyrirtækjum lánsfjármagn. Ákvarðanir um slíkar lánveitingar eru teknar út frá löngu og traustu viðskiptasambandi, yfirleitt með veði í kröfum eða eignum. Þetta fyrirkomulag er enn mjög mannaflsfrekt og krefst ítarlegrar gagnasöfnunar. Tækifæri Ýmis tækifæri eru til staðar til að auðvelda lánveitingu til fyrirtækja. Á sama tíma og fyrirtæki eru flóknari í rekstri þá eru til meiri gögn um þau en einstaklinga. Þar að auki hefur tækniþróun síðustu tveggja áratuga leitt til þess að flest þessara gagna eru aðgengileg með sjálfvirkum hætti, oftar en ekki í gegnum vefþjónustur (API). Vefþjónustur auðvelda gagnaflutninga á milli ólíkra kerfa og gera forriturum kleift að safna saman miklum upplýsingum á örskömmum tíma. Nú þegar er hægt að safna saman upplýsingum úr ársreikningum fyrirtækja, lánshæfi þeirra og greiðsluhegðun til að styðja við ákvörðun um lánveitingu. En einnig er hægt að nýta önnur gögn við slíka ákvarðanatöku. Fjölbreyttar gagnalindir Dæmi eru um að erlend fyrirtæki hafa nýtt fjölbreyttar gagnalindir til að styðja við lánveitingu til fyrirtækja. Fyrirtæki hafa opnað fyrir aðgang að bókhaldskerfum sínum til að sýna útistandandi kröfur og aðgang þeirra að viðskiptakerfum eins og Amazon og Ebay til að sýna rauntímaupplýsingar um viðskipti. Önnur fyrirtæki hafa opnað á viðskiptamannakerfi sín (CRM) og enn önnur á upplýsingar úr Google Analytics til að gefa mynd af heimsóknum viðskiptavina á vefsvæði fyrirtækja. Svo gæti einnig orðið að fyrirtæki opni í auknum mæli á lánveitingar sem viðbótarþjónustu við núverandi starfsemi. Dæmi um slíkt er nýlegt útspil greiðslumiðlunarfyrirtækisins Stripe. Þeir bjóða viðskiptavinum sínum upp á lán þar sem kjörin markast af sölu þeirra eins og hún endurspeglast í kerfum Stripe. Þannig nýtir Stripe eigin gagnalindir til að liðka fyrir fjármögnun sinna viðskiptavina. Erfitt er að segja til um hvort þessum nýju aðilum takist að takmarka áhættuna nægilega sem felst í lánveitingu til fyrirtækja en það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta svið mun þróast eftir því sem að tækninni fleygir fram.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Creditinfo
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun