Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira Kristján Már Unnarsson skrifar 25. september 2019 11:24 Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, bauð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í siglingu um Nuukfjörð í gær. Mynd/Forsetaskrifstofan. „Við Íslendingar hlökkum til þess að styrkja enn frekar þau bönd sem tengja löndin okkar tvö,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ræðu í kvöldverðarboði grænlensku landstjórnarinnar í Húsi Hans Egede í Nuuk, í gærkvöldi. Forsetinn sagði Íslendinga ekki endilega vita eins mikið og æskilegt væri um sögu Grænlendinga, og horfi gjarnan á hana frá eigin sjónarhóli. „Við lærum í skóla um þá norrænu menn sem sigldu vestur frá Íslandi fyrir meira en þúsund árum, fundu land og nefndu það Grænland,“ sagði Guðni og bætti við að snemma á síðustu öld hafi sumir Íslendingar tekið þátt í þeim sérdræga leik að reyna að kasta eign sinni á Grænland.Guðni Th. Jóhannesson fór út að skokka í Nuuk með hópi fólks.Mynd/Forsetaskrifstofan.„Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga. Öld fram af öld tókst fólki hið illmögulega, að komast af í einu harðbýlasta landi heims,“ sagði Guðni. „Þar að auki hefur menning ykkar og tungumál lifað umrót nútímans, áhrif að utan sem voru ekki alltaf til góðs. Þessi afrek mega fylla ykkur stolti, kæru gestgjafar, og fylla ykkur jafnframt krafti við að takast á við þau úrlausnarefni sem nú bíða í grænlensku samfélagi.“ Eliza Reid forsetafrú í heimsókn hjá Umboðsmanni barna á Grænlandi í gær. Eliza skoðaði einnig kvennaathvarf í Nuuk.MYND/LEIFF JOSEFSEN, SERMITSIAQ.Forsetinn sagði þjóðirnar geta unnið saman á fjölda sviða og nefndi útveg og ferðaþjónustu en einnig heilbrigðis-, mennta- og menningarmál. Saman þyrftu þær að glíma við þá loftslagsvá sem öllum mætti vera ljós, ekki síst á norðurslóðum. „Og aldrei gleyma Íslendingar þeim samhug í verki sem Grænlendingar sýndu eftir mannskæð snjóflóð á Vestfjörðum fyrir um aldarfjórðungi,“ sagði forsetinn.Sjá einnig: Forsetahjónin heimsækja Grænland Þá rifjaði forsetinn upp svar grænlensks gests á Íslandi þegar hann var spurður að því hvað Íslendingar gætu lært af Grænlendingum. „Gesturinn góði hugsaði sig aðeins um, minnti á að margt gerðu Íslendingar vissulega vel en það sem þeir gætu kannski lært af Grænlendingum væri að brosa meira og hlæja meira,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson í lok ræðu sinnar um leið og hann bað gesti um lyfta glasi og skála fyrir bræðra- og systraþeli Íslendinga og Grænlendinga, „öflugra vinaþjóða í útnorðri“. Forseti Íslands Grænland Tengdar fréttir Forseti Íslands ræddi við háskólanemendur í Nuuk Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fundaði með Kim Kielsen forsætisráðherra og heimsótti þjóðþing Grænlendinga á öðrum degi formlegrar heimsóknar forsetahjónanna til Nuuk. 24. september 2019 21:48 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Við Íslendingar hlökkum til þess að styrkja enn frekar þau bönd sem tengja löndin okkar tvö,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ræðu í kvöldverðarboði grænlensku landstjórnarinnar í Húsi Hans Egede í Nuuk, í gærkvöldi. Forsetinn sagði Íslendinga ekki endilega vita eins mikið og æskilegt væri um sögu Grænlendinga, og horfi gjarnan á hana frá eigin sjónarhóli. „Við lærum í skóla um þá norrænu menn sem sigldu vestur frá Íslandi fyrir meira en þúsund árum, fundu land og nefndu það Grænland,“ sagði Guðni og bætti við að snemma á síðustu öld hafi sumir Íslendingar tekið þátt í þeim sérdræga leik að reyna að kasta eign sinni á Grænland.Guðni Th. Jóhannesson fór út að skokka í Nuuk með hópi fólks.Mynd/Forsetaskrifstofan.„Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga. Öld fram af öld tókst fólki hið illmögulega, að komast af í einu harðbýlasta landi heims,“ sagði Guðni. „Þar að auki hefur menning ykkar og tungumál lifað umrót nútímans, áhrif að utan sem voru ekki alltaf til góðs. Þessi afrek mega fylla ykkur stolti, kæru gestgjafar, og fylla ykkur jafnframt krafti við að takast á við þau úrlausnarefni sem nú bíða í grænlensku samfélagi.“ Eliza Reid forsetafrú í heimsókn hjá Umboðsmanni barna á Grænlandi í gær. Eliza skoðaði einnig kvennaathvarf í Nuuk.MYND/LEIFF JOSEFSEN, SERMITSIAQ.Forsetinn sagði þjóðirnar geta unnið saman á fjölda sviða og nefndi útveg og ferðaþjónustu en einnig heilbrigðis-, mennta- og menningarmál. Saman þyrftu þær að glíma við þá loftslagsvá sem öllum mætti vera ljós, ekki síst á norðurslóðum. „Og aldrei gleyma Íslendingar þeim samhug í verki sem Grænlendingar sýndu eftir mannskæð snjóflóð á Vestfjörðum fyrir um aldarfjórðungi,“ sagði forsetinn.Sjá einnig: Forsetahjónin heimsækja Grænland Þá rifjaði forsetinn upp svar grænlensks gests á Íslandi þegar hann var spurður að því hvað Íslendingar gætu lært af Grænlendingum. „Gesturinn góði hugsaði sig aðeins um, minnti á að margt gerðu Íslendingar vissulega vel en það sem þeir gætu kannski lært af Grænlendingum væri að brosa meira og hlæja meira,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson í lok ræðu sinnar um leið og hann bað gesti um lyfta glasi og skála fyrir bræðra- og systraþeli Íslendinga og Grænlendinga, „öflugra vinaþjóða í útnorðri“.
Forseti Íslands Grænland Tengdar fréttir Forseti Íslands ræddi við háskólanemendur í Nuuk Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fundaði með Kim Kielsen forsætisráðherra og heimsótti þjóðþing Grænlendinga á öðrum degi formlegrar heimsóknar forsetahjónanna til Nuuk. 24. september 2019 21:48 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Forseti Íslands ræddi við háskólanemendur í Nuuk Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fundaði með Kim Kielsen forsætisráðherra og heimsótti þjóðþing Grænlendinga á öðrum degi formlegrar heimsóknar forsetahjónanna til Nuuk. 24. september 2019 21:48
Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent