Stálu fartölvum og farangri af flugmönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 09:15 Basehótel er á gamla varnarsvæðinu. Skjáskot/VF Karlmaður um tvítugt hefur verið ákærður fyrir nytjastuld, eignaspjöll, innbrot og þjófnað í Reykjanesbæ. Í ákæru lögreglustjórans á Suðurnesjum er hann sagður hafa framið brot sín á tveggja daga tímabili í lok mars 2017. Maðurinn er til að mynda sagður, við þriðja mann, hafa lagt á ráðin og skipulagt innbrot og þjófnað í farangursgeymslu flugmanna á Base hótel í Reykjanesbæ. Mennirnir eiga að hafa komist inn í geymsluna með stolnum lyklakortum sem ákærði maðurinn hafði haldið eftir í heimildarleysi eftir að hann lét af störfum hjá Base hótel. Hann á síðan að hafa látið hina mennina tvo fá kortin og upplýst þá um hvaða verðmæti væri að finna í farangursgeymslunni. Mennirnir eiga að hafa farið inn í farangursgeymsluna á meðan sá ákærði beið fyrir utan og tekið þaðan ófrjálsri hendi fjórar ferðatöskur flugmanna, með ýmsum fatnaði, skóbúnaði, tvær fartölvur, þrjá farsíma og öðrum verðmætum innbyrðis, og horfið síðan á brott. Auk innbrotsins er þeim ákærða gert að sök að hafa stolið bifhjóli þar sem að það stóð við stigagang fyrir utan Bogarbraut í Reykjanesbæ. Hann á að hafa komið hjólinu í gang án lykla og keyrt það í viku áður en hann skildi hjólið eftir á víðavangi. Hjólið á að hafa rispast og beyglast „auk þess sem að ákærði braut hlífar og bensínlok hennar þannig að talsvert tjón hlaust af,“ eins og það er orðað í ákærunni. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttir af flugi Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira
Karlmaður um tvítugt hefur verið ákærður fyrir nytjastuld, eignaspjöll, innbrot og þjófnað í Reykjanesbæ. Í ákæru lögreglustjórans á Suðurnesjum er hann sagður hafa framið brot sín á tveggja daga tímabili í lok mars 2017. Maðurinn er til að mynda sagður, við þriðja mann, hafa lagt á ráðin og skipulagt innbrot og þjófnað í farangursgeymslu flugmanna á Base hótel í Reykjanesbæ. Mennirnir eiga að hafa komist inn í geymsluna með stolnum lyklakortum sem ákærði maðurinn hafði haldið eftir í heimildarleysi eftir að hann lét af störfum hjá Base hótel. Hann á síðan að hafa látið hina mennina tvo fá kortin og upplýst þá um hvaða verðmæti væri að finna í farangursgeymslunni. Mennirnir eiga að hafa farið inn í farangursgeymsluna á meðan sá ákærði beið fyrir utan og tekið þaðan ófrjálsri hendi fjórar ferðatöskur flugmanna, með ýmsum fatnaði, skóbúnaði, tvær fartölvur, þrjá farsíma og öðrum verðmætum innbyrðis, og horfið síðan á brott. Auk innbrotsins er þeim ákærða gert að sök að hafa stolið bifhjóli þar sem að það stóð við stigagang fyrir utan Bogarbraut í Reykjanesbæ. Hann á að hafa komið hjólinu í gang án lykla og keyrt það í viku áður en hann skildi hjólið eftir á víðavangi. Hjólið á að hafa rispast og beyglast „auk þess sem að ákærði braut hlífar og bensínlok hennar þannig að talsvert tjón hlaust af,“ eins og það er orðað í ákærunni. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.
Fréttir af flugi Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira