Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2019 14:45 Guðni forseti ávarpaði þingmenn við þingsetningu í dag. Vísir/Vilhelm Það er ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hafa hæst og láta formælingar fjúka. Þetta sagði Guðni Th. Jóhanesson, forseti, þegar hann setti Alþingi í dag. Varaði hann við því hvernig hófstilltur málflutningur getur umhverfst í öfgar. Eftir að forsetinn hafði boðið þingmenn velkomna gerði hann ágreining að umræðuefni í ræðu sinni. Sagði hann ágreining einkenni á öflugu þingi og samfélagi og bann við honum væri haldreipi þeirra þröngsýnu og kúgunartól harðstjóra. Bjartsýni ríki einnig í öflugum samfélögum, ekki biturð, beiskja, ólund eða ótti. Virtist hann síðan vísa óbeint til harðra deilna sem geisuðu á síðasta þingi, fyrst og fremst um þriðja orkupakkann sem Guðni nefndi þó aldrei á nafn. „Við megum varast þá andvaralausu og kærulausu, það sanna dæmin. En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að við höfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu,“ sagði Guðni.Forsetinn í þinghúsinu með Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis.Vísir/VilhelmVitnaði í Carly Simon Talaði hann um vægi vonar í heimi sem væri sífellt við það að farast og lagði áherslu á bjartsýni og hugrekki. Spurði forsetinn hvað hugrekki þýddi á Alþingi og á vettvangi þjóðmálanna. „Það er í það minnsta ekki hugrekki ef fólk bugtar sig og beygir fyrir þeim sem hafa hæst, þeim sem láta formælingar fjúka í stað skynsamra skoðanaskipta. Sómakært fólk má líka íhuga í hvaða félagsskap það getur endað, hvernig hófstilltur og röggsamur málflutningur getur umhverfst í öfgar og útúrsnúning í meðförum annarra,“ sagði Guðni. Vildi forsetinn þó koma í veg fyrir að ákveðnir þingmenn eða landsmenn tækju orð hans sérstaklega til sín og bað þá um að minnast speki sem fælist í þekktu lagi bandarísku söngkonunnar Carly Simon. „Hættu þessum hégóma að halda að það sé sungið um þig,“ sagði forsetinn sem uppskar hlátur þingmanna. Vísaði hann þar til lagsins „You‘re so vain“ með Simon.„Lýðræðishefð er best varin með rökræðu og hlustun og endurmati. Ekki með yfirgangi, þótta og skoðanahroka,“ sagði forsetinn. Varaði hann þingmenn ennfremur við því að gera fólk og flokka að svörnum óvinum. Málamiðlun væri aðalsmerki öflugs þings og samfélags. Stundum þurfi flokkar og stjórnmálamenn að gera fleira en gott þykir og annað en vonir stóðu til. Alþingi Forseti Íslands Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Sjá meira
Það er ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hafa hæst og láta formælingar fjúka. Þetta sagði Guðni Th. Jóhanesson, forseti, þegar hann setti Alþingi í dag. Varaði hann við því hvernig hófstilltur málflutningur getur umhverfst í öfgar. Eftir að forsetinn hafði boðið þingmenn velkomna gerði hann ágreining að umræðuefni í ræðu sinni. Sagði hann ágreining einkenni á öflugu þingi og samfélagi og bann við honum væri haldreipi þeirra þröngsýnu og kúgunartól harðstjóra. Bjartsýni ríki einnig í öflugum samfélögum, ekki biturð, beiskja, ólund eða ótti. Virtist hann síðan vísa óbeint til harðra deilna sem geisuðu á síðasta þingi, fyrst og fremst um þriðja orkupakkann sem Guðni nefndi þó aldrei á nafn. „Við megum varast þá andvaralausu og kærulausu, það sanna dæmin. En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að við höfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu,“ sagði Guðni.Forsetinn í þinghúsinu með Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis.Vísir/VilhelmVitnaði í Carly Simon Talaði hann um vægi vonar í heimi sem væri sífellt við það að farast og lagði áherslu á bjartsýni og hugrekki. Spurði forsetinn hvað hugrekki þýddi á Alþingi og á vettvangi þjóðmálanna. „Það er í það minnsta ekki hugrekki ef fólk bugtar sig og beygir fyrir þeim sem hafa hæst, þeim sem láta formælingar fjúka í stað skynsamra skoðanaskipta. Sómakært fólk má líka íhuga í hvaða félagsskap það getur endað, hvernig hófstilltur og röggsamur málflutningur getur umhverfst í öfgar og útúrsnúning í meðförum annarra,“ sagði Guðni. Vildi forsetinn þó koma í veg fyrir að ákveðnir þingmenn eða landsmenn tækju orð hans sérstaklega til sín og bað þá um að minnast speki sem fælist í þekktu lagi bandarísku söngkonunnar Carly Simon. „Hættu þessum hégóma að halda að það sé sungið um þig,“ sagði forsetinn sem uppskar hlátur þingmanna. Vísaði hann þar til lagsins „You‘re so vain“ með Simon.„Lýðræðishefð er best varin með rökræðu og hlustun og endurmati. Ekki með yfirgangi, þótta og skoðanahroka,“ sagði forsetinn. Varaði hann þingmenn ennfremur við því að gera fólk og flokka að svörnum óvinum. Málamiðlun væri aðalsmerki öflugs þings og samfélags. Stundum þurfi flokkar og stjórnmálamenn að gera fleira en gott þykir og annað en vonir stóðu til.
Alþingi Forseti Íslands Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Sjá meira