Háttsettir Repúblikanar styðja rannsókn á Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. september 2019 19:00 Ýmsir kjörnir fulltrúar Repúblikana í Bandaríkjunum krefja Donald Trump forseta nú svara um samskipti hans við Volodímír Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump fór fram á að Úkraínumenn myndu rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og pólitískan andstæðing sinn.Skylda þingsins að rannsaka James Comer, þingmaður Repúblikana, sagði í morgun að Trump þyrfti að svara sérstaklega fyrir það hvers vegna forsetaembættið hafi reynt að fela eftirrit af símtali forsetans við Selenskíj. Í kvörtun uppljóstrara um samskiptin, sem birt var í gær, sagði að skjalið hafi verið fært á tölvukerfi ætlað upplýsingum sem þarf að leyna vegna þjóðaröryggis. Og Comer stendur ekki einn í gagnrýni sinni. Phil Scott, Repúblikani og ríkisstjóri Vermont, sagðist styðja rannsókn á því hvort Trump hafi gerst sekur um embættisbrot. Charlie Baker, ríkisstjóri Massachusetts, hafði þetta að segja: „Þetta er afar truflandi mál og ég tel það skyldu og ábyrgð þingsins á þessari stundu að rannsaka málið.“ Kveðst alsaklaus Trump er sjálfur ósammála því að nokkuð sé athugavert við samskiptin. Hann harðneitar því að hafa lofað Selenskíj áframhaldandi hernaðaraðstoð gegn því að rannsókn yrði hafin og vitnar til þeirra orða Selenskíjs að hann hafi ekki sætt þrýstingi. Auk þess hefur Trump gagnrýnt kvörtunina í ljósi þess að uppljóstrarinn var ekki sjálfur vitni að samskiptunum og líkt heimildarmönnum hans við njósnara. Fulltrúadeild þingsins rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot. Meirihluti deildarinnar styður rannsóknina en í framhaldinu gæti Trump verið ákærður til embættismissis. Ef ákæra er gefin út fer málið fyrir öldungadeildina, sem þykir ólíkleg til þess að sakfella forsetann. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16 Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, í morgun varðandi opinberun uppskriftar símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. 27. september 2019 12:22 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira
Ýmsir kjörnir fulltrúar Repúblikana í Bandaríkjunum krefja Donald Trump forseta nú svara um samskipti hans við Volodímír Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump fór fram á að Úkraínumenn myndu rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og pólitískan andstæðing sinn.Skylda þingsins að rannsaka James Comer, þingmaður Repúblikana, sagði í morgun að Trump þyrfti að svara sérstaklega fyrir það hvers vegna forsetaembættið hafi reynt að fela eftirrit af símtali forsetans við Selenskíj. Í kvörtun uppljóstrara um samskiptin, sem birt var í gær, sagði að skjalið hafi verið fært á tölvukerfi ætlað upplýsingum sem þarf að leyna vegna þjóðaröryggis. Og Comer stendur ekki einn í gagnrýni sinni. Phil Scott, Repúblikani og ríkisstjóri Vermont, sagðist styðja rannsókn á því hvort Trump hafi gerst sekur um embættisbrot. Charlie Baker, ríkisstjóri Massachusetts, hafði þetta að segja: „Þetta er afar truflandi mál og ég tel það skyldu og ábyrgð þingsins á þessari stundu að rannsaka málið.“ Kveðst alsaklaus Trump er sjálfur ósammála því að nokkuð sé athugavert við samskiptin. Hann harðneitar því að hafa lofað Selenskíj áframhaldandi hernaðaraðstoð gegn því að rannsókn yrði hafin og vitnar til þeirra orða Selenskíjs að hann hafi ekki sætt þrýstingi. Auk þess hefur Trump gagnrýnt kvörtunina í ljósi þess að uppljóstrarinn var ekki sjálfur vitni að samskiptunum og líkt heimildarmönnum hans við njósnara. Fulltrúadeild þingsins rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot. Meirihluti deildarinnar styður rannsóknina en í framhaldinu gæti Trump verið ákærður til embættismissis. Ef ákæra er gefin út fer málið fyrir öldungadeildina, sem þykir ólíkleg til þess að sakfella forsetann.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16 Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, í morgun varðandi opinberun uppskriftar símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. 27. september 2019 12:22 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira
Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15
Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16
Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, í morgun varðandi opinberun uppskriftar símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. 27. september 2019 12:22