Skoskur dómstóll telur frestun þingfunda ólöglega Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2019 10:18 Síðasti þingfundurinn í bili fór fram í gær. Það kemur ekki aftur saman fyrr en 14. október samkvæmt ákvörðun Johnson forsætisráðherra. Vísir/EPA Dómarar við æðsta borgaradómstól Skotlands úrskurðaði í dag að ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að freta þingfundum sé ólögleg. Þingi var frestað í gær vel fram í október, rétt fyrir fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.Breska ríkisútvarpið BBC segir að úrskurðurinn hafi ekki áhrif á frestun þingfunda þar sem dómararnir gáfu ekki út neina tilskipun þess efnis. Hæstiréttur Bretlands ætlar að taka málið fyrir í næstu viku. Þverpólitískur hópur þingmanna leitaði til dómstólsins vegna ákvörðunar Johnson sem hefur verið harðlega gagnrýnd sem ólýðræðisleg. Dómararnir komust að þeirri niðurstöðu að Johnson hafi ákveðið að fresta þingfundum til að „múlbinda þingið á óviðeigandi hátt“. Sneru þeir þannig við úrskurði dómstólsins frá því í síðustu viku. Talsmaður forsætisráðuneytisins segir úrskurðinn valda vonbrigðum og að honum verði áfrýjað til hæstaréttarins. Breska þingið kemur ekki saman aftur fyrr en 14. október, aðeins tveimur vikum fyrir fyrirhugaða útgöngu úr Evrópusambandinu. Johnson hefur verið sakaður um að hafa frestað þingi til að koma í veg fyrir að það samþykki frumvarp sem bannaði honum að draga Bretland úr sambandinu án samnings. Bretland Brexit Skotland Tengdar fréttir Þingfundum verður frestað og útlit fyrir að kosningum verði hafnað Útlit er fyrir að breska þingið hafni í kvöld tillögu Boris Johnson forsætisráðherra um að boða til kosninga. Þingfundum verður frestað í kvöld og kemur þing ekki aftur saman fyrr en í október. 9. september 2019 19:00 Frestun þingfunda í Bretlandi dæmd lögleg Skoskur dómstóll segir þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fresta þingfundum í september og þar til skömmu áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu (Brexit) í lok október, vera lögmæta. 4. september 2019 10:03 Samþykktu að fresta Brexit í fyrstu atkvæðagreiðslu Frumvarpið sem breska þingið samþykkti í dag myndi knýja Boris Johnson til að fresta útgöngunni úr Evrópusambandinu. 4. september 2019 17:34 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Dómarar við æðsta borgaradómstól Skotlands úrskurðaði í dag að ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að freta þingfundum sé ólögleg. Þingi var frestað í gær vel fram í október, rétt fyrir fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.Breska ríkisútvarpið BBC segir að úrskurðurinn hafi ekki áhrif á frestun þingfunda þar sem dómararnir gáfu ekki út neina tilskipun þess efnis. Hæstiréttur Bretlands ætlar að taka málið fyrir í næstu viku. Þverpólitískur hópur þingmanna leitaði til dómstólsins vegna ákvörðunar Johnson sem hefur verið harðlega gagnrýnd sem ólýðræðisleg. Dómararnir komust að þeirri niðurstöðu að Johnson hafi ákveðið að fresta þingfundum til að „múlbinda þingið á óviðeigandi hátt“. Sneru þeir þannig við úrskurði dómstólsins frá því í síðustu viku. Talsmaður forsætisráðuneytisins segir úrskurðinn valda vonbrigðum og að honum verði áfrýjað til hæstaréttarins. Breska þingið kemur ekki saman aftur fyrr en 14. október, aðeins tveimur vikum fyrir fyrirhugaða útgöngu úr Evrópusambandinu. Johnson hefur verið sakaður um að hafa frestað þingi til að koma í veg fyrir að það samþykki frumvarp sem bannaði honum að draga Bretland úr sambandinu án samnings.
Bretland Brexit Skotland Tengdar fréttir Þingfundum verður frestað og útlit fyrir að kosningum verði hafnað Útlit er fyrir að breska þingið hafni í kvöld tillögu Boris Johnson forsætisráðherra um að boða til kosninga. Þingfundum verður frestað í kvöld og kemur þing ekki aftur saman fyrr en í október. 9. september 2019 19:00 Frestun þingfunda í Bretlandi dæmd lögleg Skoskur dómstóll segir þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fresta þingfundum í september og þar til skömmu áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu (Brexit) í lok október, vera lögmæta. 4. september 2019 10:03 Samþykktu að fresta Brexit í fyrstu atkvæðagreiðslu Frumvarpið sem breska þingið samþykkti í dag myndi knýja Boris Johnson til að fresta útgöngunni úr Evrópusambandinu. 4. september 2019 17:34 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Þingfundum verður frestað og útlit fyrir að kosningum verði hafnað Útlit er fyrir að breska þingið hafni í kvöld tillögu Boris Johnson forsætisráðherra um að boða til kosninga. Þingfundum verður frestað í kvöld og kemur þing ekki aftur saman fyrr en í október. 9. september 2019 19:00
Frestun þingfunda í Bretlandi dæmd lögleg Skoskur dómstóll segir þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fresta þingfundum í september og þar til skömmu áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu (Brexit) í lok október, vera lögmæta. 4. september 2019 10:03
Samþykktu að fresta Brexit í fyrstu atkvæðagreiðslu Frumvarpið sem breska þingið samþykkti í dag myndi knýja Boris Johnson til að fresta útgöngunni úr Evrópusambandinu. 4. september 2019 17:34