„Var bara glansmynd en fólk verður að átta sig á því að ég sýni bara eitt prósent af lífinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. september 2019 10:30 Þórunn Ívars opnaði sig um brjóstagjöf í Íslandi í dag. Samfélagmiðlastjarnan Þórunn Ívarsdóttir hefur talað opinskátt um ýmis málefni á samfélagsmiðlinum Instagram, hún hefur meðal annars fjallað um baráttu sína við króníska verkjasjúkdóminn endómetríósu eða legslímuflakk. Fyrir rúmu ári eignaðist hún sitt fyrsta barn og hefur hún deilt sinni reynslu af brjóstagjöf með fylgjendum sínum en það ferli kom henni mikið á óvart og hefur hún einbeitt sér að því að gefa konum ráð er varðar brjóstagjöf. Í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gær hitti Eva Laufey Þórunni og fékk hún að heyra hvernig hún tók sín fyrstu skref á samfélagsmiðlum og hvernig hún hjálpar konum í sömu sporum og hún. „Þórunn Ívars var svona tískuunnandi og snyrtivörupælari en í dag er ég bara mamma og ég held að ég sá bara búin að breytast yfir í það,“ segir Þórunn. „Ég byrjaði á samfélagsmiðlum í kringum árið 2012 og er ábyggilega ein af þeim fyrstu sem byrjuðu í einhverju svona. Ég var í námi erlendis og það höfðu ótrúlega margir áhuga á því. Ég byrjaði með litla bloggsíðu sem þróaðist út í þetta. Þetta var bara svona tískudót sem er ótrúlega hallærislegt í dag og ég er búin að eyða öllum þessum færslum í dag, ég get ekki myndirnar,“ segir Þórunn og hlær. Hún segir að samfélagsmiðlar eigi mjög vel við hana.Þórunn gefur konum ráð við brjóstagjöf á Instagram.„Ég er ótrúlega opin og get alveg látið allt flakka. Það er búið að vera rosalega mikið í tísku að opna sig og ég hef alveg tekið þátt í því líka. Ég talaði um legslímuflakkið í fyrra og núna tala ég ótrúlega mikið um brjóstagjöf því það er búið að vera lífið mitt í heilt ár. Ég ákvað að kynna mér ekkert fyrirfram um brjóstagjöf þar sem ég er alin upp af brjóstagjafaráðgjafa og hélt að ég vissi bara allt.“ Þórunn segir að það hafi ekki verið raunin. „Ég vissi ekkert hvað ég væri að gefa brjóst mikið á dag. Maður les ótrúlega mikið um meðgönguna en sleppir algjörlega brjóstagjöfinni. Ég hefði klárlega átt að fara á eitthvað námskeið og kynna mér þetta miklu betur.“ Það kom henni mest á óvart hvað það væri mikil vinna að vera með barn á brjósti. „Konur í vandræðum eru með allskonar spurningar. Ég er búin að lesa alveg ótrúlega mikið og örugglega svona þrjár fræðigreinar á dag. Ég er augljóslega á rangri hillu og átti örugglega að vera ljósmóðir,“ segir Þórunn sem greindi til að byrja með ekki frá erfileikunum við brjóstagjöf og því hafi kannski margir hugsað að allt gengi vel. „Þetta var bara glansmynd en fólk verður að átta sig á því að ég sýni bara eitt prósent af lífinu. Eftir á hyggja var hún klárlega með svona formjólkurkveisu sem ég vissi ekki hvað var. Hún drakk ógeðslega mikið en var kannski ekki að fá réttu samsetninguna af mjólkinni. Hún var bara að fá léttmjólk þegar henni vantaði rjóma. Það hefur verið mitt vandamál hvað ég hef verið með yfirdrifið mikla mjólk, sem er líka vandamál og mikil vinna þar sem maður þarf að tappa af og svona.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Samfélagmiðlastjarnan Þórunn Ívarsdóttir hefur talað opinskátt um ýmis málefni á samfélagsmiðlinum Instagram, hún hefur meðal annars fjallað um baráttu sína við króníska verkjasjúkdóminn endómetríósu eða legslímuflakk. Fyrir rúmu ári eignaðist hún sitt fyrsta barn og hefur hún deilt sinni reynslu af brjóstagjöf með fylgjendum sínum en það ferli kom henni mikið á óvart og hefur hún einbeitt sér að því að gefa konum ráð er varðar brjóstagjöf. Í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gær hitti Eva Laufey Þórunni og fékk hún að heyra hvernig hún tók sín fyrstu skref á samfélagsmiðlum og hvernig hún hjálpar konum í sömu sporum og hún. „Þórunn Ívars var svona tískuunnandi og snyrtivörupælari en í dag er ég bara mamma og ég held að ég sá bara búin að breytast yfir í það,“ segir Þórunn. „Ég byrjaði á samfélagsmiðlum í kringum árið 2012 og er ábyggilega ein af þeim fyrstu sem byrjuðu í einhverju svona. Ég var í námi erlendis og það höfðu ótrúlega margir áhuga á því. Ég byrjaði með litla bloggsíðu sem þróaðist út í þetta. Þetta var bara svona tískudót sem er ótrúlega hallærislegt í dag og ég er búin að eyða öllum þessum færslum í dag, ég get ekki myndirnar,“ segir Þórunn og hlær. Hún segir að samfélagsmiðlar eigi mjög vel við hana.Þórunn gefur konum ráð við brjóstagjöf á Instagram.„Ég er ótrúlega opin og get alveg látið allt flakka. Það er búið að vera rosalega mikið í tísku að opna sig og ég hef alveg tekið þátt í því líka. Ég talaði um legslímuflakkið í fyrra og núna tala ég ótrúlega mikið um brjóstagjöf því það er búið að vera lífið mitt í heilt ár. Ég ákvað að kynna mér ekkert fyrirfram um brjóstagjöf þar sem ég er alin upp af brjóstagjafaráðgjafa og hélt að ég vissi bara allt.“ Þórunn segir að það hafi ekki verið raunin. „Ég vissi ekkert hvað ég væri að gefa brjóst mikið á dag. Maður les ótrúlega mikið um meðgönguna en sleppir algjörlega brjóstagjöfinni. Ég hefði klárlega átt að fara á eitthvað námskeið og kynna mér þetta miklu betur.“ Það kom henni mest á óvart hvað það væri mikil vinna að vera með barn á brjósti. „Konur í vandræðum eru með allskonar spurningar. Ég er búin að lesa alveg ótrúlega mikið og örugglega svona þrjár fræðigreinar á dag. Ég er augljóslega á rangri hillu og átti örugglega að vera ljósmóðir,“ segir Þórunn sem greindi til að byrja með ekki frá erfileikunum við brjóstagjöf og því hafi kannski margir hugsað að allt gengi vel. „Þetta var bara glansmynd en fólk verður að átta sig á því að ég sýni bara eitt prósent af lífinu. Eftir á hyggja var hún klárlega með svona formjólkurkveisu sem ég vissi ekki hvað var. Hún drakk ógeðslega mikið en var kannski ekki að fá réttu samsetninguna af mjólkinni. Hún var bara að fá léttmjólk þegar henni vantaði rjóma. Það hefur verið mitt vandamál hvað ég hef verið með yfirdrifið mikla mjólk, sem er líka vandamál og mikil vinna þar sem maður þarf að tappa af og svona.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira