Nasistakrot í hermannakirkjugarði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2019 11:16 Skemmdarvargarnir krotuðu allskonar níðorð í kirkjugarðinum. epa/ ROB ENGELAAR Skemmdarvargar krotuðu meðal annars hakakross í seinni heimsstyrjaldar kirkjugarði breska samveldisins í Hollandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Handahófskenndir stafir voru spreyjaðir á marga legsteinanna í Mierlo kirkjugarðinum, nærri Eindhoven í suðurhluta Hollands. Stríðsgrafaumboð samveldisins (CWGC) sagðist „blöskra“ vegna skemmdarverkanna, en aðeins nokkrir dagar eru síðan önnur skemmdarverk voru unnin í kirkjugarðinum. Síðar í mánuðinum mun Karl Bretaprins vera viðstaddur minningarathafnar í Hollandi vegna Bardagans af Arnhem sem fór fram árið 1944. Minningarathöfnin mun marka 75 ára afmæli frelsunar Hollands undan oki nasistanna.Krotað var nærri á hvern einasta flöt í kirkjugarðinum.EPA/ROB ENGELAARÍ Mierlo kirkjugarðinum hvíla 664 hermenn breska samveldisins og einn hollenskur hermaður. Meðal þess sem var krotað í garðinum er „MH17 lygin,“ sem vísar til hraps flugvélar flugfélags Malasíu í austurhluta Úkraínu í júlí 2014 sem varð 298 manns að bana, þar á meðal 193 Hollendinga. Alþjóðlegir rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hafi orðið fyrir rússneskri Buk eldflaug, sem skotið var af svæði sem var undir yfirráðum aðskilnaðarsinna sem nutu stuðning Rússa.Spreyjað var á nærri hvern einn og einasta legstein í kirkjugarðinum.epa/ ROB ENGELAARCWGC sagði það „erfitt að sjá skemmdarverkin sem unnin voru á legsteinunum sjálfum og að baki hverrar einnar og einustu grafar væri saga manneskju sem fórnaði sér.“ Hollenska fréttastofan Omroep Brabant sagði hollensku þjóðina vera í áfalli og reiða vegna skemmdarverkanna. Einn fréttamanna Omroep Brabant sagði þetta ekki smákrot, krotað hafi verið nærri alls staðar. „Stafir hafa verið krotaðir á nærri hvern einn og einasta legstein. [Þetta er] ótrúlegt.“ Kona sem talað var við sagðist vera sorgmædd og í áfalli og sagði foreldra sína hafa hjálpað til við að sjá um kirkjugarðinn í áraraðir.Op het 'Mierlo War Cemetery' in #Mierlo zijn vannacht diverse graven en monumenten beklad. We nemen de zaak zeer serieus en zijn een uitgebreid onderzoek gestart. Daarbij kunnen we tips goed gebruiken! pic.twitter.com/cRIZ5YPJyA — Politie Oost-Brabant (@politieob) September 13, 2019 „Hjarta mitt grætur. Hér eru grafnir 17 og 18 ára gamlir drengir sem frelsuðu okkur.“ Hollenska lögreglan tísti ákalli til almennings um að hafa samband ef einhver hefði upplýsingar sem gætu upplýst um hverjir gerendurnir væru. Bretland Holland Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Skemmdarvargar krotuðu meðal annars hakakross í seinni heimsstyrjaldar kirkjugarði breska samveldisins í Hollandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Handahófskenndir stafir voru spreyjaðir á marga legsteinanna í Mierlo kirkjugarðinum, nærri Eindhoven í suðurhluta Hollands. Stríðsgrafaumboð samveldisins (CWGC) sagðist „blöskra“ vegna skemmdarverkanna, en aðeins nokkrir dagar eru síðan önnur skemmdarverk voru unnin í kirkjugarðinum. Síðar í mánuðinum mun Karl Bretaprins vera viðstaddur minningarathafnar í Hollandi vegna Bardagans af Arnhem sem fór fram árið 1944. Minningarathöfnin mun marka 75 ára afmæli frelsunar Hollands undan oki nasistanna.Krotað var nærri á hvern einasta flöt í kirkjugarðinum.EPA/ROB ENGELAARÍ Mierlo kirkjugarðinum hvíla 664 hermenn breska samveldisins og einn hollenskur hermaður. Meðal þess sem var krotað í garðinum er „MH17 lygin,“ sem vísar til hraps flugvélar flugfélags Malasíu í austurhluta Úkraínu í júlí 2014 sem varð 298 manns að bana, þar á meðal 193 Hollendinga. Alþjóðlegir rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hafi orðið fyrir rússneskri Buk eldflaug, sem skotið var af svæði sem var undir yfirráðum aðskilnaðarsinna sem nutu stuðning Rússa.Spreyjað var á nærri hvern einn og einasta legstein í kirkjugarðinum.epa/ ROB ENGELAARCWGC sagði það „erfitt að sjá skemmdarverkin sem unnin voru á legsteinunum sjálfum og að baki hverrar einnar og einustu grafar væri saga manneskju sem fórnaði sér.“ Hollenska fréttastofan Omroep Brabant sagði hollensku þjóðina vera í áfalli og reiða vegna skemmdarverkanna. Einn fréttamanna Omroep Brabant sagði þetta ekki smákrot, krotað hafi verið nærri alls staðar. „Stafir hafa verið krotaðir á nærri hvern einn og einasta legstein. [Þetta er] ótrúlegt.“ Kona sem talað var við sagðist vera sorgmædd og í áfalli og sagði foreldra sína hafa hjálpað til við að sjá um kirkjugarðinn í áraraðir.Op het 'Mierlo War Cemetery' in #Mierlo zijn vannacht diverse graven en monumenten beklad. We nemen de zaak zeer serieus en zijn een uitgebreid onderzoek gestart. Daarbij kunnen we tips goed gebruiken! pic.twitter.com/cRIZ5YPJyA — Politie Oost-Brabant (@politieob) September 13, 2019 „Hjarta mitt grætur. Hér eru grafnir 17 og 18 ára gamlir drengir sem frelsuðu okkur.“ Hollenska lögreglan tísti ákalli til almennings um að hafa samband ef einhver hefði upplýsingar sem gætu upplýst um hverjir gerendurnir væru.
Bretland Holland Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira